Skrautdúfubóndi í Bústaðahverfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 09:00 Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, skrautdúfubóndi og framhaldsskólakennari með lítinn dúfnaunga. Fréttablaðið/Sigtryggur Framhaldsskólakennarinn Hrafnkell Tumi Kolbeinsson var með skrautdúfur í kofa þegar hann var unglingsstrákur í Keflavík. Áhuginn kviknaði aftur fyrir nokkrum árum og nú ræktar hann skrautdúfur í kofa við heimili sitt í Bústaðahverfinu. Hann býr í fallegu blámáluðu húsi í Bústaðahverfi. Við húsið stendur haganlega gerður dúfnakofi í sama lit. Í dúfnakofanum eru tæplega þrjátíu skrautdúfur af þremur tegundum; Horseman pústarar, enskir trommarar og nebbdúsk trommarar.Í kofanum eru um þrjátíu skrautdúfur.Hrafnkell Tumi er að dytta að ýmsu í garðinum þegar blaðamann ber að garði. Vinur hans, Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar, hefur tekið sér hlé frá kosningabaráttunni og er að smíða grindverk fyrir hann. „Ég er með sérvalda komma í vinnu fyrir mig,“ segir Hrafnkell Tumi glaðhlakkalega. „Ætli ég hafi ekki verið tólf, þrettán ára,“ segir Hrafnkell Tumi spurður um það hvenær hann hafi eignast fyrstu dúfuna sína. Það liðu mörg ár þar til áhuginn vaknaði skyndilega aftur. „Ég hef alltaf haft gaman af þessu. Og ég fór að kíkja á netið. Fann síðu á Facebook, Dúfuspjallið. Þar fór ég að senda fyrirspurnir og kíkja í kofa. Endaði á því að einn bauð mér að eiga kofann sinn. Svo var ég kominn á fleygiferð aftur,“ segir Hrafnkell Tumi. Hvað er það við dúfur? Eru þetta ekki svolítið leyndardómsfullir fuglar? „Þeir eru það, þeir hafa verið kallaðir rottur himinsins, en styttur af dúfum eru samt á öðrum hverjum legsteini. Menn setja ekki styttur af rottum á legsteina. Fuglarnir eru táknmynd ástar, friðartákn og notaðar sem sendiboðar. Dúfurnar voru forðum kjötforðabúr og áburðurinn var seldur dýrum dómum. Besti áburður sem þú finnur. Það er auðvelt að rækta þær. Þær eru eins og leir. Maður er fljótur að sjá árangur af ræktunarstarfinu,“ segir Hrafnkell Tumi. „Þetta eru kannski ekki gáfuðustu dýr í heimi en þau koma manni endalaust á óvart. Menn halda að þetta sé bara að vera með einhverjar dúfur í kofa og þá bara gangi þetta eins og þetta á að ganga. En það er ekki þannig. Maður þarf að passa upp á að allt sé með friði og spekt. Maður vill ekki hafa slagsmál. Maður vill ekki hafa einelti. Maður vill að pörin haldi hólfunum sínum. Þetta þarf að vera hreint,“ segir hann. Það er rúmt um dúfurnar í kofanum. Hrafnkell Tumi segir að mörgu að huga í dúfnarækt. „Þetta er svona samfélag, maður er stundum að stilla til friðar, það er tekist á um málefnin af hörku,“ segir hann og brosir út í annað og segir slagsmálin geta orðið hörð. Hann parar fuglana saman og segir enga mýtu að dúfur séu kenndar við ástina. „Þær eru alltaf í pörum. Fuglarnir para sig til lífstíðar.“ Það eru mikil vísindi á bak við það hvernig skrautdúfur eru paraðar saman. „Þetta eru miklar pælingar um hvernig litir og eiginleikar erfast. Það má ekki para saman þá fugla sem eru með sömu gallana, þú ert alltaf að vinna með eitthvert genamengi. Það er auðvelt að þjálfa dúfur til margra hluta með skilyrðingu. Það er hægt að kenna þeim. Skinner sálfræðingur kenndi þeim ping pong með matargjöfum. Hann hafði það mikla trú á þeim að hann taldi að þær gætu stýrt eldflaugum. Fékk mikla styrki til að skoða það.“ Hefur þú prófað það? „Í einhverjum sirkuslistum? Nei, aldrei nokkurn tímann. En það er auðvelt að stýra þeim með mat.“ Hrafnkell Tumi segir nágrannana una vel við ræktunina. Honum finnst áhugavert að hugleiða um borgarlífið og náttúrulífið. „Ef við förum hundrað ár aftur í tímann þá voru hesta- og hundakofar alls staðar. Nú er rýmið hreint, eiginlega engin dýr. En svo er þetta að koma til baka að einhverju leyti,“ segir hann og segir að víða erlendis komi borgar- og bæjaryfirvöld upp sameiginlegri aðstöðu fyrir fólk til að rækta og sinna ýmsum dýrum. „Og þar eru haldnar uppskeruhátíðir, þar eru kynslóðir að tengjast í gegnum ræktunarstarf og náttúru, þetta er eitthvað sem við þurfum að gera.“ Borða sumir ræktendur dúfurnar sem þeir rækta? „Já, það er þannig sem við upphaflega nýttum þær,“ segir Hrafnkell Tumi og tekur dæmi frá átjándu öld í Bretlandi. „Þar voru um 26 þúsund dúfnakofar. Þeir kofar voru risastórir, þ.e. fyrir 500-5.000 pör. Þetta voru því alvöru matarkistur og áburðarverksmiðjur. Rómverjar byrjuðu með þetta og voru sjúkir í dúfur,“ segir Hrafnkell Tumi. Hverjar eru bestar á bragðið? „Það fer eftir matreiðslunni, þá eru þær bestar til matreiðslu áður en þær fara að fljúga, svona 6-8 vikna gamlar,“ segir Hrafnkell Tumi og sýnir blaðamanni matreiðslubók eftir Úlfar Finnbjörnsson þar sem er að finna dúfnauppskriftir. Hrafnkell Tumi segir ekki flókið að vera með dúfnarækt þótt það þurfi að huga að ýmsum mikilvægum þáttum. „Ég er ekki nema eina, tvær mínútur að sinna grunnþörfunum. Svo get ég verið að dunda og leika mér. Þetta er svona núvitundaræfing.“ En hvað finnst fjölskyldunni? „Henni finnst þetta bara fínt, skemmtilegt. En það fer stundum í taugarnar á konunni minni þegar við erum að fara eitthvað og hún bíður úti í bíl því að ég þarf aðeins að kíkja á þær!“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Framhaldsskólakennarinn Hrafnkell Tumi Kolbeinsson var með skrautdúfur í kofa þegar hann var unglingsstrákur í Keflavík. Áhuginn kviknaði aftur fyrir nokkrum árum og nú ræktar hann skrautdúfur í kofa við heimili sitt í Bústaðahverfinu. Hann býr í fallegu blámáluðu húsi í Bústaðahverfi. Við húsið stendur haganlega gerður dúfnakofi í sama lit. Í dúfnakofanum eru tæplega þrjátíu skrautdúfur af þremur tegundum; Horseman pústarar, enskir trommarar og nebbdúsk trommarar.Í kofanum eru um þrjátíu skrautdúfur.Hrafnkell Tumi er að dytta að ýmsu í garðinum þegar blaðamann ber að garði. Vinur hans, Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar, hefur tekið sér hlé frá kosningabaráttunni og er að smíða grindverk fyrir hann. „Ég er með sérvalda komma í vinnu fyrir mig,“ segir Hrafnkell Tumi glaðhlakkalega. „Ætli ég hafi ekki verið tólf, þrettán ára,“ segir Hrafnkell Tumi spurður um það hvenær hann hafi eignast fyrstu dúfuna sína. Það liðu mörg ár þar til áhuginn vaknaði skyndilega aftur. „Ég hef alltaf haft gaman af þessu. Og ég fór að kíkja á netið. Fann síðu á Facebook, Dúfuspjallið. Þar fór ég að senda fyrirspurnir og kíkja í kofa. Endaði á því að einn bauð mér að eiga kofann sinn. Svo var ég kominn á fleygiferð aftur,“ segir Hrafnkell Tumi. Hvað er það við dúfur? Eru þetta ekki svolítið leyndardómsfullir fuglar? „Þeir eru það, þeir hafa verið kallaðir rottur himinsins, en styttur af dúfum eru samt á öðrum hverjum legsteini. Menn setja ekki styttur af rottum á legsteina. Fuglarnir eru táknmynd ástar, friðartákn og notaðar sem sendiboðar. Dúfurnar voru forðum kjötforðabúr og áburðurinn var seldur dýrum dómum. Besti áburður sem þú finnur. Það er auðvelt að rækta þær. Þær eru eins og leir. Maður er fljótur að sjá árangur af ræktunarstarfinu,“ segir Hrafnkell Tumi. „Þetta eru kannski ekki gáfuðustu dýr í heimi en þau koma manni endalaust á óvart. Menn halda að þetta sé bara að vera með einhverjar dúfur í kofa og þá bara gangi þetta eins og þetta á að ganga. En það er ekki þannig. Maður þarf að passa upp á að allt sé með friði og spekt. Maður vill ekki hafa slagsmál. Maður vill ekki hafa einelti. Maður vill að pörin haldi hólfunum sínum. Þetta þarf að vera hreint,“ segir hann. Það er rúmt um dúfurnar í kofanum. Hrafnkell Tumi segir að mörgu að huga í dúfnarækt. „Þetta er svona samfélag, maður er stundum að stilla til friðar, það er tekist á um málefnin af hörku,“ segir hann og brosir út í annað og segir slagsmálin geta orðið hörð. Hann parar fuglana saman og segir enga mýtu að dúfur séu kenndar við ástina. „Þær eru alltaf í pörum. Fuglarnir para sig til lífstíðar.“ Það eru mikil vísindi á bak við það hvernig skrautdúfur eru paraðar saman. „Þetta eru miklar pælingar um hvernig litir og eiginleikar erfast. Það má ekki para saman þá fugla sem eru með sömu gallana, þú ert alltaf að vinna með eitthvert genamengi. Það er auðvelt að þjálfa dúfur til margra hluta með skilyrðingu. Það er hægt að kenna þeim. Skinner sálfræðingur kenndi þeim ping pong með matargjöfum. Hann hafði það mikla trú á þeim að hann taldi að þær gætu stýrt eldflaugum. Fékk mikla styrki til að skoða það.“ Hefur þú prófað það? „Í einhverjum sirkuslistum? Nei, aldrei nokkurn tímann. En það er auðvelt að stýra þeim með mat.“ Hrafnkell Tumi segir nágrannana una vel við ræktunina. Honum finnst áhugavert að hugleiða um borgarlífið og náttúrulífið. „Ef við förum hundrað ár aftur í tímann þá voru hesta- og hundakofar alls staðar. Nú er rýmið hreint, eiginlega engin dýr. En svo er þetta að koma til baka að einhverju leyti,“ segir hann og segir að víða erlendis komi borgar- og bæjaryfirvöld upp sameiginlegri aðstöðu fyrir fólk til að rækta og sinna ýmsum dýrum. „Og þar eru haldnar uppskeruhátíðir, þar eru kynslóðir að tengjast í gegnum ræktunarstarf og náttúru, þetta er eitthvað sem við þurfum að gera.“ Borða sumir ræktendur dúfurnar sem þeir rækta? „Já, það er þannig sem við upphaflega nýttum þær,“ segir Hrafnkell Tumi og tekur dæmi frá átjándu öld í Bretlandi. „Þar voru um 26 þúsund dúfnakofar. Þeir kofar voru risastórir, þ.e. fyrir 500-5.000 pör. Þetta voru því alvöru matarkistur og áburðarverksmiðjur. Rómverjar byrjuðu með þetta og voru sjúkir í dúfur,“ segir Hrafnkell Tumi. Hverjar eru bestar á bragðið? „Það fer eftir matreiðslunni, þá eru þær bestar til matreiðslu áður en þær fara að fljúga, svona 6-8 vikna gamlar,“ segir Hrafnkell Tumi og sýnir blaðamanni matreiðslubók eftir Úlfar Finnbjörnsson þar sem er að finna dúfnauppskriftir. Hrafnkell Tumi segir ekki flókið að vera með dúfnarækt þótt það þurfi að huga að ýmsum mikilvægum þáttum. „Ég er ekki nema eina, tvær mínútur að sinna grunnþörfunum. Svo get ég verið að dunda og leika mér. Þetta er svona núvitundaræfing.“ En hvað finnst fjölskyldunni? „Henni finnst þetta bara fínt, skemmtilegt. En það fer stundum í taugarnar á konunni minni þegar við erum að fara eitthvað og hún bíður úti í bíl því að ég þarf aðeins að kíkja á þær!“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira