Oddvitaáskorunin: Kastaði vatnsblöðrum á Blómvallagötunni Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2018 13:00 Björg Kristín Sigþórsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Björg Kristín Sigþórsdóttir leiðir Höfuðborgarlistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd á Húsavík þann 23. mars 1970, þaðan er fjölskylda mín og þar á ég rætur. Sem barn var ég mörg sumur á Húsavík með ættingjum mínum og þar líður mér vel. Í Reykjavík ólst ég upp í Vesturbænum í KR blokkinni og var KR mitt annað heimili. Stundaði frjálsar íþróttir á Melavellinum, var liðtæk í handbolta og æfði knattspyrnu með KR. Ég hef komið að margvíslegum verkefnum og hef öðlast reynslu á mörgum, ólíkum sviðum. Var snemma ábyrg af því ég ólst upp í fjölskyldufyrirtæki þar sem ég kom að stjórnun, mannahaldi og markaðsmálum. Frá árinu 2001-2017 hef ég verið í sjálfstæðum atvinnurekstri með góðum árangri. Á þeim tíma hef ég ferðast mikið og bæði kynnst og unnið með fjölda fólks. Með eldmóð og framkvæmdakraft legg ég á mig þá vinnu sem þörf er á til að ná markmiðum, því ég hef góða yfirsýn og er lausnamiðuð. Ég ber með mér sterkan persónuleika sem hefur mótast í gegnum árin við störf mín sem stjórnandi á vinnumarkaðnum. Ég er fær á sviðum sem tengjast hugmyndaþróun, nýsköpun, tekjusköpun og áætlanagerð. Samkvæmt vinum mínum er ég að eðlisfari áreiðanleg, traust og hreinskilin. Mig langar til að nýta þessa hæfileika mína í þágu borgarbúa fái ég tækifæri til þess.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég er fædd á Húsavík og er með sterkar rætur í Þingeyjarsýslu. Ásbyrgi og Mývatn eru fallegir staðir sem ég hef góðar minnigar frá.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Á Húsavík, því þar sleit ég barnsskónum og þar líður mér vel.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur er besti matur sem ég fæ, grillaður, steikur og soðinn. Ég matreiði fisk oft í viku þess á milli finnst mér best að borða næringarríkan, hollan og léttan mat.Hvaða mat ert þú best að elda? Ég er best í að útbúa gómsæta fiskrétti og baka snilldar kanelsnúða sem krakkarnir mínir elska.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Chaka Khan, Ain't Nobody.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er svo margt og erfitt að velja úr, það er lífið :)Draumaferðalagið? Ég er búin að njóta þess að fara marga hringi í kringum Ísland í gegnum árin en núna langar mig til að fara hringinn í kringum jörðina og kynnast menningu og fólki í öðrum löndum.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég lifi hér og nú og nýt hvers einasta augnabliks. Það sem tekur við eftir það er úr mínum höndum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það er af mörgu að taka en það sem þolir hvað best dagsljósið er þegar ég bjó á efstu hæð á Blómvallagötunni. Þá beið ég eftir fórnarlömbum í eldhúsglugganum, að einhver kæmi gangangi gegnum portið, henti þá niður blöðru fullri af vatni og urðu margir fyrir vatnsgusunni.Hundar eða kettir? Dýr eru yndisleg og góðir félagar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Count of Monte Cristo; allt innifalið, bardagar, ást og svik.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Demi Moore, ég er alltaf svo veik fyrir myndinni Ghost. Hún er sjálfstæð og kraftmikil.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Queen Daenerys, hún er ákveðin, snjöll og fylgin sér.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei aldrei.Uppáhalds tónlistarmaður? Núna er Sverrir Bergmann minn uppáhalds, en auðvitað á ég marga aðra eins og Vilhjálm Vilhjálmsson og Björgvin Halldórsson.Uppáhalds bókin? Ég les alla jafna fræðibækur, en þessi bók Red Dragon eftir Tom Harris er spenna frá upphafi til enda.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Föstudagsdrykkur Bjargar: Uppskriftin er; vanillushake, 10 jarðarber, ⅓ banani og hnefafylli af klökum. Hollur og góður.Uppáhalds þynnkumatur? Egg og bacon (þá sjaldan maður lyftir sér upp)Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Dass af báðu, kann vel við fjölbreytileikaHefur þú pissað í sundlaug? Hver er að semja þessar spurningar? HA HA HAHvaða lag kemur þér í gírinn? Ég ætla að skemmta mér, Albatross.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já ég vil að það sé hlustað meira á íbúa borgarinnar og tekið tillit til þeirra þarfa og athugasemda.Á að banna flugelda? Flugeldar um áramót eru hluti af okkar menningu, en við þurfum samt að fara varlega vegna svifryks mengunar og gæta að öryggismálum.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Sara Björk Gunnarsdóttir, af því hún er glæsileg fyrirmynd, bæði innanlands og utan.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Björg Kristín Sigþórsdóttir leiðir Höfuðborgarlistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd á Húsavík þann 23. mars 1970, þaðan er fjölskylda mín og þar á ég rætur. Sem barn var ég mörg sumur á Húsavík með ættingjum mínum og þar líður mér vel. Í Reykjavík ólst ég upp í Vesturbænum í KR blokkinni og var KR mitt annað heimili. Stundaði frjálsar íþróttir á Melavellinum, var liðtæk í handbolta og æfði knattspyrnu með KR. Ég hef komið að margvíslegum verkefnum og hef öðlast reynslu á mörgum, ólíkum sviðum. Var snemma ábyrg af því ég ólst upp í fjölskyldufyrirtæki þar sem ég kom að stjórnun, mannahaldi og markaðsmálum. Frá árinu 2001-2017 hef ég verið í sjálfstæðum atvinnurekstri með góðum árangri. Á þeim tíma hef ég ferðast mikið og bæði kynnst og unnið með fjölda fólks. Með eldmóð og framkvæmdakraft legg ég á mig þá vinnu sem þörf er á til að ná markmiðum, því ég hef góða yfirsýn og er lausnamiðuð. Ég ber með mér sterkan persónuleika sem hefur mótast í gegnum árin við störf mín sem stjórnandi á vinnumarkaðnum. Ég er fær á sviðum sem tengjast hugmyndaþróun, nýsköpun, tekjusköpun og áætlanagerð. Samkvæmt vinum mínum er ég að eðlisfari áreiðanleg, traust og hreinskilin. Mig langar til að nýta þessa hæfileika mína í þágu borgarbúa fái ég tækifæri til þess.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég er fædd á Húsavík og er með sterkar rætur í Þingeyjarsýslu. Ásbyrgi og Mývatn eru fallegir staðir sem ég hef góðar minnigar frá.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Á Húsavík, því þar sleit ég barnsskónum og þar líður mér vel.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur er besti matur sem ég fæ, grillaður, steikur og soðinn. Ég matreiði fisk oft í viku þess á milli finnst mér best að borða næringarríkan, hollan og léttan mat.Hvaða mat ert þú best að elda? Ég er best í að útbúa gómsæta fiskrétti og baka snilldar kanelsnúða sem krakkarnir mínir elska.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Chaka Khan, Ain't Nobody.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það er svo margt og erfitt að velja úr, það er lífið :)Draumaferðalagið? Ég er búin að njóta þess að fara marga hringi í kringum Ísland í gegnum árin en núna langar mig til að fara hringinn í kringum jörðina og kynnast menningu og fólki í öðrum löndum.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég lifi hér og nú og nýt hvers einasta augnabliks. Það sem tekur við eftir það er úr mínum höndum.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það er af mörgu að taka en það sem þolir hvað best dagsljósið er þegar ég bjó á efstu hæð á Blómvallagötunni. Þá beið ég eftir fórnarlömbum í eldhúsglugganum, að einhver kæmi gangangi gegnum portið, henti þá niður blöðru fullri af vatni og urðu margir fyrir vatnsgusunni.Hundar eða kettir? Dýr eru yndisleg og góðir félagar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Count of Monte Cristo; allt innifalið, bardagar, ást og svik.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Demi Moore, ég er alltaf svo veik fyrir myndinni Ghost. Hún er sjálfstæð og kraftmikil.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Queen Daenerys, hún er ákveðin, snjöll og fylgin sér.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei aldrei.Uppáhalds tónlistarmaður? Núna er Sverrir Bergmann minn uppáhalds, en auðvitað á ég marga aðra eins og Vilhjálm Vilhjálmsson og Björgvin Halldórsson.Uppáhalds bókin? Ég les alla jafna fræðibækur, en þessi bók Red Dragon eftir Tom Harris er spenna frá upphafi til enda.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Föstudagsdrykkur Bjargar: Uppskriftin er; vanillushake, 10 jarðarber, ⅓ banani og hnefafylli af klökum. Hollur og góður.Uppáhalds þynnkumatur? Egg og bacon (þá sjaldan maður lyftir sér upp)Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Dass af báðu, kann vel við fjölbreytileikaHefur þú pissað í sundlaug? Hver er að semja þessar spurningar? HA HA HAHvaða lag kemur þér í gírinn? Ég ætla að skemmta mér, Albatross.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já ég vil að það sé hlustað meira á íbúa borgarinnar og tekið tillit til þeirra þarfa og athugasemda.Á að banna flugelda? Flugeldar um áramót eru hluti af okkar menningu, en við þurfum samt að fara varlega vegna svifryks mengunar og gæta að öryggismálum.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Sara Björk Gunnarsdóttir, af því hún er glæsileg fyrirmynd, bæði innanlands og utan.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira