Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2018 13:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Mitt stærsta verkefni í lífinu er að vera mamma og stjúpa barnanna minna. Ég legg mig fram við það verkefni eins og ég legg mig fram í vinnu minni, að vera hreinskilin, ákveðin og traust. Ég hræðist ekki að taka af skarið og koma hlutunum í verk og ég skorast ekki undan ábyrgð. Hlið sem vinir mínir og fjölskylda þekkja vel er að þegar sögð eru orð eða setningar sem ég tengi við lag eða textalínu þá vil ég byrja að syngja það lag við misjafnan fögnuð viðstaddra. Ég kann endalaust mikið af textum, en er ekki jafngóð að halda lagi í söng. Ég hef átt mestu, dýpstu og lengstu samræður við fjölskylduna mína á ferðalögum, sérstaklega þegar við erum að keyra saman, t.d. vestur í Súðavík. Á ferðalögum mínum hef ég oft tekið puttaferðalanga upp í og leyft þeim að koma með. Þannig kynntist ég t.d. fyrstu au pairinni sem var hjá okkur árið 2005, en þá var ég að keyra frá ráðstefnu á Geysi í grenjandi rigningu og bauð þremur þýskum ungmennum far. Vinir mínir segja mig góðan hlustanda og ráðgjafa. Hugmyndabanki Sveinu tekur til endalausra þátta í lífinu mínu, hvort sem það eru hugmyndir um matseld, ferðalög, aðferðir, hagræðingar, lögfræði, innkaup, ljóð, bókmenntir, íþróttir, rekstur eða ástina.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísafjarðardjúp þegar það er svartalognHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) í litlu bæjarfélagi á Vestfjörðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Snitzel með rjómasveppasósuHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er snillingur í að elda allan matUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Shoop shoop song (in his kiss) með Cher.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Senda ástarjátningar sms sem átti að fara á manninn minn í rangt símanúmer.Draumaferðalagið? Með Gizuri mínum í heimssiglingu með Cunard.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Í gæsun hjá vinkonu minni þegar henni var sagt að hún væri að fara á Útvarp sögu með mér að ræða trúmál.Hundar eða kettir? Kettir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Party með Peter Sellers.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Anna Svava Knútsdóttir.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ekki hugmynd, hef ekki séð myndina.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens.Uppáhalds bókin? Hugarfjötur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kaffi - uppáhaldsdrykkur alla daga.Uppáhalds þynnkumatur? Er aldrei þunn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Skíði.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eye of the Tiger.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Merkingar á gangbrautum.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Hallbera landsliðskona, af því að mér finnst líka maturinn á Wok on góður.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Mitt stærsta verkefni í lífinu er að vera mamma og stjúpa barnanna minna. Ég legg mig fram við það verkefni eins og ég legg mig fram í vinnu minni, að vera hreinskilin, ákveðin og traust. Ég hræðist ekki að taka af skarið og koma hlutunum í verk og ég skorast ekki undan ábyrgð. Hlið sem vinir mínir og fjölskylda þekkja vel er að þegar sögð eru orð eða setningar sem ég tengi við lag eða textalínu þá vil ég byrja að syngja það lag við misjafnan fögnuð viðstaddra. Ég kann endalaust mikið af textum, en er ekki jafngóð að halda lagi í söng. Ég hef átt mestu, dýpstu og lengstu samræður við fjölskylduna mína á ferðalögum, sérstaklega þegar við erum að keyra saman, t.d. vestur í Súðavík. Á ferðalögum mínum hef ég oft tekið puttaferðalanga upp í og leyft þeim að koma með. Þannig kynntist ég t.d. fyrstu au pairinni sem var hjá okkur árið 2005, en þá var ég að keyra frá ráðstefnu á Geysi í grenjandi rigningu og bauð þremur þýskum ungmennum far. Vinir mínir segja mig góðan hlustanda og ráðgjafa. Hugmyndabanki Sveinu tekur til endalausra þátta í lífinu mínu, hvort sem það eru hugmyndir um matseld, ferðalög, aðferðir, hagræðingar, lögfræði, innkaup, ljóð, bókmenntir, íþróttir, rekstur eða ástina.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísafjarðardjúp þegar það er svartalognHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) í litlu bæjarfélagi á Vestfjörðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Snitzel með rjómasveppasósuHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er snillingur í að elda allan matUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Shoop shoop song (in his kiss) með Cher.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Senda ástarjátningar sms sem átti að fara á manninn minn í rangt símanúmer.Draumaferðalagið? Með Gizuri mínum í heimssiglingu með Cunard.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Í gæsun hjá vinkonu minni þegar henni var sagt að hún væri að fara á Útvarp sögu með mér að ræða trúmál.Hundar eða kettir? Kettir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Party með Peter Sellers.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Anna Svava Knútsdóttir.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ekki hugmynd, hef ekki séð myndina.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens.Uppáhalds bókin? Hugarfjötur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kaffi - uppáhaldsdrykkur alla daga.Uppáhalds þynnkumatur? Er aldrei þunn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Skíði.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eye of the Tiger.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Merkingar á gangbrautum.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Hallbera landsliðskona, af því að mér finnst líka maturinn á Wok on góður.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira