Oddvitaáskorunin: Dansaði eins og „hálfviti“ fyrir framan sjónvarpið Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 15:00 Baldur Smári Einarsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Baldur Smári Einarsson leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík í sveitarstjórnarkosningunum. Baldur Smári Einarsson er oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík. Hann er 42 ára gamall og eru þetta hans fjórðu sveitarstjórnarkosningar í framboði. Baldur Smári er viðskiptafræðingur að mennt og starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða. „Ég bý með dætrum mínum tveim, Írisi Emblu sem er 14 ára og Önnu Dagný sem er að verða 7 ára. Ég hef sérstaklega gaman af eldamennsku og gönguferðum um Víkina mína fögru en önnur áhugamál eru golf, fótbolti og tónlist. Ég er í framboði fyrir Sjálfstæðismenn og óháða til að vinna fyrir fólkið í Bolungarvík en mínar helstu áherslur snúa að því að gera Bolungarvík að eftirsóknarverðum stað fyrir fjölskyldufólk. Meðal þess sem við viljum gera til að ná því markmiði er að bjóða upp á fríar skólamáltíðir og hækka frístundastyrk um 100% þannig að hann verði 40.000 krónur. Við ætlum einnig að tryggja að börn geti fengið leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur og stefnum við á að ná því marki þegar að stækkun leikskólans verður komin í gagnið. Sjálfstæðismenn og óháðir leggja ríka áherslu á að ráðast í átak til að fegra bæinn okkar þannig að bæjarbúar upplifi sig í bæ sem verður fallegri og snyrtilegri með hverju árinu. Þar ætlum við m.a. að halda áfram að endurnýja götur og gangstéttir í bænum og leggja meiri kraft í viðhald fasteigna bæjarfélagsins. Undir forystu Sjálfstæðismanna og óháðra hefur náðst mikill viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins og hefur fjárhagsleg staða bæjarins aldrei verið jafn sterk. Þessi góða staða skapar svigrúm til framkvæmda og býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu við íbúana. Ég er bjartsýnn fyrir hönd Bolvíkinga og er viss um að góðir tímar séu fram undan í Víkinni fögru við Ísafjarðardjúp.“Baldur Smári og meðframbjóðendur hans.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er að sjálfsögðu Bolungarvík sem er fegursta bæjarstæði landsins, Víkin fagra sem umkringd og vernduð er af tignarlegu fjöllunum Traðarhyrnu, Óshyrnu og Erninum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Færi helst ekki lengra frá Bolungarvík en til Hnífsdals.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góð nautasteik heillar mig alltaf.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Dætur mínar myndu segja að saltfiskurinn hans pabba væri bestur. Ég dreg ekki álit þeirra í efa.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Vestfjarðaóður með hljómsveitinni KAN sem var með Herbert Guðmundsson í broddi fylkingar. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það gæti verið þegar ég áttaði mig á því að fólk sem labbaði framhjá húsinu mínu sá mig dansa eins og hálfvita fyrir framan sjónvarpið í „Just Dance“ tölvuleik yngri dóttur minnar. Á þeirri stundu vildi ég óska þess að ég gæti látið mig hverfa.Draumaferðalagið? Öll ferðalög með fjölskyldunni eru draumaferðalög, það skiptir ekki máli hvert við förum heldur er aðalmálið að njóta þess að vera í fríi saman.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Eftirlætis hrekkur eldri dóttur minnar er að skvetta framan í mig einu glasi af vatni og taka það upp á símann sinn öðrum til skemmtunar. Hún kallar hrekkinn „blautur og pirraður“ og auðvitað verð ég alltaf blautur og mjög pirraður.Hundar eða kettir? Hélt ég myndi aldrei geta sagt þetta, en það eru hundar!Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Bolvíska grínmyndin Albatross sem fjallar um kostulegt líf golfvallarstarfsmanna á Syðridalsvelli sem er sennilega skemmtilegasti golfvöllur landsins. Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Jack Black.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Verð að viðurkenna að ég hef ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og á því ekkert heiðarlegt svar við spurningunni.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, Einar Þorsteins heitinn tók mig einu sinni fyrir of hraðan akstur á Sandveginum stuttu eftir að ég fékk bílpróf. Hann bað mig að gera þetta aldrei aftur, ég samþykkti það og fékk auðvitað aldrei sektina.Uppáhalds tónlistarmaður? Fyrstir til að koma upp í hugann eru Freddie Mercury og Avicii en svo á Mugison alltaf sérstakan sess í hjarta mínu.Uppáhalds bókin? Engin sérstök, bókin á náttborðinu þessa dagana er þó Englar og djöflar úr smiðju Dan Brown.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er einkennisdrykkur Svarta Gengisins - Gin og Fanta LemonUppáhalds þynnkumatur? Hamborgari Einarhússins í Bolungarvík.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Fjölskylduferð á sólarströnd er málið í dag.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, held ekki.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Wake Me Up með Avicii.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég væri alveg til í að gangstéttar og göngustígar væru betur mokaðir á veturna.Á að banna flugelda? Nei, bara nota þá í hófi eins og við gerum hér fyrir vestan.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Andri Rúnar Bjarnason, hann er Víkari og kann að skora.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Baldur Smári Einarsson leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík í sveitarstjórnarkosningunum. Baldur Smári Einarsson er oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík. Hann er 42 ára gamall og eru þetta hans fjórðu sveitarstjórnarkosningar í framboði. Baldur Smári er viðskiptafræðingur að mennt og starfar hjá Endurskoðun Vestfjarða. „Ég bý með dætrum mínum tveim, Írisi Emblu sem er 14 ára og Önnu Dagný sem er að verða 7 ára. Ég hef sérstaklega gaman af eldamennsku og gönguferðum um Víkina mína fögru en önnur áhugamál eru golf, fótbolti og tónlist. Ég er í framboði fyrir Sjálfstæðismenn og óháða til að vinna fyrir fólkið í Bolungarvík en mínar helstu áherslur snúa að því að gera Bolungarvík að eftirsóknarverðum stað fyrir fjölskyldufólk. Meðal þess sem við viljum gera til að ná því markmiði er að bjóða upp á fríar skólamáltíðir og hækka frístundastyrk um 100% þannig að hann verði 40.000 krónur. Við ætlum einnig að tryggja að börn geti fengið leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur og stefnum við á að ná því marki þegar að stækkun leikskólans verður komin í gagnið. Sjálfstæðismenn og óháðir leggja ríka áherslu á að ráðast í átak til að fegra bæinn okkar þannig að bæjarbúar upplifi sig í bæ sem verður fallegri og snyrtilegri með hverju árinu. Þar ætlum við m.a. að halda áfram að endurnýja götur og gangstéttir í bænum og leggja meiri kraft í viðhald fasteigna bæjarfélagsins. Undir forystu Sjálfstæðismanna og óháðra hefur náðst mikill viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins og hefur fjárhagsleg staða bæjarins aldrei verið jafn sterk. Þessi góða staða skapar svigrúm til framkvæmda og býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu við íbúana. Ég er bjartsýnn fyrir hönd Bolvíkinga og er viss um að góðir tímar séu fram undan í Víkinni fögru við Ísafjarðardjúp.“Baldur Smári og meðframbjóðendur hans.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er að sjálfsögðu Bolungarvík sem er fegursta bæjarstæði landsins, Víkin fagra sem umkringd og vernduð er af tignarlegu fjöllunum Traðarhyrnu, Óshyrnu og Erninum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Færi helst ekki lengra frá Bolungarvík en til Hnífsdals.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góð nautasteik heillar mig alltaf.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Dætur mínar myndu segja að saltfiskurinn hans pabba væri bestur. Ég dreg ekki álit þeirra í efa.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Vestfjarðaóður með hljómsveitinni KAN sem var með Herbert Guðmundsson í broddi fylkingar. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það gæti verið þegar ég áttaði mig á því að fólk sem labbaði framhjá húsinu mínu sá mig dansa eins og hálfvita fyrir framan sjónvarpið í „Just Dance“ tölvuleik yngri dóttur minnar. Á þeirri stundu vildi ég óska þess að ég gæti látið mig hverfa.Draumaferðalagið? Öll ferðalög með fjölskyldunni eru draumaferðalög, það skiptir ekki máli hvert við förum heldur er aðalmálið að njóta þess að vera í fríi saman.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Eftirlætis hrekkur eldri dóttur minnar er að skvetta framan í mig einu glasi af vatni og taka það upp á símann sinn öðrum til skemmtunar. Hún kallar hrekkinn „blautur og pirraður“ og auðvitað verð ég alltaf blautur og mjög pirraður.Hundar eða kettir? Hélt ég myndi aldrei geta sagt þetta, en það eru hundar!Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Bolvíska grínmyndin Albatross sem fjallar um kostulegt líf golfvallarstarfsmanna á Syðridalsvelli sem er sennilega skemmtilegasti golfvöllur landsins. Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Jack Black.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Verð að viðurkenna að ég hef ekki séð einn einasta þátt af Game of Thrones og á því ekkert heiðarlegt svar við spurningunni.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, Einar Þorsteins heitinn tók mig einu sinni fyrir of hraðan akstur á Sandveginum stuttu eftir að ég fékk bílpróf. Hann bað mig að gera þetta aldrei aftur, ég samþykkti það og fékk auðvitað aldrei sektina.Uppáhalds tónlistarmaður? Fyrstir til að koma upp í hugann eru Freddie Mercury og Avicii en svo á Mugison alltaf sérstakan sess í hjarta mínu.Uppáhalds bókin? Engin sérstök, bókin á náttborðinu þessa dagana er þó Englar og djöflar úr smiðju Dan Brown.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er einkennisdrykkur Svarta Gengisins - Gin og Fanta LemonUppáhalds þynnkumatur? Hamborgari Einarhússins í Bolungarvík.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Fjölskylduferð á sólarströnd er málið í dag.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, held ekki.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Wake Me Up með Avicii.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ég væri alveg til í að gangstéttar og göngustígar væru betur mokaðir á veturna.Á að banna flugelda? Nei, bara nota þá í hófi eins og við gerum hér fyrir vestan.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Andri Rúnar Bjarnason, hann er Víkari og kann að skora.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira