Konur á Evrópumótaröðinni verða að vinna hlutastarf til að eiga í sig og á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2018 10:30 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones Melissa Reid, einn fremsti kylfingur Englands, hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún segir meðal annars að kylfingar sem hún hefur spilað með undanfarin ár hafi margir þurft að vinna hlutastarf með íþrótt sinni til að eiga í sig og á. Evrópumótaröðin í golfi stendur aðeins fyrir fimmtán mótum þetta tímabilið, mun færri en LPGA-mótaröðin í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en Ólafía Þórunn keppir fyrst og fremst á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði í 53. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra og vann sér inn þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Hún þurfti þó, eins og allir aðrir, að borga sinn eigin ferðakostnað og uppihald. Það kostar skildinginn enda spilað í Ástralíu, Suður-Afríku, Marokkó og auðvitað í Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ólafía Þórunn fékk 22,5 milljónir króna í verðlaunfé á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hún hafnaði í 74. sæti LPGA-peningalistans.Mótalisti Evrópumótaraðarinnar í ár.Valdís Þóra er nú í nítjánda sæti peningalistans með 2,2 milljónir króna í verðlaunafé. Hún er í 21. sæti stigalista LET en hún hefur tekið þátt í öllum sex mótum ársins til þessa. Reid ræðir málið í The Cut, hlaðvarpi BBC um golf, og segir stöðuna alvarlega. „Það er nánast ómögulegt að lifa eingöngu af því að spila á LET [Evrópumótaröðinni],“ segir hún. „Margir vina minna, sem ég hef spilað með síðustu tólf árin, hafa þurft að vinna hlutastarf meðfram golfinu. Golf á að vera sú íþrótt sem skapar konum næstmestar tekjur af öllum íþróttum,“ segir hún og veltir því upp hvernig afrekskylfingar eiga að ná sínu besta fram þegar þær geta ekki einbeitt sér fyllilega að íþróttinni. Reid hefur svo miklar áhyggjur af Evrópumótaröðinni að hún telur að hún muni líða fljótt undir lok ef engu verður breytt. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Melissa Reid, einn fremsti kylfingur Englands, hefur verulegar áhyggjur af stöðu mála á Evrópumótaröðinni í golfi. Hún segir meðal annars að kylfingar sem hún hefur spilað með undanfarin ár hafi margir þurft að vinna hlutastarf með íþrótt sinni til að eiga í sig og á. Evrópumótaröðin í golfi stendur aðeins fyrir fimmtán mótum þetta tímabilið, mun færri en LPGA-mótaröðin í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta í heimi. Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni en Ólafía Þórunn keppir fyrst og fremst á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði í 53. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra og vann sér inn þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Hún þurfti þó, eins og allir aðrir, að borga sinn eigin ferðakostnað og uppihald. Það kostar skildinginn enda spilað í Ástralíu, Suður-Afríku, Marokkó og auðvitað í Evrópu. Til samanburðar má nefna að Ólafía Þórunn fékk 22,5 milljónir króna í verðlaunfé á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hún hafnaði í 74. sæti LPGA-peningalistans.Mótalisti Evrópumótaraðarinnar í ár.Valdís Þóra er nú í nítjánda sæti peningalistans með 2,2 milljónir króna í verðlaunafé. Hún er í 21. sæti stigalista LET en hún hefur tekið þátt í öllum sex mótum ársins til þessa. Reid ræðir málið í The Cut, hlaðvarpi BBC um golf, og segir stöðuna alvarlega. „Það er nánast ómögulegt að lifa eingöngu af því að spila á LET [Evrópumótaröðinni],“ segir hún. „Margir vina minna, sem ég hef spilað með síðustu tólf árin, hafa þurft að vinna hlutastarf meðfram golfinu. Golf á að vera sú íþrótt sem skapar konum næstmestar tekjur af öllum íþróttum,“ segir hún og veltir því upp hvernig afrekskylfingar eiga að ná sínu besta fram þegar þær geta ekki einbeitt sér fyllilega að íþróttinni. Reid hefur svo miklar áhyggjur af Evrópumótaröðinni að hún telur að hún muni líða fljótt undir lok ef engu verður breytt.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira