Þetta er landslag sem er hvorki mannsins né náttúrunnar lengur Magnús Guðmundsson skrifar 14. apríl 2018 12:15 Alfredo Esparza, opnar sýningu í Ramskram í dag en hann segist hafa heillast af Íslandi þar sem það liggur í ákveðnum skilningi á mörkum tveggja heima eins og Mexíkó. Fréttablaðið/Sigtryggur Við Njálsgötuna í Reykjavík stendur lítið gallerí sem kallast Ramskram og sérhæfir sig í ljósmyndalist. Á þeim tíma sem Ramskram hefur starfað hafa margir forvitnilegir og langt að komnir gestir sýnt í húsakynnum þess en í dag verður opnuð þar einkar forvitnileg sýning listamanns sem er langt að kominn. Alfredo Esparza Torreón er fæddur í Mexíkó árið 1980, hann er með MA-gráðu í húmanískum fræðum með áherslu á sagnfræði, en hefur síðan gert ljósmyndun að ævistarfi sínu.Á mörkum tveggja heima Alfredo er opinn og skemmtilegur maður sem tekur brosandi en haltur á móti blaðamanni, eftir að hafa snúið sig á ökkla fyrr í vikunni, og segir brosandi að ástæða þess að hann er kominn til Íslands til þess að sýna og vinna sé fólgin í því að hann sé alinn upp í norðurhluta Mexíkó. „Landslagið sem ég þekki hvað best er eyðimörkin í Norður-Mexíkó. Þar er heitt og allt gult og þurrt, meira og minna alla daga ársins, en fyrir vikið hef ég alltaf litið á Ísland sem andstæðu minna heimaslóða. Hér eru árstíðir og grænt á sumrin og hvítt á veturna og þessar andstæður heilla mig. Þess vegna langaði mig til þess að koma og kynnast þessu landi og náttúru þess vegna þess að þetta er svo gjörólíkt öllu sem ég þekki. Þetta er annar heimur fyrir mig.“ Alfredo segir að annað sem hafi togað hann til Íslands sé líka lega landsins á hnettinum. „Þegar ég komst að því að Ísland liggur á mörkum Ameríku og Evrópu þá jók það enn frekar á áhuga minn á landinu. Málið er nefnilega að Mexíkó liggur þannig að við erum aldrei talin með Norður-Ameríku, því það eru Bandaríkin og Kanada en svo er sagt í Suður-Ameríku að við tilheyrum ekki þeirra veröld.Þannig að í mínum huga eiga Ísland og Mexíkó það sameiginlegt að liggja á mörkum tveggja heima og það finnst mér heillandi. Áhugi minn á Íslandi snýst því bæði um þær andstæður sem eru á milli þessara tveggja landa og svo líka það sem þau eiga sameiginlegt.“Sofandi fólk Þegar Alfredo var nítján ára var hann eins og margir ungir menn leitandi og óviss um hvað hann vildi leggja fyrir sig í lífinu. „Ég var byrjaður í háskólanámi þegar afi minn gaf mér myndavél og hún togaði strax í mig. Ég hélt þó áfram í náminu og kláraði það en eftir það vissi ég að ljósmyndun væri það sem ég vildi gera. Auðvitað var ég þó enn þá leitandi sem ljósmyndari og listamaður og það voru erfiðir tímar í Mexíkó vegna eiturlyfjastríðsins sem geisaði í raun mjög víða um landið. Á þeim tíma fór ég til Bandaríkjanna og dvaldi í ein tvö ár í Los Angeles en var samt ólöglegur allan tímann og það var ekkert auðvelt,“ segir Alfredo en brosir þó við tilhugsunina. Hann segir að í framhaldinu hafi hann ákveðið að fara aftur heim til Mexíkó þar sem hann settist að í Mexíkóborg og það var í raun þar sem ferill hans sem listamanns hófst fyrir alvöru. „Þegar ég kom til Mexíkóborgar fannst mér gríðarlega krefjandi að lifa þar, ekki síst vegna þess hversu stór og þéttbýl borgin er en þar búa um 24 milljónir. Í slíku margmenni er getur verið erfitt að mynda tengsl við annað fólk og mér fannst allir alltaf vera að reyna að olnboga sig áfram fram úr næsta manni. En sem betur fer átti ég smá pening frá dvölinni í LA og ég gat lifað á honum næstu átta mánuði á meðan ég vann að verkefni sem átti eftir að reynast mér vel. Ég fór í það að setja mig í samband við ókunnugt fólk í borginni og biðja það um að fá að koma inn á heimili þess og mynda það á meðan það svaf. Af þeim 5.000 sem ég setti mig í samband við þá voru 52 sem sögðu já sem mér finnst nú bara gott, ekki síst miðað við að þetta var á erfiðum og ofbeldisfullum tíma í landinu. Þetta var mitt viðbragð við því og það sýndi traust allra þeirra einstaklinga sem leyfðu mér að mynda þá og fól þannig í sér von um betri tíma.“Terra NulliusÞessi myndasería af sofandi fólki vakti talsverða athygli á verkum Alfredos og hún gaf honum líka tækifæri til þess að halda áfram á þessari vegferð listrænna ljósmynda. Svefnmyndirnar eru ekki með honum á Íslandi að þessu sinni heldur er það verkefni sem tengist áhuga hans á heimaslóðunum í Norður-Mexíkó sem landsvæði. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á nýtingu landsvæða og þá sérstaklega í mínu heimalandi þó svo líka sé vissulega eitthvað sem þarf að skoða alls staðar í heiminum. Nýting á landi snýst auðvitað um nýtingu á auðlindum og við verðum að gera okkur grein fyrir því að þær eru ekki óþrjótandi – hvar í heiminum sem það kann að vera.“ Í þessu samhengi er myndaserían sem Alfredo er að sýna undir yfirskriftinni Terra Nullius alþjóðleg. Hann segir að vangaveltur um verkefnið megi reyndar rekja til áhuga hans á sagnfræði og menningarsögu þess tíma þegar vestræn nýlenduveldi voru að leggja undir sig hvert landsvæðið í veröldinni á fætur öðru. „Spánverjar, Frakkar, Englendingar og fleiri þjóðir komu til Suður-Ameríku og fóru inn á landsvæði sem voru greinilega í byggð. Þeir hins vegar sögðu að þar sem þetta fólk væri ekki einu sinni kristið þá væri í raun engin þörf á að líta á það sem mennskt, heldur mun fremur einhvers konar dýr. Þetta var réttlætingin fyrir því að leggja undir sig landið og allar auðlindir þess og þetta átti sér stað í Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu með einmitt þessum formerkjum, að rétturinn væri þeirra gagnvart bæði frumbyggjum og landinu. Þessi réttur kallast Terra Nullius því valdbeiting og arðrán þurfti á smekklegu hugtaki að halda því það réttlætir þá sem það stunda.“Sagnfræðileg kortlagning Alfredo segir að fyrir honum falli þetta að ákveðinni hugsun sem virðist víðast vera enn við lýði, í hið minnsta í hinum vestræna heimi og eflaust víðar. „Þetta er hugsun sem segir að það sé alltaf hægt að nýta allt í nafni valds og efnahags með einum eða öðrum hætti. Þetta er það sem við stöndum frammi fyrir varðandi náttúruna og hvernig mannskepnan nálgast hana enn þann dag í dag.“ Ljósmyndir Alfredos sýna landslag sem hefur verið nýtt eða snert af manninum með einum eða öðrum hætti en síðan yfirgefið. „Þetta er landslag sem er hvorki mannsins né náttúrunnar lengur og þannig fellur það svona á milli tveggja heima í ákveðnum skilningi,“ segir hann og minnir á að Ísland og Mexíkó eru einnig í ákveðnum landsvæðum sem standa á milli tveggja heima og hann líti svo á að Íslendingar eigi í sterku og sérstöku sambandi við náttúru landsins. „Þjóð sem býr á landi eins og Íslandi stendur frammi fyrir því að þurfa bæði að treysta á náttúruna og á sama tíma umgangast hana af varfærni og virðingu. Þessi andstæða finnst mér heillandi því þegar ég skoða landsvæði eins og Suður-Mexíkó þá er náttúran fyrst og fremst gjöful. Sólin skín og það er nóg af vatni og allt blómstrar. Í norðurhlutanum er ekkert vatn en einhvern veginn komumst við þó samt af,“ segir Alfredo og brosir og minnir á að myndirnar séu leið til þess að fanga þá sögu sem felst í þessu sambandi manns og náttúru. „Fyrir mér eru þessar myndir eins konar sagnfræðileg kortlagning á athöfnum mannsins. Skrásetning menningarminja sem þurfa að vekja okkur til umhugsunar um hvernig við ætlum að lifa á þessari jörð. Við getum ekki endalaust vaðið áfram án þess að staldra við og hugsa um það hvað við skiljum eftir okkur og hvað ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Við Njálsgötuna í Reykjavík stendur lítið gallerí sem kallast Ramskram og sérhæfir sig í ljósmyndalist. Á þeim tíma sem Ramskram hefur starfað hafa margir forvitnilegir og langt að komnir gestir sýnt í húsakynnum þess en í dag verður opnuð þar einkar forvitnileg sýning listamanns sem er langt að kominn. Alfredo Esparza Torreón er fæddur í Mexíkó árið 1980, hann er með MA-gráðu í húmanískum fræðum með áherslu á sagnfræði, en hefur síðan gert ljósmyndun að ævistarfi sínu.Á mörkum tveggja heima Alfredo er opinn og skemmtilegur maður sem tekur brosandi en haltur á móti blaðamanni, eftir að hafa snúið sig á ökkla fyrr í vikunni, og segir brosandi að ástæða þess að hann er kominn til Íslands til þess að sýna og vinna sé fólgin í því að hann sé alinn upp í norðurhluta Mexíkó. „Landslagið sem ég þekki hvað best er eyðimörkin í Norður-Mexíkó. Þar er heitt og allt gult og þurrt, meira og minna alla daga ársins, en fyrir vikið hef ég alltaf litið á Ísland sem andstæðu minna heimaslóða. Hér eru árstíðir og grænt á sumrin og hvítt á veturna og þessar andstæður heilla mig. Þess vegna langaði mig til þess að koma og kynnast þessu landi og náttúru þess vegna þess að þetta er svo gjörólíkt öllu sem ég þekki. Þetta er annar heimur fyrir mig.“ Alfredo segir að annað sem hafi togað hann til Íslands sé líka lega landsins á hnettinum. „Þegar ég komst að því að Ísland liggur á mörkum Ameríku og Evrópu þá jók það enn frekar á áhuga minn á landinu. Málið er nefnilega að Mexíkó liggur þannig að við erum aldrei talin með Norður-Ameríku, því það eru Bandaríkin og Kanada en svo er sagt í Suður-Ameríku að við tilheyrum ekki þeirra veröld.Þannig að í mínum huga eiga Ísland og Mexíkó það sameiginlegt að liggja á mörkum tveggja heima og það finnst mér heillandi. Áhugi minn á Íslandi snýst því bæði um þær andstæður sem eru á milli þessara tveggja landa og svo líka það sem þau eiga sameiginlegt.“Sofandi fólk Þegar Alfredo var nítján ára var hann eins og margir ungir menn leitandi og óviss um hvað hann vildi leggja fyrir sig í lífinu. „Ég var byrjaður í háskólanámi þegar afi minn gaf mér myndavél og hún togaði strax í mig. Ég hélt þó áfram í náminu og kláraði það en eftir það vissi ég að ljósmyndun væri það sem ég vildi gera. Auðvitað var ég þó enn þá leitandi sem ljósmyndari og listamaður og það voru erfiðir tímar í Mexíkó vegna eiturlyfjastríðsins sem geisaði í raun mjög víða um landið. Á þeim tíma fór ég til Bandaríkjanna og dvaldi í ein tvö ár í Los Angeles en var samt ólöglegur allan tímann og það var ekkert auðvelt,“ segir Alfredo en brosir þó við tilhugsunina. Hann segir að í framhaldinu hafi hann ákveðið að fara aftur heim til Mexíkó þar sem hann settist að í Mexíkóborg og það var í raun þar sem ferill hans sem listamanns hófst fyrir alvöru. „Þegar ég kom til Mexíkóborgar fannst mér gríðarlega krefjandi að lifa þar, ekki síst vegna þess hversu stór og þéttbýl borgin er en þar búa um 24 milljónir. Í slíku margmenni er getur verið erfitt að mynda tengsl við annað fólk og mér fannst allir alltaf vera að reyna að olnboga sig áfram fram úr næsta manni. En sem betur fer átti ég smá pening frá dvölinni í LA og ég gat lifað á honum næstu átta mánuði á meðan ég vann að verkefni sem átti eftir að reynast mér vel. Ég fór í það að setja mig í samband við ókunnugt fólk í borginni og biðja það um að fá að koma inn á heimili þess og mynda það á meðan það svaf. Af þeim 5.000 sem ég setti mig í samband við þá voru 52 sem sögðu já sem mér finnst nú bara gott, ekki síst miðað við að þetta var á erfiðum og ofbeldisfullum tíma í landinu. Þetta var mitt viðbragð við því og það sýndi traust allra þeirra einstaklinga sem leyfðu mér að mynda þá og fól þannig í sér von um betri tíma.“Terra NulliusÞessi myndasería af sofandi fólki vakti talsverða athygli á verkum Alfredos og hún gaf honum líka tækifæri til þess að halda áfram á þessari vegferð listrænna ljósmynda. Svefnmyndirnar eru ekki með honum á Íslandi að þessu sinni heldur er það verkefni sem tengist áhuga hans á heimaslóðunum í Norður-Mexíkó sem landsvæði. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á nýtingu landsvæða og þá sérstaklega í mínu heimalandi þó svo líka sé vissulega eitthvað sem þarf að skoða alls staðar í heiminum. Nýting á landi snýst auðvitað um nýtingu á auðlindum og við verðum að gera okkur grein fyrir því að þær eru ekki óþrjótandi – hvar í heiminum sem það kann að vera.“ Í þessu samhengi er myndaserían sem Alfredo er að sýna undir yfirskriftinni Terra Nullius alþjóðleg. Hann segir að vangaveltur um verkefnið megi reyndar rekja til áhuga hans á sagnfræði og menningarsögu þess tíma þegar vestræn nýlenduveldi voru að leggja undir sig hvert landsvæðið í veröldinni á fætur öðru. „Spánverjar, Frakkar, Englendingar og fleiri þjóðir komu til Suður-Ameríku og fóru inn á landsvæði sem voru greinilega í byggð. Þeir hins vegar sögðu að þar sem þetta fólk væri ekki einu sinni kristið þá væri í raun engin þörf á að líta á það sem mennskt, heldur mun fremur einhvers konar dýr. Þetta var réttlætingin fyrir því að leggja undir sig landið og allar auðlindir þess og þetta átti sér stað í Suður-Ameríku, Afríku og Ástralíu með einmitt þessum formerkjum, að rétturinn væri þeirra gagnvart bæði frumbyggjum og landinu. Þessi réttur kallast Terra Nullius því valdbeiting og arðrán þurfti á smekklegu hugtaki að halda því það réttlætir þá sem það stunda.“Sagnfræðileg kortlagning Alfredo segir að fyrir honum falli þetta að ákveðinni hugsun sem virðist víðast vera enn við lýði, í hið minnsta í hinum vestræna heimi og eflaust víðar. „Þetta er hugsun sem segir að það sé alltaf hægt að nýta allt í nafni valds og efnahags með einum eða öðrum hætti. Þetta er það sem við stöndum frammi fyrir varðandi náttúruna og hvernig mannskepnan nálgast hana enn þann dag í dag.“ Ljósmyndir Alfredos sýna landslag sem hefur verið nýtt eða snert af manninum með einum eða öðrum hætti en síðan yfirgefið. „Þetta er landslag sem er hvorki mannsins né náttúrunnar lengur og þannig fellur það svona á milli tveggja heima í ákveðnum skilningi,“ segir hann og minnir á að Ísland og Mexíkó eru einnig í ákveðnum landsvæðum sem standa á milli tveggja heima og hann líti svo á að Íslendingar eigi í sterku og sérstöku sambandi við náttúru landsins. „Þjóð sem býr á landi eins og Íslandi stendur frammi fyrir því að þurfa bæði að treysta á náttúruna og á sama tíma umgangast hana af varfærni og virðingu. Þessi andstæða finnst mér heillandi því þegar ég skoða landsvæði eins og Suður-Mexíkó þá er náttúran fyrst og fremst gjöful. Sólin skín og það er nóg af vatni og allt blómstrar. Í norðurhlutanum er ekkert vatn en einhvern veginn komumst við þó samt af,“ segir Alfredo og brosir og minnir á að myndirnar séu leið til þess að fanga þá sögu sem felst í þessu sambandi manns og náttúru. „Fyrir mér eru þessar myndir eins konar sagnfræðileg kortlagning á athöfnum mannsins. Skrásetning menningarminja sem þurfa að vekja okkur til umhugsunar um hvernig við ætlum að lifa á þessari jörð. Við getum ekki endalaust vaðið áfram án þess að staldra við og hugsa um það hvað við skiljum eftir okkur og hvað ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira