Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur 0-0 │Breiðablik enn ósigraðir Þór Símon Hafþórsson á Kópavogsvelli skrifar 23. maí 2018 21:45 Blikar fara vel af stað í sumar. vísir/bára Breiðablik og Víkingur mættust í 5. umferð Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld á Kópavogsvellinum. Breiðablik var fyrir leik í toppsætinu með 10 stig eftir fjóra leiki en Víkingur var í 8. sæti með 5 stig eftir jafn marga leiki. Víkingur byrjaði leikinn betur og átti betri færin en næst komst Nikolaj Hansen með skalla sem Jonathan Hendricx bjargaði á línu. Víkingar hefðu hæglega getað komist yfir í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki og staðan markalaus eftir 45 mínútur. Breiðablik sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og gerði rosalega árás á Víkinga á síðustu mínútum leiksins sérstaklega en Gísli Eyjólfsson átti t.a.m. skot sem fór í slána og skoppaði á línuna og þaðan út úr markinu. Ekkert mark gefið þó svo að boltinn virtist hafa verið kominn inn. Breiðablik átti fleiri tilraunir en Davíð Kristján átti skalla í stöng og Hendricx komst í gott færi sem Larsen varði. Lengra komst Breiðablik ekki. Markalaust jafntefli staðreynd. Afhverju var jafntefl? Breiðablik byrjaði leikinn ekki vel. Toppliðið tapaði nær öllum 50/50 boltum og virkaði hægt. Víkingur náði ekki að færa sér það í nyt en þó svo að liðið sé ekki beitt í sókninni er það flugbeitt í vörninni. Breiðablik náði ekki að setja neina alvöru pressu á Víkinga fyrr en þeir voru orðnir mjög augljóslega þreyttir. Einnig gæti það haft eitthvað með það að gera að Tokic var farinn útaf. Breiðablik hefði þess vegna getað stillt upp keilu í framlínunni í dag og hún hefði líklega ollið Sölva og Halldóri í vörn Víkinga meiri áhyggjum en Króatinn. Þessir stóðu upp úr? Halldór Smári og Sölvi Geir voru frábærir í hjarta varnarinnar hjá Víkingi og eiga allt hrós skilið. Sóknarleikur beggja liða var framan af ekki upp á marga fiska en skarpasti hnífurinn í skúfu Blika var líklega, sem fyrr, Gísli Eyjólfsson. Hann átti að hafa tryggt Blikum sigur með frábæru skoti hans í slá og inn en dómarinn taldi boltann ekki hafa verið farinn inn. Hvað gekk illa? Blikar voru slakir í fyrri hálfleik en löguðust þó mikið í þeim seinni. Tokic byrjaði inn á í stað Sveins Arons og það voru, allavega ef bara er litið á þennan eina leik, mistök. Hann virkaði þungur og hefði mátt vera farinn útaf miklu fyrr en á 60. mínútu þegar Sveinn fékk loks að fara inn á.Hvað gerist næst? Víkingur mætir Fjölni en Breiðablik mætir Íslandsmeisturunum í Val á Hlíðarenda.Logi Ólafsson: Vorum orðnir þreyttir á síðustu 10 mínútunum „Við vorum mjög góðir í dag. Sköpuðum okkur færi. Vorum orðnir svolítið þreyttir á síðustu 10 mínútm leiksins þar sem þeir áttu skot í slá og skalla í stöng. Ég er bara ánægður með framlagið,“ sagi Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir markalausa jafntefli hans manna gegn toppliði Breiðabliks. „Við ákváðum að fara framarlega á þá. Freista þess að stoppa stutta útspilið þeirra. Þeir eru flinkir að spila sig í gegn og fljótir fram. Þeir leggja mikið upp úr skyndisóknum og við urðum að vera vel vakandi.“ Leikmaður Breiðabliks, Gísli Eyjólfsson, átti skot í slána og héldu margir að boltinn hefði skoppað innfyrir línuna en dómarinn var ekki á sama máli og dæmdi ekkert mark. „Það er ekki að hægt neitt annað en að treysta á línuvörðum í svona atvikum. Hann á að sjá þetta best,“ sagði Logi en næsti leikur Víkings er gegn Fjölni og segir Logi leikinn leggjast vel í sig en þó með fyrirvara. „Þeir fá tveimur dögum fleiri í hvíld en við þannig við þurfum að hugsa vel um okkur.“ Ágúst Þór: Boltinn hlýtur að hafa verið inni „Svekkjandi sérstaklega hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist. Þá vorum við með öll völd á vellinum. Þetta var stöngin út eins og á 92. mínútu. Frír skalli og stöngin út. Það lýsir leiknum,“ sagði Ágúst, þjálfari Breiðabliks, eftir markalaust jafntefli gegn Víkingum í kvöld. „Leikmenn voru ekki tilbúnir. Ég spurði þá í hálfleik hvort þeir ætluðu ekki örugglega að mæta í seinni hálfleikinn því þeir voru ekki mættir í þeim fyrri. Við gerðum það klárlega og ég er ánægður með liðið í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst en hann telur þó að stigin hefðu átt að vera þrjú en Gísli átti skot í slána og boltinn virtist hreinlega vera inni. „Ég hef ekkert heyrt en er ekki lögmálið af ef boltinn snýst svona út úr markinu að þá hljóti hann að hafa verið inni.“ Næstu þrír leikir Breiðabliks eru gegn Val, KR og Stjörnunni. Verkefnið leggst vel í Ágúst. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir. Þessir leikir sýna hvar við erum staddir.“Sölvi Geir: Byggjum fyrst og fremst á sterkum varnarleik „Ég er sáttur með hvernig leikurinn spilaðist. Við byrjuðum leikinn grimmir og vorum sterkir og hefðum átt að vera yfir í hálfleik. Svo er jafnræði með liðunum í seinni hálfleik,“ sagði Sölvi, miðvörður Víkinga, eftir jafnteflið gegn Breiðablik. „Þeir fara að koma að meiri krafti á okkur seinni partinn í leiknum. Þá erum við búnir að berjast eins og ljón í góðar 75 mínútur og þá dró aðeins af okkur undir lokin. En í heildina litið er ég mjög sáttur,“ sagði Sölvi en eftir fyrstu fimm leikina þá hefur liðið skorað fjögur mörk og fengið á sig fjögur og þá er meirihlutinn af þessu úr 3-3 jafnteflinu gegn Stjörnunni. Að þeim leik undanskildum hefur Víkingur skorað eitt og fengið á sig einungis eitt í fjórum leikjum. „Varnarleikurinn okkar er mjög sterkur en við höfum verið óheppnir fram á við og þessvegna kannski eru ekki kominn fleiri mörk. En eins og sást í dag þá hefðum við getað skorað fleiri en tvö mörk í dag. En við byggjum fyrst og fremst á að vera með sterkan varnarleik.“ Gunnleifur: Ætlum á Vals völlinn og ætlum að vinna þá Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, spilaði í dag sinn 115. keppnisleik í röð án þess að missa úr leik. Hann var því að vonum ekki sáttur að fagna deginum með einungis einu stigi. „Fyrri hálfleikurinn og spilamennskan þar eru vonbrigði. Seinni hálfleikur var betri og við reyndum að sækja sigurinn en það gekk ekki. Stundum er það bara svona en það er stutt í næsta leik og við þurfum að vera tilbúnir í hann,“ sagði Gunnleifur. „Við erum pirraðir fyrst og fremst yfir frammistöðunni okkar í fyrri hálfleik. En okkur líður þannig að þó við spilum ekki vel þá getum við vel unnið leiki.“ Næstu þrír leikir Breiðabliks eru ekki af verri endanum en þá mætir liðið Val, KR og Stjörnunni í einni bunu og segist Gunnleifur ekki vera í vafa um hvað hann ætli að gera á sunnudaginn. „Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Víkingur, Valur og FH. Það er alveg sama hvað þetta heitir. En við ætlum að fara á Vals völlinn á sunnudaginn og við ætlum að vinna þá þar,“ sagði Gunnleifur eða Gulli Gull eins og hann er gjarnan þekktur. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik og Víkingur mættust í 5. umferð Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld á Kópavogsvellinum. Breiðablik var fyrir leik í toppsætinu með 10 stig eftir fjóra leiki en Víkingur var í 8. sæti með 5 stig eftir jafn marga leiki. Víkingur byrjaði leikinn betur og átti betri færin en næst komst Nikolaj Hansen með skalla sem Jonathan Hendricx bjargaði á línu. Víkingar hefðu hæglega getað komist yfir í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki og staðan markalaus eftir 45 mínútur. Breiðablik sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og gerði rosalega árás á Víkinga á síðustu mínútum leiksins sérstaklega en Gísli Eyjólfsson átti t.a.m. skot sem fór í slána og skoppaði á línuna og þaðan út úr markinu. Ekkert mark gefið þó svo að boltinn virtist hafa verið kominn inn. Breiðablik átti fleiri tilraunir en Davíð Kristján átti skalla í stöng og Hendricx komst í gott færi sem Larsen varði. Lengra komst Breiðablik ekki. Markalaust jafntefli staðreynd. Afhverju var jafntefl? Breiðablik byrjaði leikinn ekki vel. Toppliðið tapaði nær öllum 50/50 boltum og virkaði hægt. Víkingur náði ekki að færa sér það í nyt en þó svo að liðið sé ekki beitt í sókninni er það flugbeitt í vörninni. Breiðablik náði ekki að setja neina alvöru pressu á Víkinga fyrr en þeir voru orðnir mjög augljóslega þreyttir. Einnig gæti það haft eitthvað með það að gera að Tokic var farinn útaf. Breiðablik hefði þess vegna getað stillt upp keilu í framlínunni í dag og hún hefði líklega ollið Sölva og Halldóri í vörn Víkinga meiri áhyggjum en Króatinn. Þessir stóðu upp úr? Halldór Smári og Sölvi Geir voru frábærir í hjarta varnarinnar hjá Víkingi og eiga allt hrós skilið. Sóknarleikur beggja liða var framan af ekki upp á marga fiska en skarpasti hnífurinn í skúfu Blika var líklega, sem fyrr, Gísli Eyjólfsson. Hann átti að hafa tryggt Blikum sigur með frábæru skoti hans í slá og inn en dómarinn taldi boltann ekki hafa verið farinn inn. Hvað gekk illa? Blikar voru slakir í fyrri hálfleik en löguðust þó mikið í þeim seinni. Tokic byrjaði inn á í stað Sveins Arons og það voru, allavega ef bara er litið á þennan eina leik, mistök. Hann virkaði þungur og hefði mátt vera farinn útaf miklu fyrr en á 60. mínútu þegar Sveinn fékk loks að fara inn á.Hvað gerist næst? Víkingur mætir Fjölni en Breiðablik mætir Íslandsmeisturunum í Val á Hlíðarenda.Logi Ólafsson: Vorum orðnir þreyttir á síðustu 10 mínútunum „Við vorum mjög góðir í dag. Sköpuðum okkur færi. Vorum orðnir svolítið þreyttir á síðustu 10 mínútm leiksins þar sem þeir áttu skot í slá og skalla í stöng. Ég er bara ánægður með framlagið,“ sagi Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir markalausa jafntefli hans manna gegn toppliði Breiðabliks. „Við ákváðum að fara framarlega á þá. Freista þess að stoppa stutta útspilið þeirra. Þeir eru flinkir að spila sig í gegn og fljótir fram. Þeir leggja mikið upp úr skyndisóknum og við urðum að vera vel vakandi.“ Leikmaður Breiðabliks, Gísli Eyjólfsson, átti skot í slána og héldu margir að boltinn hefði skoppað innfyrir línuna en dómarinn var ekki á sama máli og dæmdi ekkert mark. „Það er ekki að hægt neitt annað en að treysta á línuvörðum í svona atvikum. Hann á að sjá þetta best,“ sagði Logi en næsti leikur Víkings er gegn Fjölni og segir Logi leikinn leggjast vel í sig en þó með fyrirvara. „Þeir fá tveimur dögum fleiri í hvíld en við þannig við þurfum að hugsa vel um okkur.“ Ágúst Þór: Boltinn hlýtur að hafa verið inni „Svekkjandi sérstaklega hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist. Þá vorum við með öll völd á vellinum. Þetta var stöngin út eins og á 92. mínútu. Frír skalli og stöngin út. Það lýsir leiknum,“ sagði Ágúst, þjálfari Breiðabliks, eftir markalaust jafntefli gegn Víkingum í kvöld. „Leikmenn voru ekki tilbúnir. Ég spurði þá í hálfleik hvort þeir ætluðu ekki örugglega að mæta í seinni hálfleikinn því þeir voru ekki mættir í þeim fyrri. Við gerðum það klárlega og ég er ánægður með liðið í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst en hann telur þó að stigin hefðu átt að vera þrjú en Gísli átti skot í slána og boltinn virtist hreinlega vera inni. „Ég hef ekkert heyrt en er ekki lögmálið af ef boltinn snýst svona út úr markinu að þá hljóti hann að hafa verið inni.“ Næstu þrír leikir Breiðabliks eru gegn Val, KR og Stjörnunni. Verkefnið leggst vel í Ágúst. „Þetta eru skemmtilegustu leikirnir. Þessir leikir sýna hvar við erum staddir.“Sölvi Geir: Byggjum fyrst og fremst á sterkum varnarleik „Ég er sáttur með hvernig leikurinn spilaðist. Við byrjuðum leikinn grimmir og vorum sterkir og hefðum átt að vera yfir í hálfleik. Svo er jafnræði með liðunum í seinni hálfleik,“ sagði Sölvi, miðvörður Víkinga, eftir jafnteflið gegn Breiðablik. „Þeir fara að koma að meiri krafti á okkur seinni partinn í leiknum. Þá erum við búnir að berjast eins og ljón í góðar 75 mínútur og þá dró aðeins af okkur undir lokin. En í heildina litið er ég mjög sáttur,“ sagði Sölvi en eftir fyrstu fimm leikina þá hefur liðið skorað fjögur mörk og fengið á sig fjögur og þá er meirihlutinn af þessu úr 3-3 jafnteflinu gegn Stjörnunni. Að þeim leik undanskildum hefur Víkingur skorað eitt og fengið á sig einungis eitt í fjórum leikjum. „Varnarleikurinn okkar er mjög sterkur en við höfum verið óheppnir fram á við og þessvegna kannski eru ekki kominn fleiri mörk. En eins og sást í dag þá hefðum við getað skorað fleiri en tvö mörk í dag. En við byggjum fyrst og fremst á að vera með sterkan varnarleik.“ Gunnleifur: Ætlum á Vals völlinn og ætlum að vinna þá Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, spilaði í dag sinn 115. keppnisleik í röð án þess að missa úr leik. Hann var því að vonum ekki sáttur að fagna deginum með einungis einu stigi. „Fyrri hálfleikurinn og spilamennskan þar eru vonbrigði. Seinni hálfleikur var betri og við reyndum að sækja sigurinn en það gekk ekki. Stundum er það bara svona en það er stutt í næsta leik og við þurfum að vera tilbúnir í hann,“ sagði Gunnleifur. „Við erum pirraðir fyrst og fremst yfir frammistöðunni okkar í fyrri hálfleik. En okkur líður þannig að þó við spilum ekki vel þá getum við vel unnið leiki.“ Næstu þrír leikir Breiðabliks eru ekki af verri endanum en þá mætir liðið Val, KR og Stjörnunni í einni bunu og segist Gunnleifur ekki vera í vafa um hvað hann ætli að gera á sunnudaginn. „Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Víkingur, Valur og FH. Það er alveg sama hvað þetta heitir. En við ætlum að fara á Vals völlinn á sunnudaginn og við ætlum að vinna þá þar,“ sagði Gunnleifur eða Gulli Gull eins og hann er gjarnan þekktur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti