Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Keflavík 0-0 │ Markalaust við erfiðar aðstæður á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. maí 2018 22:30 Sindri Kristinn átti mjög góðan leik á Akureyri í kvöld vísir/ernir Keflavík og KA gerðu markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í kvöld. Leiksins verður seint minnst fyrir áferðarfallega knattspyrnu en leikmönnum til varnar voru vallaraðstæður vart boðlegar. KA-menn þurftu að gera breytingu á byrjunarliði sínu á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez fékk boltann í höfuðið í upphitun og kom Aron Elí Gíslason því inn í markið og lék sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. Leikurinn var varla byrjaður þegar fyrsta færið leit dagsins ljós og það voru KA-menn sem áttu það en Keflvíkingum tókst að bjarga á síðustu stundu. KA-menn hófu leikinn af miklum krafti og pressuðu Keflvíkinga stíft til að byrja með. Eftir fimmtán mínútna leik fékk Ásgeir Sigurgeirsson gott færi en Sindri Kristinn Ólafsson sá við honum. Í kjölfarið tók við afar bragðdaufur hálftími þar sem hvorugt lið náði að tengja margar sendingar en baráttan var þeim mun harðari og háðu þeir Einar Orri Einarsson og Aleksandar Trninic ófáar orrustur, bæði í loftinu og á jörðu niðri. Staðan í hálfleik engu að síður jöfn. Upphafsmínútur síðari hálfleiks voru á sömu leið og stærstur hluti fyrri hálfleiks þó KA-menn hafi verið eilítið líklegri. Á 67.mínútu komust heimamenn mjög nálægt því að komast yfir þegar Ísak Óli Ólafsson skallaði boltann í átt að eigin marki en bróðir hans, Sindri Kristinn, sýndi mögnuð viðbrögð og tókst að bjarga marki með frábærri markvörslu. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn í lið KA eftir 70 mínútna leik og hann hleypti nýju lífi í sóknarleik KA-manna auk þess sem innköstin hans sköpuðu mikla hættu. Daníel Hafsteinsson komst nálægt því að skora eftir eitt slíkt á 83.mínútu en skot Daníels fór í varnarmann Keflavíkur og náðu gestirnir að bægja hættunni frá í kjölfarið. Daníel var aftur nálægt því að skora á síðustu mínútu leiksins en skot hans hafnaði í þverslánni.Afhverju varð jafntefli?Hræðilegt ástand Akureyrarvallar gerði báðum liðum afar erfitt um vik að spila boltanum á milli sín og eins og gefur að skilja áttu liðin því í miklum vandræðum með að skapa sér góð marktækifæri. KA-menn fengu engu að síður nokkur ágætis færi en Sindri Kristinn Ólafsson kom Keflvíkingum til bjargar þegar á þurfti að halda og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr?KA-menn voru betra liðið úti á vellinum og Daníel Hafsteinsson átti góðan leik á miðjunni. Hann kom sér í ágætis færi í leik fárra tækifæra og skapaði mestan usla í vörn Keflvíkinga. Miðvarðaparið hjá KA stóð sína vakt afar vel og má því setja bæði Hallgrím Jónasson og Guðmann Þórisson hingað. Þá er vert að minnast á Aron Elí Gíslason sem kom inn í markið á síðustu stundu. Ekki auðvelt verkefni fyrir reynslulítinn markmann. Hann fékk vissulega ekki mikið af skotum á sig en stóð vaktina engu að síður með prýði. Í liði gestanna ber helstan að nefna Sindra Kristinn Ólafsson sem stóð á milli stanganna og skilaði heldur betur sínu. Hann varði einu sinni mjög vel frá Ásgeiri og sýndi svo frábær viðbrögð þegar hann varnaði því að Ísak Óli Ólafsson myndi skalla boltann í eigið mark. Frans Elvarsson var einnig flottur á miðju Keflvíkinga.Hvað gekk illa?Að rekja boltann. Hvorugt lið náði að byggja upp góða spilkafla stærstan hluta leiksins og er það vel skiljanlegt í ljósi vallaraðstæðna. Gott dæmi um ástand vallarins var þegar boltinn snarstöðvaðist á dauðum grasbletti þegar Elfar Árni Aðalsteinsson var á leið í skyndisókn. Hvað gerist næst? KA-menn eru á leiðinni í tvo útileiki og fagna því að fá að spila við betri aðstæður. Fyrst mæta þeir KR í deildinni og svo FH í bikarnum. Alvöru prógram. Keflvíkingar fá Eyjamenn í heimsókn á sunnudag í uppgjöri tveggja neðstu liða deildarinnar um þessar mundir. Einkunnir má sjá með að smella á Liðin hér fyrir ofan.Maður leiksins - Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Túfa: Sköpuðum nógu mikið af færum til að vinna leikinnSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA.visir/stefánTúfa, þjálfari KA-manna, var svekktur með úrslitin og segir frammistöðu sinna manna hafa verðskuldað meira en eitt stig. „Ég er alls ekki sáttur með úrslitin. Við ætluðum okkur sigur og það er alltaf þannig þegar við spilum á heimavelli. Mér fannst þetta samt góður leikur af okkar hálfu og við sköpuðum nógu mikið af færum til að vinna þennan baráttuleik. Völlurinn bauð ekki upp á fallegan fótbolta og ég er í raun bara sár fyrir hönd leikmanna og stuðningsmanna að við höfum ekki náð að skora hérna undir restina.“ „Mér fannst við gera allt til að vinna leikinn. Við vorum að hlaupa og berjast um alla bolta af því að völlurinn var þannig. Við gáfum allt í þetta og áttum að ná að klára einhver af þessum færum,“ segir Túfa. Hvernig horfði atvikið með Martinez við þjálfaranum? „Ég sá bara þegar upphitunin var að klárast að hann liggur á grasinu. Hann fékk boltann í hausinn eftir því sem ég heyrði og hann var ekki í standi til að spila leikinn. Aron Elí kom í markið og var frábær. Hann stóð sig mjög vel. Þetta er strákur sem er að bæta sig á hverjum degi.“ „Við áttum möguleika á að setja Rajko í markið en við treystum Aroni bara fullkomlega í þetta,“ sagði Túfa. Guðlaugur: Erfiðari aðstæður en við bjuggumst viðGuðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð sáttur við uppskeru kvöldsins en segir aðstæður á Akureyrarvelli enn verri en hann hafi búist við. „Við erum sáttir með stigið. Þetta var ekkert sérstakur fótboltaleikur og aðstæður voru gríðarlega erfiðar. Kannski erfiðari en við bjuggumst við. Þá þurfa grunnatriðin að vera á hreinu og menn verða að leggja allt í þetta.“ „Við vorum vel skipulagðir og mér fannst mikill hugur í mínu liði. Það var góður andi og mikil samstaða og við erum auðvitað að spila á móti mjög góðu fótboltaliði svo ég tek margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Guðlaugur. Keflvíkingar eru nýliðar í Pepsi-deildinni og eru enn án sigurs eftir fimm umferðir. Þrátt fyrir það er Guðlaugur bjartsýnn á framhaldið. „Deildin kemur mér ekkert á óvart. Við vissum að þetta er erfið deild. Við náðum ekki sigri í dag en þá tökum við hann á sunnudaginn í staðinn. Ég er bjartsýnn á framhaldið og við höldum ótrauðir áfram.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. 22. maí 2018 22:00
Keflavík og KA gerðu markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í kvöld. Leiksins verður seint minnst fyrir áferðarfallega knattspyrnu en leikmönnum til varnar voru vallaraðstæður vart boðlegar. KA-menn þurftu að gera breytingu á byrjunarliði sínu á síðustu stundu þar sem Cristian Martinez fékk boltann í höfuðið í upphitun og kom Aron Elí Gíslason því inn í markið og lék sinn fyrsta alvöru mótsleik í meistaraflokki. Leikurinn var varla byrjaður þegar fyrsta færið leit dagsins ljós og það voru KA-menn sem áttu það en Keflvíkingum tókst að bjarga á síðustu stundu. KA-menn hófu leikinn af miklum krafti og pressuðu Keflvíkinga stíft til að byrja með. Eftir fimmtán mínútna leik fékk Ásgeir Sigurgeirsson gott færi en Sindri Kristinn Ólafsson sá við honum. Í kjölfarið tók við afar bragðdaufur hálftími þar sem hvorugt lið náði að tengja margar sendingar en baráttan var þeim mun harðari og háðu þeir Einar Orri Einarsson og Aleksandar Trninic ófáar orrustur, bæði í loftinu og á jörðu niðri. Staðan í hálfleik engu að síður jöfn. Upphafsmínútur síðari hálfleiks voru á sömu leið og stærstur hluti fyrri hálfleiks þó KA-menn hafi verið eilítið líklegri. Á 67.mínútu komust heimamenn mjög nálægt því að komast yfir þegar Ísak Óli Ólafsson skallaði boltann í átt að eigin marki en bróðir hans, Sindri Kristinn, sýndi mögnuð viðbrögð og tókst að bjarga marki með frábærri markvörslu. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn í lið KA eftir 70 mínútna leik og hann hleypti nýju lífi í sóknarleik KA-manna auk þess sem innköstin hans sköpuðu mikla hættu. Daníel Hafsteinsson komst nálægt því að skora eftir eitt slíkt á 83.mínútu en skot Daníels fór í varnarmann Keflavíkur og náðu gestirnir að bægja hættunni frá í kjölfarið. Daníel var aftur nálægt því að skora á síðustu mínútu leiksins en skot hans hafnaði í þverslánni.Afhverju varð jafntefli?Hræðilegt ástand Akureyrarvallar gerði báðum liðum afar erfitt um vik að spila boltanum á milli sín og eins og gefur að skilja áttu liðin því í miklum vandræðum með að skapa sér góð marktækifæri. KA-menn fengu engu að síður nokkur ágætis færi en Sindri Kristinn Ólafsson kom Keflvíkingum til bjargar þegar á þurfti að halda og því fór sem fór.Hverjir stóðu upp úr?KA-menn voru betra liðið úti á vellinum og Daníel Hafsteinsson átti góðan leik á miðjunni. Hann kom sér í ágætis færi í leik fárra tækifæra og skapaði mestan usla í vörn Keflvíkinga. Miðvarðaparið hjá KA stóð sína vakt afar vel og má því setja bæði Hallgrím Jónasson og Guðmann Þórisson hingað. Þá er vert að minnast á Aron Elí Gíslason sem kom inn í markið á síðustu stundu. Ekki auðvelt verkefni fyrir reynslulítinn markmann. Hann fékk vissulega ekki mikið af skotum á sig en stóð vaktina engu að síður með prýði. Í liði gestanna ber helstan að nefna Sindra Kristinn Ólafsson sem stóð á milli stanganna og skilaði heldur betur sínu. Hann varði einu sinni mjög vel frá Ásgeiri og sýndi svo frábær viðbrögð þegar hann varnaði því að Ísak Óli Ólafsson myndi skalla boltann í eigið mark. Frans Elvarsson var einnig flottur á miðju Keflvíkinga.Hvað gekk illa?Að rekja boltann. Hvorugt lið náði að byggja upp góða spilkafla stærstan hluta leiksins og er það vel skiljanlegt í ljósi vallaraðstæðna. Gott dæmi um ástand vallarins var þegar boltinn snarstöðvaðist á dauðum grasbletti þegar Elfar Árni Aðalsteinsson var á leið í skyndisókn. Hvað gerist næst? KA-menn eru á leiðinni í tvo útileiki og fagna því að fá að spila við betri aðstæður. Fyrst mæta þeir KR í deildinni og svo FH í bikarnum. Alvöru prógram. Keflvíkingar fá Eyjamenn í heimsókn á sunnudag í uppgjöri tveggja neðstu liða deildarinnar um þessar mundir. Einkunnir má sjá með að smella á Liðin hér fyrir ofan.Maður leiksins - Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Túfa: Sköpuðum nógu mikið af færum til að vinna leikinnSrdjan Tufegdzic, þjálfari KA.visir/stefánTúfa, þjálfari KA-manna, var svekktur með úrslitin og segir frammistöðu sinna manna hafa verðskuldað meira en eitt stig. „Ég er alls ekki sáttur með úrslitin. Við ætluðum okkur sigur og það er alltaf þannig þegar við spilum á heimavelli. Mér fannst þetta samt góður leikur af okkar hálfu og við sköpuðum nógu mikið af færum til að vinna þennan baráttuleik. Völlurinn bauð ekki upp á fallegan fótbolta og ég er í raun bara sár fyrir hönd leikmanna og stuðningsmanna að við höfum ekki náð að skora hérna undir restina.“ „Mér fannst við gera allt til að vinna leikinn. Við vorum að hlaupa og berjast um alla bolta af því að völlurinn var þannig. Við gáfum allt í þetta og áttum að ná að klára einhver af þessum færum,“ segir Túfa. Hvernig horfði atvikið með Martinez við þjálfaranum? „Ég sá bara þegar upphitunin var að klárast að hann liggur á grasinu. Hann fékk boltann í hausinn eftir því sem ég heyrði og hann var ekki í standi til að spila leikinn. Aron Elí kom í markið og var frábær. Hann stóð sig mjög vel. Þetta er strákur sem er að bæta sig á hverjum degi.“ „Við áttum möguleika á að setja Rajko í markið en við treystum Aroni bara fullkomlega í þetta,“ sagði Túfa. Guðlaugur: Erfiðari aðstæður en við bjuggumst viðGuðlaugur hér lengst til hægri ásamt aðstoðarmönnum sínum.Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð sáttur við uppskeru kvöldsins en segir aðstæður á Akureyrarvelli enn verri en hann hafi búist við. „Við erum sáttir með stigið. Þetta var ekkert sérstakur fótboltaleikur og aðstæður voru gríðarlega erfiðar. Kannski erfiðari en við bjuggumst við. Þá þurfa grunnatriðin að vera á hreinu og menn verða að leggja allt í þetta.“ „Við vorum vel skipulagðir og mér fannst mikill hugur í mínu liði. Það var góður andi og mikil samstaða og við erum auðvitað að spila á móti mjög góðu fótboltaliði svo ég tek margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Guðlaugur. Keflvíkingar eru nýliðar í Pepsi-deildinni og eru enn án sigurs eftir fimm umferðir. Þrátt fyrir það er Guðlaugur bjartsýnn á framhaldið. „Deildin kemur mér ekkert á óvart. Við vissum að þetta er erfið deild. Við náðum ekki sigri í dag en þá tökum við hann á sunnudaginn í staðinn. Ég er bjartsýnn á framhaldið og við höldum ótrauðir áfram.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. 22. maí 2018 22:00
Hallgrímur: Í raun bara heimskulegt að spila á vellinum Hallgrímur Jónasson átti góðan leik í vörn KA þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Keflavík í 5.umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. 22. maí 2018 22:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti