Oddvitaáskorunin: Fluttur þvers og kruss um landið og skilinn eftir á Akureyri Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2018 15:00 Arnþór Sigurðsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Arnþór Sigurðsson leiðir lista Sósíalistaflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Arnþór er 52 ára Kópavogsbúi og hefur alltaf haft mikinn áhuga á samfélagsmálum. Hann gefur kost á sér núna í bæjarstjórn Kópavogs vegna þess að hinar félagslegu áherslur eru litlar hjá núverandi hægri flokkum sem stýra bæjarfélaginu. Biðraðir eru komnar á flestum sviðum og vart hægt að starfrækja leikskólana vegna manneklu. Þessu vill Arnþór breyta, hann vill að allir hafi þak yfir höfuðið og allir fái þann stuðning sem mögulegt er að veita og hækka laun hinna lægstlaunuðu. Honum finnst að öll börn eigi að geta tekið þátt í íþróttum og tómstundum án efnahags heimilanna. Ég er baráttumaður í eðli mínu og mín eina krafa er að það sé meiri jöfnuður í samfélaginu. Mig langar að láta gott af mér leiða og býð mig þess vegna fram. Ef við Sósíalistar komumst inn í bæjarstjórn Kópavogs þá mun vegasaltið hallast meira í átt að félagslegum gildum. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Víghóllinn í Kópavogi heillar alltaf en fallegust er sveitin mín, Reykhólasveit við innan verðan Breiðafjörð. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Reykhólasveit. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mér finnst innbakaðar nautalundir það besta sem ég fæ. Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er góður í að steikja og elda hvers kyns steikur. Svakalega góður grillari. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Bird on the Wire með Leonard Cohen. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég lenti á spítala á Patreksfirði þegar ég var á ferðalagi. Það var tekin sú ákvörðun að senda mig með sjúkraflugi til Reykjavíkur frá Bíldudal. Þegar við vorum komin í loftið kemur í ljós að það er slösuð kona á Höfn í Hornafirði, hinu megin á landinu. Ég er spurður hvort að það sé í lagi að sækja hana, ég samþykki það. Við flugum á Hornafjörð. Þegar við erum að fara í loftið frá Hornafirði þá hringir síminn aftur, það er maður með hjartastopp á Mývatni. Ég er spurður hvort við gætum sótt hann líka, ég samþykki það. Við fljúgum svo norður á Akureyri og þar kemur í ljós að sá hjartveiki er í alvarlegu ástandi og ég er beðinn um að fara úr vélinni á Akureyri og vísað á spítalann þar. Þá var ég búinn að fljúga þvers og kruss um landið en missti af farinu til Reykjavíkur. Þetta er það skrýtnasta sem ég hef lent í á ævinni. Draumaferðalagið? Mitt næsta ferðalag er til Mexíkó, á slóðir Maya. Það verður spennandi. Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei. Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Við vorum nokkrir félagarnir sem ákváðum að hrekkja einn í hópnum. Við framlengdum púströr á bílnum hans með afklipptum bút af reiðhjólaslöngu. Sá sem verður vitni að óhljóðunum sem koma frá bílnum og svipinn á eiganda bílsins getur hlegið af því alla ævi. Hundar eða kettir? Kettir, þeir finnst mér skemmtilegri og ég á reyndar 2 flotta ketti. Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Good, the Bad and the Ugly, hana má horfa á aftur og aftur. Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Það segja allir að ég sé svo líkur Harrison Ford. Hann ætti að prófa eina mynd sem ég. Held að það myndi svínvirka. Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Nú er ég úti á túni. Horfði á Game of Thrones fram að 9 þætti á fyrstu seríu þar sem heilli giftingarveislu var slátrað. Þá hætti ég að horfa. Svo var veturinn alltaf á leiðinni í þáttunum, ég vil meira sumar. Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ekki get ég sagt að ég sé góðkunningi lögreglunnar en jú einhvern tímann kom það fyrir. Uppáhalds tónlistarmaður?Leonard Cohen, hann er magnaður. Uppáhalds bókin?Ég á enga uppáhaldsbók en mitt uppáhald væri Njála ef ég ætti að velja. Uppáhalds föstudagsdrykkur?Kaffi með rjómatári, rjóminn gerir gæfu muninn. Uppáhalds þynnkumatur?Einhver skyndibiti, sveittur borgari t.d. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?Menning. Fer aldrei á sólarstrendur, steikjandi sól og ég erum ekki alveg að passa saman. Hefur þú pissað í sundlaug?Því reikna ég með en þó ekki síðustu 42 árin. Hvaða lag kemur þér í gírinn?I Need A Hero með Bonnie Tyler úr Footloose. Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, ég myndi leggja niður bæjarstjórastarfið, það er svo gagnslaust og ofgreitt starf. Við gætum ráðið níu starfsmenn á leikskóla eða sex leikskólakennara í staðin fyrir peninginn. Miklu betri nýting á fjármunum. Á að banna flugelda? Já, þetta fer að verða gott. Allavegana að stýra þessu með einhverjum skipulögðum hætti. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Aron Einar Gunnarsson, hann er svo kúl og myndi smellpassa í Njálu með sitt lúkk. Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt. Oddvitaáskorunin Sósíalistaflokkurinn Kópavogur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Arnþór Sigurðsson leiðir lista Sósíalistaflokksins í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Arnþór er 52 ára Kópavogsbúi og hefur alltaf haft mikinn áhuga á samfélagsmálum. Hann gefur kost á sér núna í bæjarstjórn Kópavogs vegna þess að hinar félagslegu áherslur eru litlar hjá núverandi hægri flokkum sem stýra bæjarfélaginu. Biðraðir eru komnar á flestum sviðum og vart hægt að starfrækja leikskólana vegna manneklu. Þessu vill Arnþór breyta, hann vill að allir hafi þak yfir höfuðið og allir fái þann stuðning sem mögulegt er að veita og hækka laun hinna lægstlaunuðu. Honum finnst að öll börn eigi að geta tekið þátt í íþróttum og tómstundum án efnahags heimilanna. Ég er baráttumaður í eðli mínu og mín eina krafa er að það sé meiri jöfnuður í samfélaginu. Mig langar að láta gott af mér leiða og býð mig þess vegna fram. Ef við Sósíalistar komumst inn í bæjarstjórn Kópavogs þá mun vegasaltið hallast meira í átt að félagslegum gildum. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Víghóllinn í Kópavogi heillar alltaf en fallegust er sveitin mín, Reykhólasveit við innan verðan Breiðafjörð. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Reykhólasveit. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mér finnst innbakaðar nautalundir það besta sem ég fæ. Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er góður í að steikja og elda hvers kyns steikur. Svakalega góður grillari. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Bird on the Wire með Leonard Cohen. Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég lenti á spítala á Patreksfirði þegar ég var á ferðalagi. Það var tekin sú ákvörðun að senda mig með sjúkraflugi til Reykjavíkur frá Bíldudal. Þegar við vorum komin í loftið kemur í ljós að það er slösuð kona á Höfn í Hornafirði, hinu megin á landinu. Ég er spurður hvort að það sé í lagi að sækja hana, ég samþykki það. Við flugum á Hornafjörð. Þegar við erum að fara í loftið frá Hornafirði þá hringir síminn aftur, það er maður með hjartastopp á Mývatni. Ég er spurður hvort við gætum sótt hann líka, ég samþykki það. Við fljúgum svo norður á Akureyri og þar kemur í ljós að sá hjartveiki er í alvarlegu ástandi og ég er beðinn um að fara úr vélinni á Akureyri og vísað á spítalann þar. Þá var ég búinn að fljúga þvers og kruss um landið en missti af farinu til Reykjavíkur. Þetta er það skrýtnasta sem ég hef lent í á ævinni. Draumaferðalagið? Mitt næsta ferðalag er til Mexíkó, á slóðir Maya. Það verður spennandi. Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei. Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Við vorum nokkrir félagarnir sem ákváðum að hrekkja einn í hópnum. Við framlengdum púströr á bílnum hans með afklipptum bút af reiðhjólaslöngu. Sá sem verður vitni að óhljóðunum sem koma frá bílnum og svipinn á eiganda bílsins getur hlegið af því alla ævi. Hundar eða kettir? Kettir, þeir finnst mér skemmtilegri og ég á reyndar 2 flotta ketti. Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Good, the Bad and the Ugly, hana má horfa á aftur og aftur. Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Það segja allir að ég sé svo líkur Harrison Ford. Hann ætti að prófa eina mynd sem ég. Held að það myndi svínvirka. Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Nú er ég úti á túni. Horfði á Game of Thrones fram að 9 þætti á fyrstu seríu þar sem heilli giftingarveislu var slátrað. Þá hætti ég að horfa. Svo var veturinn alltaf á leiðinni í þáttunum, ég vil meira sumar. Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ekki get ég sagt að ég sé góðkunningi lögreglunnar en jú einhvern tímann kom það fyrir. Uppáhalds tónlistarmaður?Leonard Cohen, hann er magnaður. Uppáhalds bókin?Ég á enga uppáhaldsbók en mitt uppáhald væri Njála ef ég ætti að velja. Uppáhalds föstudagsdrykkur?Kaffi með rjómatári, rjóminn gerir gæfu muninn. Uppáhalds þynnkumatur?Einhver skyndibiti, sveittur borgari t.d. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?Menning. Fer aldrei á sólarstrendur, steikjandi sól og ég erum ekki alveg að passa saman. Hefur þú pissað í sundlaug?Því reikna ég með en þó ekki síðustu 42 árin. Hvaða lag kemur þér í gírinn?I Need A Hero með Bonnie Tyler úr Footloose. Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, ég myndi leggja niður bæjarstjórastarfið, það er svo gagnslaust og ofgreitt starf. Við gætum ráðið níu starfsmenn á leikskóla eða sex leikskólakennara í staðin fyrir peninginn. Miklu betri nýting á fjármunum. Á að banna flugelda? Já, þetta fer að verða gott. Allavegana að stýra þessu með einhverjum skipulögðum hætti. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Aron Einar Gunnarsson, hann er svo kúl og myndi smellpassa í Njálu með sitt lúkk. Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.
Oddvitaáskorunin Sósíalistaflokkurinn Kópavogur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira