Oddvitaáskorunin: Endaði nærbuxnalaus í Húsasmiðjunni Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2018 11:00 Anton Kári ásamt flokksfólki sínu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Anton Kári Halldórsson leiðir framboð D-listans og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningunum. „D-listi sjálfstæðismanna og annara lýðræðissinna í Rangárþingi eystra er skipaður breiðum hópi fólks, sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar öflugs sveitarfélags í hjarta suðurlands. Mörg af okkur eru ný í þátttöku sveitarstjórnarmála, en önnur hokin af reynslu. Að sjálfsögðu er okkur jafnrétti kynjanna hugleikið og því engin spurning að á listanum eru jöfn kynjahlutföll. Við erum ung, gömul, óreynd og reynd, en fyrst og fremst brennum við öll fyrir því að vinna fyrir sveitarfélagið okkar eins vel og okkur er unnt og nýta þau miklu tækifæri sem framundan eru. Við leggjum mikið upp úr því að auka íbúalýðræði sveitarfélagsins með því að uppfæra stjórnsýslu sveitarfélagsins til nútímans og virkja þann mannauð sem sveitarfélagið býr að til ákvarðanatöku um hin ýmsu mál. Við viljum gera sveitarfélagið okkar að ákjósanlegum valkosti fyrir fólk að flytjast til, búa á og stunda sína vinnu. Því eru það grunvallaratriði að menntamál, heilbrigðismál, félagsþjónusta ofl. séu í fararbroddi á landsvísu. Við viljum að fólkinu okkar líði vel og að við séum stolt af því að vera eitt öflugasta landbúnaðar, ferðaþjónustu og atvinnuhérað á suðurlandi. Tækifærin eru hér og ekki eftir neinu að bíða. Kjósum breytingar til hins betra og setjum X við D í Rangárþingi eystra.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Úff, af mörgu að velja ... En næ samt yfir ansi marga staði með því að segja Syðra-Fjallabak að Þórsmörk meðtaldri.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Þar hefur vinninginn Skaftárhreppur (Kirkjubæjarklaustur).Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hef aldrei lent í annari eins matarveislu og í Líbanon í fyrra. Þar var allt ólýsanlega gott, jafnvel þó að maður borðaði heilu máltíðirnar án þess að fá kjötbita. En annars er það frekar einfalt, góð íslensk steik, naut, lamb eða foldald, með öllu tilheyrandi.Hvaða mat ert þú bestur að elda? Eldamennska er ein af mín helstu ástríðum. Árangur misgóður. Allt nema eitthvað með Kóríander. Enginn dáið enn.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Án þín (með Sverri Bergmann) Tek meira að segja hraustlega undir þegar þannig liggur á mér.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Verða nærbuxnalaus í Húsasmiðjunni (saga sögð í góðu tómi).Draumaferðalagið? Mig langar rosalega að þvælast um Arabalönd. Jú og Suður-Ameríka heillar ansi mikið.Trúir þú á líf eftir dauðann? Langar það, en nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar hrekkir koma til tals tengi ég bara við einn mann. Hann vinnur í áhaldahúsinu á Hvolsvelli.Hundar eða kettir? Hundar allan daginn.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Man einhver eftir Notebook?Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Það er bara einn sem kemur til greina, The Rock (Dwayne Johnson).Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hvað er Game of Thrones??? En svona án gríns þá hef ég ekki séð einn einasta þátt. Tek það með trompi einhvertímann í „dauða“ tímanum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Hef nú gert meira af því að vinna í henni í gegnum tíðina. En jú, hef nú lent í því.Uppáhalds tónlistarmaður? Þessa stundina verð ég að segja Bragi Valdimar Skúlason.Uppáhalds bókin? Hið klassíska svar hér ætti náttúrulega að vera Njála. En ég á enn eftir að lesa hana nokkrum sinnum til þess að ná henni til fulls.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Heilsu gúrku- og lime drykkur (G&T).Uppáhalds þynnkumatur? Nú man ég það. Okkur bráðvantar KFC á Hvolsvöll.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Veltur á ferðafélögum. Sitt lítið af hvoru.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, dreg mörkin við sjó.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Þar kikkar inn Sálin hans Jóns míns, t.d. Sódóma.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Upplýsingaflæði og ákvarðanataka, förum nánar út í það síðar.Á að banna flugelda? Út frá umhverfisverndar-, náttúru- og heilsuverndarmálum, þá er það já. En út frá skemmtanagildi og stemmningu, er það nei. Sem betur fer ekki ákvörðun sveitarstjórna.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Nafni minn Kári Árnason, gríðarlega mikilvægur hlekkur í vörninni, alltaf til staðar og stendur fyrir sínu. Setur svo eitt og eitt þegar mikið liggur við.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Anton Kári Halldórsson leiðir framboð D-listans og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningunum. „D-listi sjálfstæðismanna og annara lýðræðissinna í Rangárþingi eystra er skipaður breiðum hópi fólks, sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar öflugs sveitarfélags í hjarta suðurlands. Mörg af okkur eru ný í þátttöku sveitarstjórnarmála, en önnur hokin af reynslu. Að sjálfsögðu er okkur jafnrétti kynjanna hugleikið og því engin spurning að á listanum eru jöfn kynjahlutföll. Við erum ung, gömul, óreynd og reynd, en fyrst og fremst brennum við öll fyrir því að vinna fyrir sveitarfélagið okkar eins vel og okkur er unnt og nýta þau miklu tækifæri sem framundan eru. Við leggjum mikið upp úr því að auka íbúalýðræði sveitarfélagsins með því að uppfæra stjórnsýslu sveitarfélagsins til nútímans og virkja þann mannauð sem sveitarfélagið býr að til ákvarðanatöku um hin ýmsu mál. Við viljum gera sveitarfélagið okkar að ákjósanlegum valkosti fyrir fólk að flytjast til, búa á og stunda sína vinnu. Því eru það grunvallaratriði að menntamál, heilbrigðismál, félagsþjónusta ofl. séu í fararbroddi á landsvísu. Við viljum að fólkinu okkar líði vel og að við séum stolt af því að vera eitt öflugasta landbúnaðar, ferðaþjónustu og atvinnuhérað á suðurlandi. Tækifærin eru hér og ekki eftir neinu að bíða. Kjósum breytingar til hins betra og setjum X við D í Rangárþingi eystra.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Úff, af mörgu að velja ... En næ samt yfir ansi marga staði með því að segja Syðra-Fjallabak að Þórsmörk meðtaldri.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Þar hefur vinninginn Skaftárhreppur (Kirkjubæjarklaustur).Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hef aldrei lent í annari eins matarveislu og í Líbanon í fyrra. Þar var allt ólýsanlega gott, jafnvel þó að maður borðaði heilu máltíðirnar án þess að fá kjötbita. En annars er það frekar einfalt, góð íslensk steik, naut, lamb eða foldald, með öllu tilheyrandi.Hvaða mat ert þú bestur að elda? Eldamennska er ein af mín helstu ástríðum. Árangur misgóður. Allt nema eitthvað með Kóríander. Enginn dáið enn.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Án þín (með Sverri Bergmann) Tek meira að segja hraustlega undir þegar þannig liggur á mér.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Verða nærbuxnalaus í Húsasmiðjunni (saga sögð í góðu tómi).Draumaferðalagið? Mig langar rosalega að þvælast um Arabalönd. Jú og Suður-Ameríka heillar ansi mikið.Trúir þú á líf eftir dauðann? Langar það, en nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Þegar hrekkir koma til tals tengi ég bara við einn mann. Hann vinnur í áhaldahúsinu á Hvolsvelli.Hundar eða kettir? Hundar allan daginn.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Man einhver eftir Notebook?Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Það er bara einn sem kemur til greina, The Rock (Dwayne Johnson).Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Hvað er Game of Thrones??? En svona án gríns þá hef ég ekki séð einn einasta þátt. Tek það með trompi einhvertímann í „dauða“ tímanum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Hef nú gert meira af því að vinna í henni í gegnum tíðina. En jú, hef nú lent í því.Uppáhalds tónlistarmaður? Þessa stundina verð ég að segja Bragi Valdimar Skúlason.Uppáhalds bókin? Hið klassíska svar hér ætti náttúrulega að vera Njála. En ég á enn eftir að lesa hana nokkrum sinnum til þess að ná henni til fulls.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Heilsu gúrku- og lime drykkur (G&T).Uppáhalds þynnkumatur? Nú man ég það. Okkur bráðvantar KFC á Hvolsvöll.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Veltur á ferðafélögum. Sitt lítið af hvoru.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei, dreg mörkin við sjó.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Þar kikkar inn Sálin hans Jóns míns, t.d. Sódóma.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Upplýsingaflæði og ákvarðanataka, förum nánar út í það síðar.Á að banna flugelda? Út frá umhverfisverndar-, náttúru- og heilsuverndarmálum, þá er það já. En út frá skemmtanagildi og stemmningu, er það nei. Sem betur fer ekki ákvörðun sveitarstjórna.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Nafni minn Kári Árnason, gríðarlega mikilvægur hlekkur í vörninni, alltaf til staðar og stendur fyrir sínu. Setur svo eitt og eitt þegar mikið liggur við.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira