Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 1-0 │Berglind skaut Blikum á toppinn Ívar Kristinn Jasonarson á Kópavogsvelli skrifar 24. maí 2018 22:00 Berglind reyndist hetjan í kvöld. Hér er hún með boltann í leiknum. vísir/bára dröfn Breiðablik bar sigurorð af ÍBV þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi-deildar kvenn fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í fyrri hálfleik. Eftir leikinn eru Blikar á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en ÍBV situr enn í því fjórða með sex stig. Heimakonur byrjuðu leikinn í dag af krafti. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Selma Sól Magnúsdóttir átti fyrirgjöf fyrir mark ÍBV. Emily Armstrong, markvörður Eyjakvenna, sló boltann út beint fyrir fætur Berglindar Bjargar sem renndi boltanum auðveldlega í vinstra hornið. Aðstæður í fyrri hálfleiknum voru ekki þær bestu til að spila fótbolta, rok og rigning. Áttu bæði lið erfitt með að ná upp spili og skapa færi. Selma Sól komst í gott færi í lok fyrri hálfleiks eftir gott spil hennar og Berglindar Bjargar. Skot Selmu var hins vegar beint á Emily í markinu. Staðan eftir heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik var því 1-0, Blikum í vil. Síðari hálfleikurinn var mun fjörlegri, vindinn lægði og sólin lét sjá sig. Gestirnir voru með yfirhöndina, náðu að skapa sér töluvert af færum og voru mun líklegri til að jafna en Blikar að auka forskot sitt. Kristín Erna Sigurlásdóttir átti besta færi gestanna um miðjan síðari hálfleikinn. Cloe Lacasse átti þá fína sendingu fyrir markið á Kristínu en skot hennar fór í varnarmann og aftur fyrir. Undir lokin settu Eyjakonur allt í sölurnar, skiptu í þriggja manna vörn og settu Caroline Slambrouck í framlínuna. Það skilaði ekki tilætluðum árangri og fyrir vikið urðu þær opnari til baka. Eftir það átti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir nokkrar góðar marktilraunir, en hún kom inn í lið Breiðabliks á 71. mínútu. Karólína náði þó ekki að koma boltanum í markið. Leiknum lauk því með sigri heimakvenna.Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir klaufagang hjá Emily í marki ÍBV. Í þeim síðari voru Eyjakonur þó mun hættulegri og sköpuðu sér töluvert af færum. Þær náðu þó ekki að binda endahnútinn á sóknir sínar og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr? Alexandra Jóhannsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir voru sterkar í liði Breiðabliks í dag. Fjolla Shala var traust sem fyrr og sýndi mikla baráttu. Berglind Björg skoraði mark í dag en hefur átt betri leik. Í Eyjaliðinu voru Cloe Lacasse og Kristín Erna Sigrulásdóttir hættulegastar fram á við eins og svo oft áður en náðu ekki að koma boltanum í netið. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleiknum gekk báðum liðum erfiðlega að ná upp spili í erfiðum aðstæðum. Í þeim síðari gekk það mun betur. Eyjakonur máttu gera betur fyrir framan markið, fengu nokkur góð færi sem þær nýttu ekki.Hvað gerist næst? Eyjakonur taka á móti Val í næstu umferð í leik sem þær verða að vinna vilji þær ekki missa toppliðin of langt frá sér í upphafi móts. Breiðablik fara í heimsókn á Alvogenvöllinn og leika þar gegn KR og verður spennandi að sjá hvort þær ná að halda áfram á sigurbraut.Þorsteinn: Ekki hægt að vera annað en sáttur „Ég er sáttur við sigurinn. Fengum fá færi á okkur og spiluðum agaðan varnaleik. Það voru nokkrir kaflar í leiknum þar sem við lentum undir í spili, en vissum það fyrir fram að við myndum lenda í því á einhverjum tímapunkti í leiknum. En þetta voru full langir kaflar og við höfum oft spilað betur en þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn var ekki alveg nógu sáttur með spilamennsku liðsins í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel og hreyfing án bolta var ekki nógu góð. Það vantaði ýmsilegt í sóknarleikinn í dag en við fáum samt þrjú dauðafæri og hefðum getað skorað fleiri mörk. Í sjálfu sér fengu þær engin opin færi allan leikinn. Við áttum þessu fáu færi sem voru í þessum leik.“ Breiðablik fer mjög vel af stað í deildinni í ár, eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar. „Það er ekki hægt að vera annað en sáttur. Við getum ekki fengið fleiri stig. Við fögnum þessu vel í kvöld en förum svo að undirbúa næsta leik. Það verður erfiður leikur gegn skipulögðu KR-liði sem verður erfitt að brjóta á bak aftur. Við þurfum að spila betri sóknarleik til að eiga einhvern möguleika á móti KR á þriðjudaginn.“Ian: Áttum þetta ekki skilið „Ég er svekktur með tapið. Við vorum heilt yfir betra liðið og áttum meira skilið. En úrslitin ráðast bara á einu atviki, við vörðumst ekki einni fyrirgjöf og þær refsa okkur fyrir það,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, inntur eftir sínum fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. Eina mark leiksins skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að Emily Armstrong markvörður ÍBV sló fyrirgjöf beint fyrir fætur Berglindar Bjargar. Fannst Ian að Emily hefði átt að gera betur í markinu? „Það var erfitt að dæma þetta þaðan sem ég sat. Mín fyrstu viðbrögð eru að hún hefði átt að gera betur, en ég þarf að fá að sjá þetta aftur.” Þrátt fyrir tapið var Ian sáttur með leiks liðsins í dag. „Spilmennskan var bara mjög góð heilt yfir. Við héldum boltanum vel og létum hann ganga. Leikplanið gekk alveg upp. Breiðablik átti mjög fá færi og lágu mikið í vörn í seinni hálfleik, en við vorum ekki nógu dugleg að refsa þeim. Mig fannst vanta upp á að vera ákveðnari í vítateig þeirra. Við kláruðum ekki hlaupin og sóknirnar nægilega vel.“ ÍBV er með sex stig eftir fjórar umferðir deildinni og hafa tapað á móti bæði Þór/KA og Breiðabliki. „Við erum í sömu stöðu og okkur var spáð fyrir sumarið, um miðja deild. En ég veit að við erum með miklu betra lið en það og með mannskapinn sem við höfum eigum við að vera að berjast um efstu sætin. Það er mjög svekkjandi að vera búin að tapa sex stigum og þurfum að bæta fyrir það í næsta leik,“ sagði Ian bjarstýnn á framhaldið.Berglind: Höfum spilað betur „Við höfum spilað betri leik. Mér fannst við byrja vel en svo duttum við aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var þetta 50/50 í seinni hálfleik. Það var alltof mikið bil á milli lína hjá okkur, en við tökum þessi þrjú stig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir sigurinn í kvöld. „Mér fannst við spila vel á köflum. Við spiluðum fljótt, tókum eina til tvær snertingar og komum með fínar fyrirgjafir en við þurfum að bæta okkar spilamennsku fyrir næsta leik. Ég er ótrulega ánægð með að fá þrjú stig í þessum leik. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en við tökum þessu.“ Berglind er nú orðin markahæst í Pepsi-deild kvenna með sex mörk eftir fjóra leiki. Markið sem hún skoraði í dag var jafnframt hennar hundraðasta fyrir Kópavogsliðið í öllum keppnum. „Það er alltaf gaman að skora og það gefur manni sjálfstraust. Vonandi heldur þetta bara áfram.“ Breiðablik og Þór/KA eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar en Breiðablik situr á toppnum með örlítið betri markatölu. Berglind Björg segir sitt lið ekki ætla að gefa neitt eftir í toppbaráttunni. „Við höldum bara áfram og söfnum stigum í þennan poka.“ Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik bar sigurorð af ÍBV þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi-deildar kvenn fyrr í dag. Sigurmarkið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í fyrri hálfleik. Eftir leikinn eru Blikar á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en ÍBV situr enn í því fjórða með sex stig. Heimakonur byrjuðu leikinn í dag af krafti. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Selma Sól Magnúsdóttir átti fyrirgjöf fyrir mark ÍBV. Emily Armstrong, markvörður Eyjakvenna, sló boltann út beint fyrir fætur Berglindar Bjargar sem renndi boltanum auðveldlega í vinstra hornið. Aðstæður í fyrri hálfleiknum voru ekki þær bestu til að spila fótbolta, rok og rigning. Áttu bæði lið erfitt með að ná upp spili og skapa færi. Selma Sól komst í gott færi í lok fyrri hálfleiks eftir gott spil hennar og Berglindar Bjargar. Skot Selmu var hins vegar beint á Emily í markinu. Staðan eftir heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik var því 1-0, Blikum í vil. Síðari hálfleikurinn var mun fjörlegri, vindinn lægði og sólin lét sjá sig. Gestirnir voru með yfirhöndina, náðu að skapa sér töluvert af færum og voru mun líklegri til að jafna en Blikar að auka forskot sitt. Kristín Erna Sigurlásdóttir átti besta færi gestanna um miðjan síðari hálfleikinn. Cloe Lacasse átti þá fína sendingu fyrir markið á Kristínu en skot hennar fór í varnarmann og aftur fyrir. Undir lokin settu Eyjakonur allt í sölurnar, skiptu í þriggja manna vörn og settu Caroline Slambrouck í framlínuna. Það skilaði ekki tilætluðum árangri og fyrir vikið urðu þær opnari til baka. Eftir það átti Karólína Lea Vilhjálmsdóttir nokkrar góðar marktilraunir, en hún kom inn í lið Breiðabliks á 71. mínútu. Karólína náði þó ekki að koma boltanum í markið. Leiknum lauk því með sigri heimakvenna.Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir klaufagang hjá Emily í marki ÍBV. Í þeim síðari voru Eyjakonur þó mun hættulegri og sköpuðu sér töluvert af færum. Þær náðu þó ekki að binda endahnútinn á sóknir sínar og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr? Alexandra Jóhannsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir voru sterkar í liði Breiðabliks í dag. Fjolla Shala var traust sem fyrr og sýndi mikla baráttu. Berglind Björg skoraði mark í dag en hefur átt betri leik. Í Eyjaliðinu voru Cloe Lacasse og Kristín Erna Sigrulásdóttir hættulegastar fram á við eins og svo oft áður en náðu ekki að koma boltanum í netið. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleiknum gekk báðum liðum erfiðlega að ná upp spili í erfiðum aðstæðum. Í þeim síðari gekk það mun betur. Eyjakonur máttu gera betur fyrir framan markið, fengu nokkur góð færi sem þær nýttu ekki.Hvað gerist næst? Eyjakonur taka á móti Val í næstu umferð í leik sem þær verða að vinna vilji þær ekki missa toppliðin of langt frá sér í upphafi móts. Breiðablik fara í heimsókn á Alvogenvöllinn og leika þar gegn KR og verður spennandi að sjá hvort þær ná að halda áfram á sigurbraut.Þorsteinn: Ekki hægt að vera annað en sáttur „Ég er sáttur við sigurinn. Fengum fá færi á okkur og spiluðum agaðan varnaleik. Það voru nokkrir kaflar í leiknum þar sem við lentum undir í spili, en vissum það fyrir fram að við myndum lenda í því á einhverjum tímapunkti í leiknum. En þetta voru full langir kaflar og við höfum oft spilað betur en þetta,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn var ekki alveg nógu sáttur með spilamennsku liðsins í dag. „Við héldum boltanum ekki nógu vel og hreyfing án bolta var ekki nógu góð. Það vantaði ýmsilegt í sóknarleikinn í dag en við fáum samt þrjú dauðafæri og hefðum getað skorað fleiri mörk. Í sjálfu sér fengu þær engin opin færi allan leikinn. Við áttum þessu fáu færi sem voru í þessum leik.“ Breiðablik fer mjög vel af stað í deildinni í ár, eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar. „Það er ekki hægt að vera annað en sáttur. Við getum ekki fengið fleiri stig. Við fögnum þessu vel í kvöld en förum svo að undirbúa næsta leik. Það verður erfiður leikur gegn skipulögðu KR-liði sem verður erfitt að brjóta á bak aftur. Við þurfum að spila betri sóknarleik til að eiga einhvern möguleika á móti KR á þriðjudaginn.“Ian: Áttum þetta ekki skilið „Ég er svekktur með tapið. Við vorum heilt yfir betra liðið og áttum meira skilið. En úrslitin ráðast bara á einu atviki, við vörðumst ekki einni fyrirgjöf og þær refsa okkur fyrir það,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, inntur eftir sínum fyrstu viðbrögðum eftir leikinn. Eina mark leiksins skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að Emily Armstrong markvörður ÍBV sló fyrirgjöf beint fyrir fætur Berglindar Bjargar. Fannst Ian að Emily hefði átt að gera betur í markinu? „Það var erfitt að dæma þetta þaðan sem ég sat. Mín fyrstu viðbrögð eru að hún hefði átt að gera betur, en ég þarf að fá að sjá þetta aftur.” Þrátt fyrir tapið var Ian sáttur með leiks liðsins í dag. „Spilmennskan var bara mjög góð heilt yfir. Við héldum boltanum vel og létum hann ganga. Leikplanið gekk alveg upp. Breiðablik átti mjög fá færi og lágu mikið í vörn í seinni hálfleik, en við vorum ekki nógu dugleg að refsa þeim. Mig fannst vanta upp á að vera ákveðnari í vítateig þeirra. Við kláruðum ekki hlaupin og sóknirnar nægilega vel.“ ÍBV er með sex stig eftir fjórar umferðir deildinni og hafa tapað á móti bæði Þór/KA og Breiðabliki. „Við erum í sömu stöðu og okkur var spáð fyrir sumarið, um miðja deild. En ég veit að við erum með miklu betra lið en það og með mannskapinn sem við höfum eigum við að vera að berjast um efstu sætin. Það er mjög svekkjandi að vera búin að tapa sex stigum og þurfum að bæta fyrir það í næsta leik,“ sagði Ian bjarstýnn á framhaldið.Berglind: Höfum spilað betur „Við höfum spilað betri leik. Mér fannst við byrja vel en svo duttum við aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Svo var þetta 50/50 í seinni hálfleik. Það var alltof mikið bil á milli lína hjá okkur, en við tökum þessi þrjú stig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir sigurinn í kvöld. „Mér fannst við spila vel á köflum. Við spiluðum fljótt, tókum eina til tvær snertingar og komum með fínar fyrirgjafir en við þurfum að bæta okkar spilamennsku fyrir næsta leik. Ég er ótrulega ánægð með að fá þrjú stig í þessum leik. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en við tökum þessu.“ Berglind er nú orðin markahæst í Pepsi-deild kvenna með sex mörk eftir fjóra leiki. Markið sem hún skoraði í dag var jafnframt hennar hundraðasta fyrir Kópavogsliðið í öllum keppnum. „Það er alltaf gaman að skora og það gefur manni sjálfstraust. Vonandi heldur þetta bara áfram.“ Breiðablik og Þór/KA eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar en Breiðablik situr á toppnum með örlítið betri markatölu. Berglind Björg segir sitt lið ekki ætla að gefa neitt eftir í toppbaráttunni. „Við höldum bara áfram og söfnum stigum í þennan poka.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti