Hanna Rún bjó til bleika glimmerbindi Bergþórs Benedikt Bóas skrifar 17. apríl 2018 06:00 Hanna Rún og Bergþór Pálsson voru glæsileg á sunndag. Atli Björgvinsson Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti. Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti.
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00
Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00