Oddvitaáskorunin: Með vasahníf á öryggisfundi Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 17:00 Jón og meðframbjóðendur hans. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jón Snæbjörnsson leiðir lista Nýs afls í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er 40 ára, tveggja barna faðir búsettur í Eyvindartungu í Laugardal og uppalinn í Austurey í sömu sveit. Menntun mín er á sviði byggingarverkfræði og menntun framhaldsskólakennara (viðbótardiplóma). Einnig hef ég stundað nám til B.A. gráðu í sagnfræði og vinn þar að lokaritgerð. Frá árinu 2016 hef ég að mestu unnið að kennslu við Menntaskólann að Laugarvatni en þar áður starfaði ég í 10 ár á verkfræðistofu í Reykjavík. Í Eyvindartungu rekum við fjölskyldan fjárbú ásamt tveimur smávirkjunum er framleiða raforku til sölu á dreifikerfi RARIK. Einnig erum við að stíga okkar fyrstu skref í ferðaþjónustu. Helsta stefnumál okkar er að gera góða byggð enn betri. Þar erum við m.a. að horfa til nútímavæðingar sveitarfélagsins og hugað sé vel að fræðslu- og uppeldismálum til framtíðar.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Heiðin heima. Ég var 6 ára er ég fór fyrst í smalamennsku á hestbaki heiðina heima með afa í Eyvindartungu. Og þangað leita ég reglulega í kyrrðina og fjölbreytilega náttúruna til að róa hugann og safna kröftum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Mjólkárvirkjun. Ég starfaði lengi að bæði endurbyggingu virkjunarinnar og að nýrri virkjun við Borgarhvilftarvatn. Þekki því svæðið vel og náttúru þess, það er eitthvað einstakt við Vestfirðina.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakótelettur í raspi hjá mömmu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er bestur í að baka eggjakökur.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Hvolpasveitarlagið.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Að vera með vasahníf, eftir öryggisleit á leiðtogafundi Jacques Chirac, Gerhard Schröder og Aleksander Kwasniewski á Place Stanislas í Nancy árið 2005.Draumaferðalagið? Að fara 100 ár aftur í tímann, er Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Upplifa sveitina mína og gamla bændasamfélagið, að eiga samtal við aldamótakynslóðina.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar Keli bróðir minn var steggjaður. Hann fór sem gamall bóndi á hestbaki um Laugarvatn og seldi silung er hékk bundinn um herðar hans og egg er hann hafði í heybeði ofan í plastfötu. Egg og silungur til sölu!Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Der schuh des Manitu. Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Nemendur mínir við Menntaskólanna að Laugarvatni. Þeir ná ótrúlega vel að leika alla mína sérviskutakta á árlegu kennaragríni.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég væri nafni minn, Jon Snow. Hann er Stark ættaður.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, á einu sinni á Hellisheiðinni fyrir of hraðan akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Erfið spurning er ég kýs að svara ekki.Uppáhalds bókin? Bækur um sagnfræði eða vel skrifaðar ævisögur. Ég hef t.d. gaman af að lesa bækur Antony Beevor og er nú lesa norska útgáfu bókarinnar um seinna stríðið (n. Den andre verdenskrig). Les einnig oft fréttir frá Noregi eða Þýskalandi til að halda við tungumálakunnáttunni.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Rótsterkt kaffi árla morguns.Uppáhalds þynnkumatur? Niðursoðnir ávextir.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, líklega.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eftir námsár mitt í Þýskalandi þá er hlusta ég oft á þýska tónlist, t.d. Rammstein, Die Toten Hosen og Die Ärtzte, ef ég á að nefna eitt lag, þá er það Rosenrot með Rammstein.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Við byggjum undirgöng fyrir búfénað en ekki fyrir börnin okkar.Á að banna flugelda? Nei, en takmarka notkun þeirra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Alfreð Finnbogason, mikill metnaður bæði fótboltalega og að læra ný tungumál.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jón Snæbjörnsson leiðir lista Nýs afls í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er 40 ára, tveggja barna faðir búsettur í Eyvindartungu í Laugardal og uppalinn í Austurey í sömu sveit. Menntun mín er á sviði byggingarverkfræði og menntun framhaldsskólakennara (viðbótardiplóma). Einnig hef ég stundað nám til B.A. gráðu í sagnfræði og vinn þar að lokaritgerð. Frá árinu 2016 hef ég að mestu unnið að kennslu við Menntaskólann að Laugarvatni en þar áður starfaði ég í 10 ár á verkfræðistofu í Reykjavík. Í Eyvindartungu rekum við fjölskyldan fjárbú ásamt tveimur smávirkjunum er framleiða raforku til sölu á dreifikerfi RARIK. Einnig erum við að stíga okkar fyrstu skref í ferðaþjónustu. Helsta stefnumál okkar er að gera góða byggð enn betri. Þar erum við m.a. að horfa til nútímavæðingar sveitarfélagsins og hugað sé vel að fræðslu- og uppeldismálum til framtíðar.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Heiðin heima. Ég var 6 ára er ég fór fyrst í smalamennsku á hestbaki heiðina heima með afa í Eyvindartungu. Og þangað leita ég reglulega í kyrrðina og fjölbreytilega náttúruna til að róa hugann og safna kröftum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Mjólkárvirkjun. Ég starfaði lengi að bæði endurbyggingu virkjunarinnar og að nýrri virkjun við Borgarhvilftarvatn. Þekki því svæðið vel og náttúru þess, það er eitthvað einstakt við Vestfirðina.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakótelettur í raspi hjá mömmu.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er bestur í að baka eggjakökur.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Hvolpasveitarlagið.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Að vera með vasahníf, eftir öryggisleit á leiðtogafundi Jacques Chirac, Gerhard Schröder og Aleksander Kwasniewski á Place Stanislas í Nancy árið 2005.Draumaferðalagið? Að fara 100 ár aftur í tímann, er Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Upplifa sveitina mína og gamla bændasamfélagið, að eiga samtal við aldamótakynslóðina.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar Keli bróðir minn var steggjaður. Hann fór sem gamall bóndi á hestbaki um Laugarvatn og seldi silung er hékk bundinn um herðar hans og egg er hann hafði í heybeði ofan í plastfötu. Egg og silungur til sölu!Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Der schuh des Manitu. Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Nemendur mínir við Menntaskólanna að Laugarvatni. Þeir ná ótrúlega vel að leika alla mína sérviskutakta á árlegu kennaragríni.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég væri nafni minn, Jon Snow. Hann er Stark ættaður.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, á einu sinni á Hellisheiðinni fyrir of hraðan akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Erfið spurning er ég kýs að svara ekki.Uppáhalds bókin? Bækur um sagnfræði eða vel skrifaðar ævisögur. Ég hef t.d. gaman af að lesa bækur Antony Beevor og er nú lesa norska útgáfu bókarinnar um seinna stríðið (n. Den andre verdenskrig). Les einnig oft fréttir frá Noregi eða Þýskalandi til að halda við tungumálakunnáttunni.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Rótsterkt kaffi árla morguns.Uppáhalds þynnkumatur? Niðursoðnir ávextir.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, líklega.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eftir námsár mitt í Þýskalandi þá er hlusta ég oft á þýska tónlist, t.d. Rammstein, Die Toten Hosen og Die Ärtzte, ef ég á að nefna eitt lag, þá er það Rosenrot með Rammstein.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Við byggjum undirgöng fyrir búfénað en ekki fyrir börnin okkar.Á að banna flugelda? Nei, en takmarka notkun þeirra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Alfreð Finnbogason, mikill metnaður bæði fótboltalega og að læra ný tungumál.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira