Lífið

Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Gwyneth Paltrow var 22 ára þegar Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega og hótaði henni.
Gwyneth Paltrow var 22 ára þegar Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega og hótaði henni. vísir/getty

„Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega.



Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein.



Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill.



Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið.


Tengdar fréttir

Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn

Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.