Barcelona bætti 38 ára gamalt met með sigri sínum í dag

Einar Sigurvinsson skrifar
Philippe Coutinho lagði upp bæði mörk Barcelona í dag.
Philippe Coutinho lagði upp bæði mörk Barcelona í dag. Vísir/Getty
Barcelona er með 14 stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Valencia í dag. Leikurinn fór fram í Barcelona og lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Fyrsta mark leiksins kom frá tveimur fyrrum leikmönnum Liverpool þegar Luis Suarez skoraði eftir flotta sendingu frá Philippe Coutinho. Snemma í síðari hálfleik komst Barcelona í 2-0 þegar Samuel Umtiti skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Coutinho.

Skömmu fyrir lok leiks náði Daniel Parejo að minnka muninn fyrir Valencia en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1.

Eftir leikinn í dag eru Barcelona ósigraðir í 39 leikjum í röð í spænsku úrvalsdeildinni. Af þessum 39 leikjum hefur Barcelona unnið 32 og gert sjö jafntefli. Með því bættu þeir 38 ára gamalt met Real Sociedad sem voru ósigraðir í 38 leiki í röð.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira