Óútskýrð hækkun bílatrygginga Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2018 06:00 Þótt umferðarslysum fækki og bílverð lækki hækka bílatryggingar langt umfram almennt verðlag. Vísir/Anton Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er því um 16,5% hækkun að ræða umfram almennar verðlagshækkanir. Fram kemur einnig í könnun Verðlagseftirlits ASÍ að ýmsir ytri áhrifaþættir eru þó hagstæðir fyrir tryggingafélögin eins og miklar verðlækkanir á bílum, sem nema 13% og 22% verðlækkun á varahlutum á sama tíma, auk þess sem umferðarslysum fer fækkandi. Þrátt fyrir þetta sjá tryggingafélögin ástæðu til að hækka verð á bílatryggingum, þau hagnast sem aldrei fyrr og greiða á sama tíma út milljarða í arð. Samanlagður hagnaður íslensku tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 5.322 milljónum.Lækkað verð bíla og varahluta Styrking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að verð á bílum hefur lækkað um 13,28% og verð á varahlutum um 21,93% frá árinu 2014, en verð á bílum og varahlutum er meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á verð bílatrygginga. Það vekur því athygli hversu hratt tryggingar hafa hækkað á undanförnum árum miðað við þróun þessara áhrifaþátta. Viðskiptavinir tryggingafélaganna fá ekki að njóta góðs af jákvæðri afkomu tryggingafélaganna heldur rennur hún beint í vasa hluthafa á sama tíma og viðskiptavinir sjá verð bílatrygginga hækka ár hvert. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent
Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er því um 16,5% hækkun að ræða umfram almennar verðlagshækkanir. Fram kemur einnig í könnun Verðlagseftirlits ASÍ að ýmsir ytri áhrifaþættir eru þó hagstæðir fyrir tryggingafélögin eins og miklar verðlækkanir á bílum, sem nema 13% og 22% verðlækkun á varahlutum á sama tíma, auk þess sem umferðarslysum fer fækkandi. Þrátt fyrir þetta sjá tryggingafélögin ástæðu til að hækka verð á bílatryggingum, þau hagnast sem aldrei fyrr og greiða á sama tíma út milljarða í arð. Samanlagður hagnaður íslensku tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 5.322 milljónum.Lækkað verð bíla og varahluta Styrking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að verð á bílum hefur lækkað um 13,28% og verð á varahlutum um 21,93% frá árinu 2014, en verð á bílum og varahlutum er meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á verð bílatrygginga. Það vekur því athygli hversu hratt tryggingar hafa hækkað á undanförnum árum miðað við þróun þessara áhrifaþátta. Viðskiptavinir tryggingafélaganna fá ekki að njóta góðs af jákvæðri afkomu tryggingafélaganna heldur rennur hún beint í vasa hluthafa á sama tíma og viðskiptavinir sjá verð bílatrygginga hækka ár hvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent