Ástæðan fyrir því að andstæðingarnir í D2: The Mighty Ducks voru íslenskir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 21. apríl 2018 19:00 Mörgum Íslendingum er hlýtt til Andanna miklu þrátt fyrir hvernig íslenska liðið var sýnt í myndinni. Vísir / AFP The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
The Mighty Ducks er Disney-mynd um lítið íshokkílið sem vinnur stóra sigra. Myndin kom út árið 1992 og leikur Emilio Estevez aðalhlutverk myndarinnar, þjálfara liðsins. Myndin sló í gegn og fóru framleiðendur strax fram á það við Steve Brill, handritshöfund, að skrifuð yrði framhaldsmynd. Sú hlaut nafnið D2: The Mighty Ducks og kom út tveimur árum seinna, árið 1994. Í fyrstu myndinni höfðu Endurnar miklu tekist á við andstæðinga heima fyrir en nú vildi Brill færa baráttuna á alþjóðasviðið. Hann vildi þó ekki fara hina hefðbundnu leið og velja Rússa sem vondu kallana heldur fór að velta fyrir sér hvaða önnur norðurslóðaþjóð gæti orðið fyrir valinu. María Ellingsen lék á þessum tíma í sápuóperunni Santa Barbara en persóna Maríu í þáttunum var frá hinu kommúníska Austur-Þýskalandi. „Hún var saklaus þýsk stelpa sem kom á óvart að sjá banana, því hún skildi ekki hvaðan þeir kæmu.“ segir María um persónuna, en María var á þessum tíma tilbúin að venda kvæði sínu í kross og breyta til. „Ég var orðin þreytt á að vera ljóshærði, íslenski engillinn.“ Það gerðist svo á þessum tíma að María vingaðist við einn framleiðanda myndarinnar. Þannig kom það einhvern veginn saman, leitin að norðurslóðaþjóðinni og þrá Maríu að takast á við nýtt hlutverk. Ákveðið var að Ísland yrði heimaland vondu kallanna og María Ellingsen ráðin til að leika þjálfara liðsins. Handritshöfundurinn Brill viðurkennir að hann hafi ekkert vitað um Ísland þegar landið var valið. „Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að komast þangað, ég vissi ekki að það væru flugvélar þar.“ Ekki er laust við að þeir Íslendingar sem hafa séð umrædda mynd hafi rekið sig á þá staðreynd að handritshöfundurinn vissi lítið sem ekkert um Ísland. Hér fyrir neðan má sjá hvernig heppnaðist hjá bandarískum leikurum myndarinnar að tileinka sér íslenskan hreim. Umfjöllunina í heild má lesa á vef útvarpsstöðvarinnar WBUR.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira