Tónlist

Lunkinn ljósmyndari leikstýrði myndbandi Jóa Pé og Króla

Benedikt Bóas skrifar
Jói Pé og Króli sýna snilldartakta sem fyrr við míkrófóninn en einnig fyrir framan myndavélarnar.
Jói Pé og Króli sýna snilldartakta sem fyrr við míkrófóninn en einnig fyrir framan myndavélarnar.
Anna Maggý leikstýrði nýju myndbandi við lagið Þráhyggja með Jóa Pé og Króla. Tugþúsundir hafa horft á það á YouTube og fær það góða dóma. Þetta er fyrsta myndbandið sem Anna Maggý leikstýrir.

„Ég hafði samband við strákana því mig langaði að vinna með þeim,“ segir Anna Maggý, leikstjóri nýja myndbandsins þeirra Jóa Pé og Króla. Anna Maggý hefur náð langt sem ljósmyndari þrátt fyrir ungan aldur og smellt af fyrir stórfyrirtæki eins og Nike og stílíserað fyrir Adidas svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta var í fyrsta sinn sem teymið vinnur saman og fyrsta tónlistarmyndbandið sem Anna Maggý hefur gert.

„Myndbandið hefur engan söguþráð en það snýst um mismunandi sjónarhorn sem maður sér ekki dagsdaglega. Ég hef gaman af að rugla aðeins með því að skjóta í gegnum mismunandi form sem eru krefjandi bæði fyrir augun og hausinn,“ segir hún.



Anna Maggý.
Teymið setti nánast þjóðfélagið á hliðina þegar það mætti við stórbrunann í Garðabæ í byrjun mánaðarins, þegar Geymslur brunnu til kaldra kola.

Netverjum fannst sú hegðun ekki í lagi og sá teymið á bak við myndbandið sér þann kost vænstan að nota ekkert myndefni. Baðst Króli afsökunar og sagði að þetta hefði verið 100 prósent rangt og var fullur iðrunar. 

Sjá einnig:JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann

Eini eldurinn sem kviknar í myndbandinu er brennandi túbusjónvarp.

Lagið hefur verið að fá glimrandi dóma og mikla spilun og þykir myndbandið bæta lagið sem Anna Maggý segir að sé sturlað.

„Platan Afsakið hlé er það líka. Hún mun sýna fólki nýja hlið á þeim.“ 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.