Forsætisráðherra vill banna eignarhald fyrirtækja í skattaskjólum í íslenska bankakerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Öskju í dag. Vísir/Bergþóra Benediktsdóttir Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira