Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fjölnir 1-2 | Fjölnir tók stigin þrjú úr Víkinni Gabríel Sighvatsson í Víkinni skrifar 27. maí 2018 19:45 Fjölnir vann góðan sigur í dag. vísir/ernir Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni 6. umferð Pepsí-deildar karla í dag. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því mikið í húfi fyrir liðin. Fjölnismenn skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik og voru með stjórn á leiknum. Þeir sýndu góða frammistöðu í seinni hálfleik en heimamenn náðu að setja mark alveg í lokin. Víkingar fengu nokkur færi í viðbót til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Fjölnismenn fara því heim með 3 stig.Af hverju vann Fjölnir? Þeir sýndu mun betri frammistöðu en Víkingur í dag. Þeir voru með stjórn á leiknum nánast allan tímann og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þeir fengu víti sem Þórir Guðjónsson klúðraði og þá átti Birnir Snær að klára leikinn í uppbótartíma.Hvað gekk illa? Í vörninni voru Víkingar ekki nógu áræðnir og gáfu andstæðingunum of mikið pláss til að vinna með. Þá átti sóknarleikurinn erfitt uppdráttar en þar vantaði sköpunargleði. Fjölnismenn hinsvegar hefðu getað skorað fleiri mörk og á öðrum degi hefðu þeir skorað úr einhverjum af þessum færum sem þeir fengu.Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson var flottur í dag, hann skoraði eitt mark og fiskaði víti fyrir Fjölni. Þórir Guðjónsson misnotaði vítaspyrnuna en skoraði mark og var hættulegur. Spilið fór mest í gegnum Birni Snæ sem kom liðsfélögunum í góðar stöður. Andreas Larsen var besti maður Víkinga í dag, hann varði vítaspyrnu og varði nokkrum sinnum vel á milli stanganna.Hvað gerist næst? Fjölnismenn fara upp í 9 stig og fara upp í efri helming töflunnar. Víkingar loða við botninn og gæti fallbarátta verið framundan hjá þeim.Logi Ólafsson: Frammistaða liðsins vonbrigði „Auðvitað er frammistaða liðsins vonbrigði, sérstaklega hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við förum að ráði okkar í fyrri hálfleik og það fer eiginlega með leikinn fyrir okkar hönd,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. „Þeir komast í 2-0 og það verður erfitt að sækja en í stöðunni 1-0 áttum við góð færi. Við vorum eftir í öllum aðgerðum, tókum slæmar ákvarðanir, áttum lélegar sendingar. Það er alveg saman hvar við berum liðin saman, við vorum lélegir á öllum sviðum.“ Heimamenn urðu fyrir skakkaföllum þegar Sölvi Geir Ottesen þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik og Halldór Smári Sigurðsson líka þegar lítið var búið af seinni hálfleik, báðir vegna meiðsla. „Við reiðum leik okkar svolítið mikið á þessa tvo menn og því miður, þá þurftu þeir báðir að yfirgefa völlinn. Þeir eru okkar sterkasta vopn í föstum leikatriðum og verjast vel líka. Þeir komast reyndar í 2-0 þegar þeir voru inn á þannig að það hefur ekki allt að segja.” „Ég hélt þeir væru ekki tæpir en það er stutt síðan við spiluðum síðast og þetta er mikið álag og það er kannski það sem veldur.“ Víkingur skoraði þegar lítið var eftir en markið kom of seint fyrir þá. „Það hefði getað verið nægur tími, við erum í færum eftir að við skorum þetta mark þannig að við hefðum með heppni kannski getað labbað í burtu með eitt stig.“ Ólafur Páll Snorrason: Stefnum á okkar markmið „Ég er gríðarlega ánægður, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur, það eru stórir og sterki strákar í þessu Víkingsliði. Við vorum kannski klaufar að ná ekki þriðja markinu í fyrri hálfleiknum og klára leikinn en þetta var óþarflega stressandi í lokin.“ Fjölnisliðið átti góðan leik og spilað mjög vel. „Við spiluðum gríðarlega vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum og ég er ánægður með leikinn. Eins og ég segi, við hefðum kannski átt að klára leikinn í fyrri hálfleik en við fengum fullt af upphlaupum og færum til þess að klára leikinn og við gerðum það ekki og þess vegna varð þetta svolítið stressandi í lokin.“ „Ég er ánægður með sigurinn á erfiðum útivelli. Við erum með okkar markmið sem við stefnum á og við erum á leiðinni þangað, þegar þeim hefur verið náð þá skoðum við stöðuna.“ Sagði Ólafur Páll að lokum. Almarr: Erum að spila fínan fótbolta „Að mörgu leyti var þetta fínt, þetta er í fyrsta skipti í sumar sem við náum tveggja marka forystu sem er jákvætt en við áttum að gera algjörlega út um leikinn og skorað þriðja markið. Þá hefðum við getað verið aðeins rólegri í lokin en að koma hingað og ná í sigur er sterkt,” sagði Almarr Ormarsson, miðjumaður Fjölnis. „Ég er búinn að vera segja það allt sumar, við erum að spila fínan fótbolta, um leið og við róumst aðeins og náum boltanum niður á jörðina þá erum við drulluseigir en kannski óþarfi að fá þetta mark á okkur í lokin.“ Víkingar skoruðu mark seint í leiknum og settu smá pressu á þá til að ná inn öðru marki og þá kom smá óróleiki í Fjölnisliðið. „Að sjálfsögðu, við erum búnir að vera að fá mörk á okkur undir lok leikja og þegar það er að gerast, verður maður alltaf smá stressaður. Þeir fá hornspyrnu í lokin og eru nálægt því að skora úr henni og auðvitað er stress í mannskapnum þá.“ „Þetta er bara annar sigurinn okkar þrátt fyrir að spila vel og það hefði verið hundfúlt að fá á okkur jöfnunarmark í lokin, þannig að ég er ánægður með að við skyldum klára þetta.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni 6. umferð Pepsí-deildar karla í dag. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því mikið í húfi fyrir liðin. Fjölnismenn skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik og voru með stjórn á leiknum. Þeir sýndu góða frammistöðu í seinni hálfleik en heimamenn náðu að setja mark alveg í lokin. Víkingar fengu nokkur færi í viðbót til að jafna en inn vildi boltinn ekki. Fjölnismenn fara því heim með 3 stig.Af hverju vann Fjölnir? Þeir sýndu mun betri frammistöðu en Víkingur í dag. Þeir voru með stjórn á leiknum nánast allan tímann og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þeir fengu víti sem Þórir Guðjónsson klúðraði og þá átti Birnir Snær að klára leikinn í uppbótartíma.Hvað gekk illa? Í vörninni voru Víkingar ekki nógu áræðnir og gáfu andstæðingunum of mikið pláss til að vinna með. Þá átti sóknarleikurinn erfitt uppdráttar en þar vantaði sköpunargleði. Fjölnismenn hinsvegar hefðu getað skorað fleiri mörk og á öðrum degi hefðu þeir skorað úr einhverjum af þessum færum sem þeir fengu.Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson var flottur í dag, hann skoraði eitt mark og fiskaði víti fyrir Fjölni. Þórir Guðjónsson misnotaði vítaspyrnuna en skoraði mark og var hættulegur. Spilið fór mest í gegnum Birni Snæ sem kom liðsfélögunum í góðar stöður. Andreas Larsen var besti maður Víkinga í dag, hann varði vítaspyrnu og varði nokkrum sinnum vel á milli stanganna.Hvað gerist næst? Fjölnismenn fara upp í 9 stig og fara upp í efri helming töflunnar. Víkingar loða við botninn og gæti fallbarátta verið framundan hjá þeim.Logi Ólafsson: Frammistaða liðsins vonbrigði „Auðvitað er frammistaða liðsins vonbrigði, sérstaklega hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við förum að ráði okkar í fyrri hálfleik og það fer eiginlega með leikinn fyrir okkar hönd,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. „Þeir komast í 2-0 og það verður erfitt að sækja en í stöðunni 1-0 áttum við góð færi. Við vorum eftir í öllum aðgerðum, tókum slæmar ákvarðanir, áttum lélegar sendingar. Það er alveg saman hvar við berum liðin saman, við vorum lélegir á öllum sviðum.“ Heimamenn urðu fyrir skakkaföllum þegar Sölvi Geir Ottesen þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik og Halldór Smári Sigurðsson líka þegar lítið var búið af seinni hálfleik, báðir vegna meiðsla. „Við reiðum leik okkar svolítið mikið á þessa tvo menn og því miður, þá þurftu þeir báðir að yfirgefa völlinn. Þeir eru okkar sterkasta vopn í föstum leikatriðum og verjast vel líka. Þeir komast reyndar í 2-0 þegar þeir voru inn á þannig að það hefur ekki allt að segja.” „Ég hélt þeir væru ekki tæpir en það er stutt síðan við spiluðum síðast og þetta er mikið álag og það er kannski það sem veldur.“ Víkingur skoraði þegar lítið var eftir en markið kom of seint fyrir þá. „Það hefði getað verið nægur tími, við erum í færum eftir að við skorum þetta mark þannig að við hefðum með heppni kannski getað labbað í burtu með eitt stig.“ Ólafur Páll Snorrason: Stefnum á okkar markmið „Ég er gríðarlega ánægður, ég vissi að þetta yrði erfiður leikur, það eru stórir og sterki strákar í þessu Víkingsliði. Við vorum kannski klaufar að ná ekki þriðja markinu í fyrri hálfleiknum og klára leikinn en þetta var óþarflega stressandi í lokin.“ Fjölnisliðið átti góðan leik og spilað mjög vel. „Við spiluðum gríðarlega vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, mér fannst við vera með yfirhöndina í leiknum og ég er ánægður með leikinn. Eins og ég segi, við hefðum kannski átt að klára leikinn í fyrri hálfleik en við fengum fullt af upphlaupum og færum til þess að klára leikinn og við gerðum það ekki og þess vegna varð þetta svolítið stressandi í lokin.“ „Ég er ánægður með sigurinn á erfiðum útivelli. Við erum með okkar markmið sem við stefnum á og við erum á leiðinni þangað, þegar þeim hefur verið náð þá skoðum við stöðuna.“ Sagði Ólafur Páll að lokum. Almarr: Erum að spila fínan fótbolta „Að mörgu leyti var þetta fínt, þetta er í fyrsta skipti í sumar sem við náum tveggja marka forystu sem er jákvætt en við áttum að gera algjörlega út um leikinn og skorað þriðja markið. Þá hefðum við getað verið aðeins rólegri í lokin en að koma hingað og ná í sigur er sterkt,” sagði Almarr Ormarsson, miðjumaður Fjölnis. „Ég er búinn að vera segja það allt sumar, við erum að spila fínan fótbolta, um leið og við róumst aðeins og náum boltanum niður á jörðina þá erum við drulluseigir en kannski óþarfi að fá þetta mark á okkur í lokin.“ Víkingar skoruðu mark seint í leiknum og settu smá pressu á þá til að ná inn öðru marki og þá kom smá óróleiki í Fjölnisliðið. „Að sjálfsögðu, við erum búnir að vera að fá mörk á okkur undir lok leikja og þegar það er að gerast, verður maður alltaf smá stressaður. Þeir fá hornspyrnu í lokin og eru nálægt því að skora úr henni og auðvitað er stress í mannskapnum þá.“ „Þetta er bara annar sigurinn okkar þrátt fyrir að spila vel og það hefði verið hundfúlt að fá á okkur jöfnunarmark í lokin, þannig að ég er ánægður með að við skyldum klára þetta.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti