Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 09:00 Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Vísir/Getty Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld. Mál R. Kelly Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld.
Mál R. Kelly Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira