Oddvitaáskorunin: Plataði börn til að hoppa af fullum krafti í eina mínútu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 13:00 Elsa og meðframbjóðendur hennar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elsa Lára Arnardóttir leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Elsa Lára Arnardóttir og ég leiði lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi. Ég er einstaklega heppin að fá að leiða þennan lista sem er skipaður duglegu og jákvæðu fólki sem hefur brennandi áhuga á að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Ég er gift Rúnari G. Þorsteinssyni rafiðnfræðingi og saman eigum við Þorstein Atla (19 ára) og Þórdísi Evu (15 ára). Ég er menntaður grunnskólakennari og starfaði á þeim vettvangi í nokkur ár og henti mér síðan út í pólitík. Ég skaust inn á þing árið 2013 og sat þar fram að kosningum árið 2017, en þá gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ástæðan var m.a. sú að ég vildi komast heim á Akranes og nýta reynslu mína og þekkingu til að gera gott samfélag enn betra. Við í Framsókn og frjálsum leggjum áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Við munum tryggja fjölskyldum dagvistunarúrræði á loknu fæðingarorlofi. Við munum efla góðu skólana okkar með auknum stuðningi og betri vinnuaðstæðum fyrir nemendur og starfsfólk. Við viljum sveigjanleika milli skóla – og íþrótta og æskulýðsstarfs. Leggjum áherslu á velferð Skagamanna á öllum aldri og auk þessa umhverfismál, atvinnumál, skipulagsmál, samgöngur, umferðaröryggi og mennta – og safnamál. Auk þessa leggjum við áherslu á aukið íbúalýðræði. Kæri Skagamaður, nýttu kosningaréttinn. Við í Framsókn og frjálsum ætlum að vinna vel fyrir Akranes.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er fátt sem toppar Þórsmörk en útsýnið yfir Þórsmörk frá Morinsheiði er engu líkt. Við Skagamenn eigum einnig fallegar náttúruperlur eins og Langasand, Skógræktina, Breiðina og Kalmansvík. Útsýnið yfir Skagann ofan af Akrafjalli er einnig mjög fallegt.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? Það væri á Höfn í Hornafirði og ástæðan er að stór hluti fjölskyldu minnar býr þar og auk þess góður vinahópur.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nauta carpaccio og grafin gæsabringa eru uppáhalds.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lasagne með bechamel sósu. Alltaf jafn vinsælt á mínu heimili.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Fyrir Lóu vinkonu og stemmninguna sem er fram undan þá er það eitthvað lag með Siggu Beinteins og Stjórninni.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég skrifaði fyrstu blaðagreinina mína sem „pólitíkus.” Ætlaði að skrifa um stöðu námsmanna en skrifaði óvart fyrirsögnina: staða lánsmanna. Þetta þótti talsvert fyndið því maðurinn minn vann erlendis á þessum tíma.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Ítalíu.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi að það sé að minnsta kosti eitthvað annað sem tekur við eftir þetta líf.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?Þegar ég og samkennarar mínir plötuðum árganginn okkar til að taka þátt í verkefni sem fólst í því að láta þau hoppa af fullum krafti í eina mínútu. Þau héldu þau væru að taka þátt í rannsókn um jarðskorpuna. Þetta var þann 1. apríl fyrir nokkrum árum. Hundar eða kettir?Hef átt ketti síðan ég byrjaði að búa og Ólafur Högnason kötturinn minn (14 ára) er í miklu uppáhaldi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?Ætli það sé ekki Dirty Dancing.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Einhver leikari sem næði blöndu af karakter Grimmhildar Grámann og Míu litlu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Eru ættir í Game of Thrones?Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ég hef fengið lágmarks sekt fyrir hraðakstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er mjög breytilegt en þessa dagana er það Ed Sheeran.Uppáhalds bókin? Marrið í stiganum eftir Skagakonuna Evu Björg Ægisdóttur kemur sterk inn (er að lesa hana þessa dagana).Uppáhalds föstudagsdrykkur? Epla toppur eða Las Moras, fer allt eftir stemmningunni.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari, vel steiktar franskar og nóg af sósu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Blanda af þessu tvennu.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Fyrir maraþon og önnur átök er það lagið, Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, við verðum að gera átak í að fjölga göngustígum og laga þá sem fyrir eru.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hallbera Gísladóttir því það rennur Skagablóð í æðum okkar.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elsa Lára Arnardóttir leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Elsa Lára Arnardóttir og ég leiði lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi. Ég er einstaklega heppin að fá að leiða þennan lista sem er skipaður duglegu og jákvæðu fólki sem hefur brennandi áhuga á að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Ég er gift Rúnari G. Þorsteinssyni rafiðnfræðingi og saman eigum við Þorstein Atla (19 ára) og Þórdísi Evu (15 ára). Ég er menntaður grunnskólakennari og starfaði á þeim vettvangi í nokkur ár og henti mér síðan út í pólitík. Ég skaust inn á þing árið 2013 og sat þar fram að kosningum árið 2017, en þá gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ástæðan var m.a. sú að ég vildi komast heim á Akranes og nýta reynslu mína og þekkingu til að gera gott samfélag enn betra. Við í Framsókn og frjálsum leggjum áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Við munum tryggja fjölskyldum dagvistunarúrræði á loknu fæðingarorlofi. Við munum efla góðu skólana okkar með auknum stuðningi og betri vinnuaðstæðum fyrir nemendur og starfsfólk. Við viljum sveigjanleika milli skóla – og íþrótta og æskulýðsstarfs. Leggjum áherslu á velferð Skagamanna á öllum aldri og auk þessa umhverfismál, atvinnumál, skipulagsmál, samgöngur, umferðaröryggi og mennta – og safnamál. Auk þessa leggjum við áherslu á aukið íbúalýðræði. Kæri Skagamaður, nýttu kosningaréttinn. Við í Framsókn og frjálsum ætlum að vinna vel fyrir Akranes.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er fátt sem toppar Þórsmörk en útsýnið yfir Þórsmörk frá Morinsheiði er engu líkt. Við Skagamenn eigum einnig fallegar náttúruperlur eins og Langasand, Skógræktina, Breiðina og Kalmansvík. Útsýnið yfir Skagann ofan af Akrafjalli er einnig mjög fallegt.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? Það væri á Höfn í Hornafirði og ástæðan er að stór hluti fjölskyldu minnar býr þar og auk þess góður vinahópur.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nauta carpaccio og grafin gæsabringa eru uppáhalds.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lasagne með bechamel sósu. Alltaf jafn vinsælt á mínu heimili.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Fyrir Lóu vinkonu og stemmninguna sem er fram undan þá er það eitthvað lag með Siggu Beinteins og Stjórninni.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég skrifaði fyrstu blaðagreinina mína sem „pólitíkus.” Ætlaði að skrifa um stöðu námsmanna en skrifaði óvart fyrirsögnina: staða lánsmanna. Þetta þótti talsvert fyndið því maðurinn minn vann erlendis á þessum tíma.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Ítalíu.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi að það sé að minnsta kosti eitthvað annað sem tekur við eftir þetta líf.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?Þegar ég og samkennarar mínir plötuðum árganginn okkar til að taka þátt í verkefni sem fólst í því að láta þau hoppa af fullum krafti í eina mínútu. Þau héldu þau væru að taka þátt í rannsókn um jarðskorpuna. Þetta var þann 1. apríl fyrir nokkrum árum. Hundar eða kettir?Hef átt ketti síðan ég byrjaði að búa og Ólafur Högnason kötturinn minn (14 ára) er í miklu uppáhaldi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?Ætli það sé ekki Dirty Dancing.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Einhver leikari sem næði blöndu af karakter Grimmhildar Grámann og Míu litlu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Eru ættir í Game of Thrones?Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ég hef fengið lágmarks sekt fyrir hraðakstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er mjög breytilegt en þessa dagana er það Ed Sheeran.Uppáhalds bókin? Marrið í stiganum eftir Skagakonuna Evu Björg Ægisdóttur kemur sterk inn (er að lesa hana þessa dagana).Uppáhalds föstudagsdrykkur? Epla toppur eða Las Moras, fer allt eftir stemmningunni.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari, vel steiktar franskar og nóg af sósu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Blanda af þessu tvennu.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Fyrir maraþon og önnur átök er það lagið, Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, við verðum að gera átak í að fjölga göngustígum og laga þá sem fyrir eru.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hallbera Gísladóttir því það rennur Skagablóð í æðum okkar.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira