„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 11:45 Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. Felix Bergsson vonar að hann biðjist afsökunar. Vísir Portúgalska söngvaranum Salvador Sobral tókst að móðga keppendur og aðdáendur Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Margir segja að hann þurfi að biðjast afsökunar, þar á meðal Felix Bergsson. Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópu og vann keppnina á síðasta ári með laginu Amar Pelos Dios sem hann samdi ásamt systur sinni Luísu Sobral. Á Eurovision-aðdáendasíðunni Wiwibloggs er sagt frá því iað Sobral hafi talað niður keppnina í viðtali við portúgalska dagblaðið Publico. Sagðist hann heppinn að þurfa ekki að hlusta af neitt af lögunum sem taka þátt í ár og gagnrýndi einnig framlag Ísrael sem er spáð í efstu þremur sætunum í keppninni. „Ég þekki bara lögin frá Portúgal og Ísrael, því að Youtube neyddi mig til að sjá það. Youtube hélt að mér myndi líka lagið frá Ísrael. Ég opnaði það og lagið er hræðilegt. Sem betur fer þarf ég ekki að hlusta á neitt í ár.“ Netta Barzilai sem flytur lagið Toy fyrir hönd Ísrael og ákvað hún að senda bara ást á Twitter til Sobral eftir að frétta af ummælum hans. Felix Bergsson skrifaði á Facebook síðu sína í gær að hann vonaði að Salvador biðjist afsökunar á hrokafullum ummælum sínum „sem eru að valda Portúgölum miklu hugarangri og aðdáendum SS vonbrigðum.“ Sagði hann Sobral móðga aðra listamenn á einstaklega klaufalegan máta. Gagnrýndi Felix þar einnig ritskoðun Kína en eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Samband evrópskra sjónvarpsstöðva bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að sýna frá keppninni. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagsins og fóru frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu í undankeppninni.það gengur mikið á í Eurovision þessa dagana. Salvador Sobral var varla búinn að sleppa orðinu og móðga aðra listamenn á... Posted by Felix Bergsson on Thursday, May 10, 2018 Jacques Houdek, sem keppti fyrir hönd Króatíu í keppninni á síðasta ári með laginu My Friend, er líka í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt Sobral harðlega fyrir ummælin. „SKAMMASTU ÞÍN, Salvador Sobral!!! SKAMMASTU ÞÍN!!! Er það svona sem sigurvegari Eurovision á að tala opinberlega? Þú reyndir svo mikið að sýna þig sem auðmjúkan mann, sem sannan listamann og þú gætir hafa blekkt alla Evrópu, en þú platar mig ekki!“ Houdek segir að Sobral ætti að biðjast strax afsökunar á ummælum sínum og hegðun.SHAME ON YOU, Salvador Sobral!!! SHAME ON YOU!!! Is this how a winner of the Eurovision Song Contest is supposed to... Posted by JACQUES HOUDEK on Wednesday, May 9, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngvarinn móðgar keppendur og aðdáendur Eurovision. Eftir keppnina á síðasta ári líkti hann tónlistinni í Eurovision við skyndibita, lög með enga merkingu eða innihald. Líkti hann samt eigin lagi við heilbrigða máltíð. Í viðtalinu núna sagði hann að ekkert hafi breyst eftir að hann vann keppnina. Sobral var fagnað eins og þjóðhetju við heimkomuna eftir keppnina því að þetta var í fyrsta skipti sem Portúgal vann eftir að hafa tekið þátt 49 sinnum frá árinu 1964. Í viðtalinu við Publico segir Sobral að það hafi ekki verið auðvelt að koma heim sem sigurvegari keppninnar. „Þetta var erfitt. Ég var þreyttur á að gráta. Ég sagði við sjálfan mig „hvað geri ég?“ Ég gat ekki farið út.“ Sobral gekkst undir hjartaígræðslu í desember á síðasta ári en aðgerðin var framkvæmd á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Sobral mun flytja sigurlagið sitt aftur á úrslitakvöldi keppninnar á laugardag.Hér að neðan má hlusta á framlag Ísrael til keppninnar í ár. Eurovision Tengdar fréttir Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Salvador Sobral heillaði Evrópubúa upp úr skónum með einlægri framkomu og yndisfögrum söng. 14. maí 2017 10:12 Konan sem á að rústa Eurovision Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. 12. apríl 2018 13:30 Sobral kominn með nýtt hjarta "Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma. 9. desember 2017 21:59 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Portúgalska söngvaranum Salvador Sobral tókst að móðga keppendur og aðdáendur Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Margir segja að hann þurfi að biðjast afsökunar, þar á meðal Felix Bergsson. Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópu og vann keppnina á síðasta ári með laginu Amar Pelos Dios sem hann samdi ásamt systur sinni Luísu Sobral. Á Eurovision-aðdáendasíðunni Wiwibloggs er sagt frá því iað Sobral hafi talað niður keppnina í viðtali við portúgalska dagblaðið Publico. Sagðist hann heppinn að þurfa ekki að hlusta af neitt af lögunum sem taka þátt í ár og gagnrýndi einnig framlag Ísrael sem er spáð í efstu þremur sætunum í keppninni. „Ég þekki bara lögin frá Portúgal og Ísrael, því að Youtube neyddi mig til að sjá það. Youtube hélt að mér myndi líka lagið frá Ísrael. Ég opnaði það og lagið er hræðilegt. Sem betur fer þarf ég ekki að hlusta á neitt í ár.“ Netta Barzilai sem flytur lagið Toy fyrir hönd Ísrael og ákvað hún að senda bara ást á Twitter til Sobral eftir að frétta af ummælum hans. Felix Bergsson skrifaði á Facebook síðu sína í gær að hann vonaði að Salvador biðjist afsökunar á hrokafullum ummælum sínum „sem eru að valda Portúgölum miklu hugarangri og aðdáendum SS vonbrigðum.“ Sagði hann Sobral móðga aðra listamenn á einstaklega klaufalegan máta. Gagnrýndi Felix þar einnig ritskoðun Kína en eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Samband evrópskra sjónvarpsstöðva bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að sýna frá keppninni. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagsins og fóru frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu í undankeppninni.það gengur mikið á í Eurovision þessa dagana. Salvador Sobral var varla búinn að sleppa orðinu og móðga aðra listamenn á... Posted by Felix Bergsson on Thursday, May 10, 2018 Jacques Houdek, sem keppti fyrir hönd Króatíu í keppninni á síðasta ári með laginu My Friend, er líka í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt Sobral harðlega fyrir ummælin. „SKAMMASTU ÞÍN, Salvador Sobral!!! SKAMMASTU ÞÍN!!! Er það svona sem sigurvegari Eurovision á að tala opinberlega? Þú reyndir svo mikið að sýna þig sem auðmjúkan mann, sem sannan listamann og þú gætir hafa blekkt alla Evrópu, en þú platar mig ekki!“ Houdek segir að Sobral ætti að biðjast strax afsökunar á ummælum sínum og hegðun.SHAME ON YOU, Salvador Sobral!!! SHAME ON YOU!!! Is this how a winner of the Eurovision Song Contest is supposed to... Posted by JACQUES HOUDEK on Wednesday, May 9, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngvarinn móðgar keppendur og aðdáendur Eurovision. Eftir keppnina á síðasta ári líkti hann tónlistinni í Eurovision við skyndibita, lög með enga merkingu eða innihald. Líkti hann samt eigin lagi við heilbrigða máltíð. Í viðtalinu núna sagði hann að ekkert hafi breyst eftir að hann vann keppnina. Sobral var fagnað eins og þjóðhetju við heimkomuna eftir keppnina því að þetta var í fyrsta skipti sem Portúgal vann eftir að hafa tekið þátt 49 sinnum frá árinu 1964. Í viðtalinu við Publico segir Sobral að það hafi ekki verið auðvelt að koma heim sem sigurvegari keppninnar. „Þetta var erfitt. Ég var þreyttur á að gráta. Ég sagði við sjálfan mig „hvað geri ég?“ Ég gat ekki farið út.“ Sobral gekkst undir hjartaígræðslu í desember á síðasta ári en aðgerðin var framkvæmd á Santa Cruz-sjúkrahúsinu í Lissabon, höfuðborg Portúgal. Sobral mun flytja sigurlagið sitt aftur á úrslitakvöldi keppninnar á laugardag.Hér að neðan má hlusta á framlag Ísrael til keppninnar í ár.
Eurovision Tengdar fréttir Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Salvador Sobral heillaði Evrópubúa upp úr skónum með einlægri framkomu og yndisfögrum söng. 14. maí 2017 10:12 Konan sem á að rústa Eurovision Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. 12. apríl 2018 13:30 Sobral kominn með nýtt hjarta "Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma. 9. desember 2017 21:59 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Salvador Sobral heillaði Evrópubúa upp úr skónum með einlægri framkomu og yndisfögrum söng. 14. maí 2017 10:12
Konan sem á að rústa Eurovision Hin 25 ára Netta Barzilai frá Ísrael er talin langlíklegust til að vinna Eurovision í Lissabon í næsta mánuði. 12. apríl 2018 13:30
Sobral kominn með nýtt hjarta "Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma. 9. desember 2017 21:59