Vilja að lagalistarnir endurspegli gildi Spotify Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 09:00 Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Vísir/Getty Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld. Mál R. Kelly Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur fjarlægt tónlist R Kelly af öllum lagalistum sínum. Notendur munu enn geta fundið tónlist R&B söngvarans með því að leita að nafni tónlistarmannsins eða lagaheitum. Spotify mun þó ekki lengur koma því á framfæri með neinum hætti og mun hans tónlist því ekki sjást á topplistum í framtíðinni, né birtast sem uppástungur að áhugaverðu efni fyrir notendur samkvæmt frétt BBC. Þessi ákvörðun er tekin sem hluti af nýrri stefnu fyrirtækisins um hatursefni og hatursfulla hegðun. Það sama mun gilda um tónlist rapparans XXXTentacion. R Kelly hefur margoft verið sakaður um kynferðisofbeldi í gegnum árin. „Við ritskoðum ekki efni vegna hegðun tónlistarmanna,“ sagði talsmaður Spotify í samtali við Newsbeat. „En við viljum að okkar ákvarðanir og lagalistarnir okkar endurspegli okkar gildi.“ Hegðun mun hafa áhrif Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Time's Up hreyfingin sem fór af stað í kjölfar #MeToo, studdi þessa herferð og einnig stjörnur eins og tónlistarmaðurinn John Legend og leikkonan Lupita Nyong'o. Herferðin hvatti til þess að útgáfufyrirtæki R Kelly, tónleikaskipuleggjendur, streymisveitur og útvarpsstöðvar hættu að styðja söngvarann. Þessi nýja stefna Spotify hefur verið í undirbúningi í nokkra mánuði og snýr að efni sem auglýsir, talar fyrir eða hvetur til haturs eða ofbeldis gegn hópum eða einstaklingum vegna til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, þjóðernis, fötlunar eða kynhneigðar. Notendur Spotify munu samt áfram hafa valmöguleikann á því að setja tónlist R Kelly á sína persónulegu lagalista, þetta gildir bara um þá lagalista sem Spotify gerir eða kynnir. „Þegar listamaður eða höfundur gerir eitthvað sem er sérstaklega skaðlegt eða hatursfullt, gæti það haft áhrif á það hvernig við vinnum með eða styðjum viðkomandi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Spotify um málið. #MeToo herferðinni hefur því nú tekist það sem margir hafa áður reynt án árangurs, að þagga niður í R Kelly. Tónleikum í Chicago var frestað fyrir viku og sagði R Kelly að það hafi verið vegna sögusagna. Mótmælendur reyna nú að koma í veg fyrir að R Kelly fái að koma fram á tónleikum í North Carolina í kvöld.
Mál R. Kelly Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira