Oddvitaáskorunin: Sendi vin í leiðangur án enda Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 09:00 Friðjón Einarsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Friðjón Einarsson leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég flutti 12 ára gamall frá Ísafirði til Reykjavíkur og byrjaði fljótlega að vinna sem sendill á sumrin. Sumarið þegar ég var 14 ára gamall langaði mig að vinna við eitthvað annað og fór með félaga mínum niður á höfn í Reykjavík til þess að fá vinnu við uppskipun. Við fórum snemma af stað og mættum rúmlega 7 um morguninn. Okkur var vísað inn í skemmu þar sem um 50 karlar sátu og biðu eftir því að vera kallaðir til vinnu. Tveir strákar sem vissu lítið um lífið og vorum við eins og smá krakkar meðal manna.Verkstjórinn kom og valdi út 20 menn og sagði hinum að fara heima. Þarna voru brotnir menn að reyna að afla fjár fyrir heimilið. Mér leið ekki vel og fannst illa farið með mennina sem fóru bognir og auralausir heim þennan morgun. Þessi morgun hefur aldrei liðið mér úr minni og þess vegna er ég jafnaðarmaður. Ég er bæjarfulltrúi, oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra, er 62 ára, giftur Sólveigu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi, fimm barna faðir og á sjö barnabörn. Ég hef spilað í flestum deildum fótboltans á Íslandi og vil meina að sonurinn Samúel Kári sem er á leið á HM með landsliðinu hafi hæfileikana frá mér. Ég fer allra minna ferða á reiðhjóli vetur/vor/sumar/haust sem mér finnst besti ferðamátinn og frábær leið til kynnast bænum okkar. Leyndur hæfileiki: Tala norsku eins og innfæddur eftir að hafa unnið sem skíðakennari og plötusnúður í þrjú ár í Geilo.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Golfvöllurinn Leiran seint að kvöldi.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ísafirði.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi og kæst skata.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Kjötbollur með brúnni sósu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? „Is this love“ með Whitesnake.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Boða fund og mæta ekki sjálfur.Draumaferðalagið? Bali í mánuð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, í ýmsum myndum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? 1.apríl, sendi vin í leiðangur án enda.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Notting Hill.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Hugh Grant. Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef því miður ekki horft á þættina. Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur. Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie / Bob Marley / Bubbi Uppáhalds bókin? Engin ein. Uppáhalds föstudagsdrykkur? Single malt Viskí Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd með hreyfingu. Hefur þú pissað í sundlaug Nei. Hvaða lag kemur þér í gírinn? Honky tonk woman.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, margt, t.d. vindinn og sólarleysið.Á að banna flugelda? Já.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Samúel Kári – hann er sonur minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Friðjón Einarsson leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Ég flutti 12 ára gamall frá Ísafirði til Reykjavíkur og byrjaði fljótlega að vinna sem sendill á sumrin. Sumarið þegar ég var 14 ára gamall langaði mig að vinna við eitthvað annað og fór með félaga mínum niður á höfn í Reykjavík til þess að fá vinnu við uppskipun. Við fórum snemma af stað og mættum rúmlega 7 um morguninn. Okkur var vísað inn í skemmu þar sem um 50 karlar sátu og biðu eftir því að vera kallaðir til vinnu. Tveir strákar sem vissu lítið um lífið og vorum við eins og smá krakkar meðal manna.Verkstjórinn kom og valdi út 20 menn og sagði hinum að fara heima. Þarna voru brotnir menn að reyna að afla fjár fyrir heimilið. Mér leið ekki vel og fannst illa farið með mennina sem fóru bognir og auralausir heim þennan morgun. Þessi morgun hefur aldrei liðið mér úr minni og þess vegna er ég jafnaðarmaður. Ég er bæjarfulltrúi, oddviti S-lista Samfylkingar og óháðra, er 62 ára, giftur Sólveigu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi, fimm barna faðir og á sjö barnabörn. Ég hef spilað í flestum deildum fótboltans á Íslandi og vil meina að sonurinn Samúel Kári sem er á leið á HM með landsliðinu hafi hæfileikana frá mér. Ég fer allra minna ferða á reiðhjóli vetur/vor/sumar/haust sem mér finnst besti ferðamátinn og frábær leið til kynnast bænum okkar. Leyndur hæfileiki: Tala norsku eins og innfæddur eftir að hafa unnið sem skíðakennari og plötusnúður í þrjú ár í Geilo.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Golfvöllurinn Leiran seint að kvöldi.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ísafirði.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi og kæst skata.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Kjötbollur með brúnni sósu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? „Is this love“ með Whitesnake.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Boða fund og mæta ekki sjálfur.Draumaferðalagið? Bali í mánuð.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, í ýmsum myndum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? 1.apríl, sendi vin í leiðangur án enda.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Notting Hill.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Hugh Grant. Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hef því miður ekki horft á þættina. Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur. Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie / Bob Marley / Bubbi Uppáhalds bókin? Engin ein. Uppáhalds föstudagsdrykkur? Single malt Viskí Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd með hreyfingu. Hefur þú pissað í sundlaug Nei. Hvaða lag kemur þér í gírinn? Honky tonk woman.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, margt, t.d. vindinn og sólarleysið.Á að banna flugelda? Já.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Samúel Kári – hann er sonur minn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira