Cayenne E-Hybrid úr 416 í 455 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2018 10:00 Cayenne E-Hybrid verður enn kraftmeiri. Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venjulegum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent
Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venjulegum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent