Lífið

„Þegar ég var að keppa þá var náttúrulega ekkert Twitter“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manúela í skemmtilegu viðtalið í Brennslunni.
Manúela í skemmtilegu viðtalið í Brennslunni. vísir/stefán
„Ég flutt heim og núna er Miss Universe framundan. Ég er búin að velja hópinn en þær fara mjög fljótlega í myndatökur,“ segir athafnakonan Manúela Ósk í Brennslunni á FM957 í morgun. Þar var hún mætt til að ræða fegurðarsamkeppnina Miss Universe Iceland sem hún stendur fyrir.

„Þetta er allt að fara í gang aftur. Við erum reyndar ekki búin að negla niður endanlega dagssetningu þar sem Miss Universe í heiminum var að flýta öllum sínum keppnum. Við verðum að klára okkar keppni í ágúst í ár. Það er svolítið erfitt að koma þessu fyrir því í ágúst á Íslandi er Gay Pride, Menningarnótt og Verslunarmannahelgi og það er smá erfitt að koma svona event að.“

Manúela segir að þegar hún hafi verið að taka þátt í fegurðarsamkeppnum hafi ekkert Twitter verið til og því hafi neikvæð umræða um keppnirnar ekki verið eins sýnilegt.

„Það er alveg smá pælingar að sýna frá okkar keppni. Þetta verður töluvert breytt og við ætlum að sýna meira svona video-efni sem kæmi frá okkur og á okkar miðla. Við ætlum alveg að gera meira. Ég finn að það er mikill áhuga að fylgjast með ferlinum eftir að við krýnum hérna heima.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Manúelu í heild sinni en í því fer hún um víðan völl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×