Google og Facebook eru tvö af stærstu internetfyrirtækjum í heimi, ásamt Apple og Amazon. Flestir landsmenn ættu að kannast við þessi fyrirtæki. Sjálf hef ég aldrei átt fartölvur eða snjallsíma frá öðrum en Apple og Facebook og Google nota ég mikið á hverjum einasta degi. Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. Greinin birtist á vef breska dagblaðsins Guardian og er eftir Dylan Curran, gagnasérfræðing og vefforritara. Curran tók sig til og náði í öll þau gögn um sig sem hann gat nálgast frá Facebook og Google. Fréttirnar um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica og hvernig það komst ólöglega yfir persónuupplýsingar frá tugum milljóna notenda Facebook hafa eflaust hreyft við honum, eins og fleirum. Ég verð þó að viðurkenna að ég kippti mér ekki mikið upp við þær fréttir. Þetta var vissulega sláandi en ég vissi svo sem alveg hvað Facebook veit mikið um mig, eða það hélt ég. Það var grein Curran um það gríðarlega magn gagna sem Google og Facebook höfðu um hann sem sló mig svo ég ákvað að gera slíkt hið sama: ná í gögnin sem þessi tvö risafyrirtæki hafa um mig og kanna að hverju ég kæmist. Ég var bæði spennt og líka smá stressuð á meðan ég beið eftir gögnunum því það er auðvitað svolítið óhugnanlegt að hugsa til þessu hversu mikið til dæmis Facebook veit um mig.Það er alls ekki flókið að ná í gögnin frá Facebook en maður gæti þurft að bíða svolítið eftir þeim.Það sem Facebook veit Ég skráði mig á Facebook þann 27. nóvember 2007. Gögnin sem sem samfélagsmiðillinn hefur safnað um mig á þessum rúmlega 10 árum eru alls um 1,1 gígabæt. Það tók Facebook um 90 mínútur að taka gögnin saman en allir notendur Facebook geta hlaðið niður gögnunum sínum með því að fara í Stillingar (Settings) og Almennar aðgangsstillingar (General Account Settings). Þar neðst er svo valmöguleikinn „Hlaða niður afriti af Facebook gögnum þínum“ (Download a copy your Facebook Data). Ég fékk síðan tilkynningu þegar gögnin voru tilbúin til niðurhals. Facebook hefur skrá yfir öll samtöl sem ég hef átt í gegnum miðilinn á Messenger. Þau eru samtals 1684 og með því að opna skrána fyrir hvert þeirra gat ég lesið mig í gegnum hvert einasta samtal. Þá er sérstök skrá fyrir allar myndir og öll myndbönd sem ég hef sett á Facebook í gegnum tíðina og viðburði sem ég hef farið á eða sýnt áhuga á að fara á. Einnig er að finna skrá í gögnunum með öllum „öppunum“ sem ég hef náð í og notað í gegnum Facebook, til dæmis smáforrit sem ég sett á símann minn, tölvuleiki sem ég hef spilað og alls konar furðuleg persónuleikapróf sem ég hef tekið, til dæmis What Nordic Country are You?Nokkrir af auglýsingaflokkunum sem Facebook beinir sérstaklega að blaðamanni.Auglýsingaflokkar eftir áhugamálum Ein skráin frá Facebook heitir einfaldlega „Auglýsingar.“ Þar má finna lista yfir þá auglýsingaflokka sem er sérstaklega beint að mér út frá áhugamálum mínum en Facebook nálgast upplýsingar um þau meðal annars út frá þeim síðum sem ég hef „lækað“ og hópum sem ég er í. Alls eru auglýsingaflokkarnir 260. Til að taka nokkur dæmi um hvað má finna á listanum yfir flokkana get ég nefnt fjöll, stuttmyndir, hús, verufræði og núðlur. Í auglýsingaskránni er síðan einnig auglýsingasagan mín en þar eru taldar upp allar þær auglýsingar sem ég hef smellt á á Facebook síðustu tvo mánuði.Hvenær og í hvaða tæki ég skrái mig inn Ein skráin frá Facebook inniheldur nákvæmar upplýsingar um hvenær ég hef skráð mig inn og út af miðlinum og í hvaða tæki, hvort sem það er tölvan mín í vinnunni, snjallsíminn minn eða fartölvan heima.Vinalistinn, tímalínan og öll símanúmerin Að sjálfsögðu er vinalistinn á meðal gagnanna sem Facebook hefur um mig. Á listanum má finna alla vinina og hvenær þeir urðu vinir mínir. Daginn sem ég byrjaði á Facebook eignaðist ég til dæmis 30 vini. Síðan má reyndar líka finna lista yfir alla „fyrrverandi“ vinina, það er að segja þá sem ég hef eytt af vinalistanum mínum, en ef marka má gögnin var ég sérstaklega kræf í að henda fólki út af Facebook-inu mínu árið 2011. Ég hef hins vegar ekki hent neinum út síðustu fjögur ár eða svo. Tímalínan er síðan öll í einni skrá; allar athugasemdir, allir póstar, allar myndir, öll læk og svo framvegis. Í einni skrá eru síðan nánast öll símanúmerin úr tengiliðalistanum í símanum mínum.Google er eitt stærsta internetfyrirtæki í heimi og það býr yfir ýmsum upplýsingum um notendur sína.vísir/gettyÞað sem Google veit Það tók Google nokkra klukkutíma að safna saman gögnunum um mig en hér geta notendur Google náð í sín gögn frá fyrirtækinu. Gögnin komu í þremur mismunandi skjölum sem eru samtals 4,8 gígabæt sem samsvarar um 2,5 milljónum Word-skjala. Eitt gagnaskjalið frá Google hafði bara að geyma allan tölvupóstinn minn sem ég hef fengið og sent í gegnum Gmailið mitt. Það skjal var jafnframt það stærsta, eða 2,48 gígabæt. Google þekkir síðan allt sem ég hef leitað að í gegnum Google, hvort sem það eru myndir, myndbönd eða heimskulegar spurningar eins og „How many gigabytes are in a word document?“ Það þekkir alla YouTube-söguna mína; hvaða lög ég hef spilað, hvaða spilunarlista ég nota og að hverju ég hef leitað þar. Google veit til dæmis að ég var á Stjórnarballi miðvikudaginn fyrir skírdag og var að senda vinum mínum Stjórnarmyndbönd til að keyra stemninguna í gang fyrir kvöldið. Google safnar síðan öllum bókamerkjunum sem ég hef merkt í Google Chrome sem og auðvitað allri sögunni minni í vafranum sjálfum, það er hvaða vefsíður ég hef heimsótt. Þá er Google með öll skjöl sem ég hef sett inn í Google Drive og alla tengiliði.Skjáskot úr gögnum blaðamanns sem sýnir brot af því sem Google Maps veit.Staðsetningar og auglýsingar Ég, eins og margir, nota Google Maps rosalega mikið. Að sjálfsögðu safnar Google þeim gögnum mínum samviskusamlega en þar sem ég er með það stillt þannig á símanum að forritið staðsetur mig „bara“ þegar ég nota það eru ekki allar staðsetningar mínar síðan ég byrjaði að nota Google Maps í gögnunum. Í gögnunum má hins vegar finna alla staði sem ég hef leitað að og öll mín ferðalög þegar ég hef notast við Google Maps. Síðan eru það blessaðar auglýsingarnar. Líkt og Facebook er Google með nokkurs auglýsinga-prófíl um mig. Þar kemur fram að ég er kona og er á aldrinum 25 til 34 ára. Þegar maður les sér síðan meira til um auglýsingar á Google kemur fram að fyrirtækið notar meðal annars leitina á Google Maps til að beina auglýsingum sérstaklega að manni, upplýsingar úr öðrum forritum sem maður hefur notað og persónuupplýsingar sem maður hefur veitt Google, til dæmis um kyn, aldur og áhugamál.Want to freak yourself out? I'm gonna show just how much of your information the likes of Facebook and Google store about you without you even realising it — Dylan Curran (@iamdylancurran) March 24, 2018Hvernig er hægt að koma í veg fyrir upplýsingasöfnun frá fyrirtækjum á borð við Google og Facebook? Eins og ég sagði í byrjun þá var ég ekki mikið að velta mér upp úr því hvaða upplýsingar Google og Facebook hefðu um mig fyrr en í síðustu viku. Ég hafði vissulega pælt í þessu endrum og eins en þá kannski helst í tengslum við Messenger og allt sem maður hefur látið flakka þar í samtölum við fólk. Eins og eflaust fleiri þá er eitt af því sem ég óttast mest stundin þegar einhver nær að hakka sig inn í Messenger og leka öllum samtölunum sem þar hafa farið fram beint á netið þar sem þau svo verða fyrir allra augum um ókomna tíð. En nú er kannski kominn tími til að verða meðvitaðri um þetta allt, ekki síst þegar það virðist ekkert sérstaklega flókið fyrir fyrirtæki að komast yfir persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook. Eftir að Dylan Curran vakti athygli á öllu gagnamagninu sem Facebook og Google safna um mann var sett upp heimasíða þar sem finna má leiðbeiningar um það hvernig koma má í veg fyrir upplýsingasöfnun þeirra en leiðbeiningarnar má finna hér. Facebook Google Tækni Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Google og Facebook eru tvö af stærstu internetfyrirtækjum í heimi, ásamt Apple og Amazon. Flestir landsmenn ættu að kannast við þessi fyrirtæki. Sjálf hef ég aldrei átt fartölvur eða snjallsíma frá öðrum en Apple og Facebook og Google nota ég mikið á hverjum einasta degi. Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. Greinin birtist á vef breska dagblaðsins Guardian og er eftir Dylan Curran, gagnasérfræðing og vefforritara. Curran tók sig til og náði í öll þau gögn um sig sem hann gat nálgast frá Facebook og Google. Fréttirnar um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica og hvernig það komst ólöglega yfir persónuupplýsingar frá tugum milljóna notenda Facebook hafa eflaust hreyft við honum, eins og fleirum. Ég verð þó að viðurkenna að ég kippti mér ekki mikið upp við þær fréttir. Þetta var vissulega sláandi en ég vissi svo sem alveg hvað Facebook veit mikið um mig, eða það hélt ég. Það var grein Curran um það gríðarlega magn gagna sem Google og Facebook höfðu um hann sem sló mig svo ég ákvað að gera slíkt hið sama: ná í gögnin sem þessi tvö risafyrirtæki hafa um mig og kanna að hverju ég kæmist. Ég var bæði spennt og líka smá stressuð á meðan ég beið eftir gögnunum því það er auðvitað svolítið óhugnanlegt að hugsa til þessu hversu mikið til dæmis Facebook veit um mig.Það er alls ekki flókið að ná í gögnin frá Facebook en maður gæti þurft að bíða svolítið eftir þeim.Það sem Facebook veit Ég skráði mig á Facebook þann 27. nóvember 2007. Gögnin sem sem samfélagsmiðillinn hefur safnað um mig á þessum rúmlega 10 árum eru alls um 1,1 gígabæt. Það tók Facebook um 90 mínútur að taka gögnin saman en allir notendur Facebook geta hlaðið niður gögnunum sínum með því að fara í Stillingar (Settings) og Almennar aðgangsstillingar (General Account Settings). Þar neðst er svo valmöguleikinn „Hlaða niður afriti af Facebook gögnum þínum“ (Download a copy your Facebook Data). Ég fékk síðan tilkynningu þegar gögnin voru tilbúin til niðurhals. Facebook hefur skrá yfir öll samtöl sem ég hef átt í gegnum miðilinn á Messenger. Þau eru samtals 1684 og með því að opna skrána fyrir hvert þeirra gat ég lesið mig í gegnum hvert einasta samtal. Þá er sérstök skrá fyrir allar myndir og öll myndbönd sem ég hef sett á Facebook í gegnum tíðina og viðburði sem ég hef farið á eða sýnt áhuga á að fara á. Einnig er að finna skrá í gögnunum með öllum „öppunum“ sem ég hef náð í og notað í gegnum Facebook, til dæmis smáforrit sem ég sett á símann minn, tölvuleiki sem ég hef spilað og alls konar furðuleg persónuleikapróf sem ég hef tekið, til dæmis What Nordic Country are You?Nokkrir af auglýsingaflokkunum sem Facebook beinir sérstaklega að blaðamanni.Auglýsingaflokkar eftir áhugamálum Ein skráin frá Facebook heitir einfaldlega „Auglýsingar.“ Þar má finna lista yfir þá auglýsingaflokka sem er sérstaklega beint að mér út frá áhugamálum mínum en Facebook nálgast upplýsingar um þau meðal annars út frá þeim síðum sem ég hef „lækað“ og hópum sem ég er í. Alls eru auglýsingaflokkarnir 260. Til að taka nokkur dæmi um hvað má finna á listanum yfir flokkana get ég nefnt fjöll, stuttmyndir, hús, verufræði og núðlur. Í auglýsingaskránni er síðan einnig auglýsingasagan mín en þar eru taldar upp allar þær auglýsingar sem ég hef smellt á á Facebook síðustu tvo mánuði.Hvenær og í hvaða tæki ég skrái mig inn Ein skráin frá Facebook inniheldur nákvæmar upplýsingar um hvenær ég hef skráð mig inn og út af miðlinum og í hvaða tæki, hvort sem það er tölvan mín í vinnunni, snjallsíminn minn eða fartölvan heima.Vinalistinn, tímalínan og öll símanúmerin Að sjálfsögðu er vinalistinn á meðal gagnanna sem Facebook hefur um mig. Á listanum má finna alla vinina og hvenær þeir urðu vinir mínir. Daginn sem ég byrjaði á Facebook eignaðist ég til dæmis 30 vini. Síðan má reyndar líka finna lista yfir alla „fyrrverandi“ vinina, það er að segja þá sem ég hef eytt af vinalistanum mínum, en ef marka má gögnin var ég sérstaklega kræf í að henda fólki út af Facebook-inu mínu árið 2011. Ég hef hins vegar ekki hent neinum út síðustu fjögur ár eða svo. Tímalínan er síðan öll í einni skrá; allar athugasemdir, allir póstar, allar myndir, öll læk og svo framvegis. Í einni skrá eru síðan nánast öll símanúmerin úr tengiliðalistanum í símanum mínum.Google er eitt stærsta internetfyrirtæki í heimi og það býr yfir ýmsum upplýsingum um notendur sína.vísir/gettyÞað sem Google veit Það tók Google nokkra klukkutíma að safna saman gögnunum um mig en hér geta notendur Google náð í sín gögn frá fyrirtækinu. Gögnin komu í þremur mismunandi skjölum sem eru samtals 4,8 gígabæt sem samsvarar um 2,5 milljónum Word-skjala. Eitt gagnaskjalið frá Google hafði bara að geyma allan tölvupóstinn minn sem ég hef fengið og sent í gegnum Gmailið mitt. Það skjal var jafnframt það stærsta, eða 2,48 gígabæt. Google þekkir síðan allt sem ég hef leitað að í gegnum Google, hvort sem það eru myndir, myndbönd eða heimskulegar spurningar eins og „How many gigabytes are in a word document?“ Það þekkir alla YouTube-söguna mína; hvaða lög ég hef spilað, hvaða spilunarlista ég nota og að hverju ég hef leitað þar. Google veit til dæmis að ég var á Stjórnarballi miðvikudaginn fyrir skírdag og var að senda vinum mínum Stjórnarmyndbönd til að keyra stemninguna í gang fyrir kvöldið. Google safnar síðan öllum bókamerkjunum sem ég hef merkt í Google Chrome sem og auðvitað allri sögunni minni í vafranum sjálfum, það er hvaða vefsíður ég hef heimsótt. Þá er Google með öll skjöl sem ég hef sett inn í Google Drive og alla tengiliði.Skjáskot úr gögnum blaðamanns sem sýnir brot af því sem Google Maps veit.Staðsetningar og auglýsingar Ég, eins og margir, nota Google Maps rosalega mikið. Að sjálfsögðu safnar Google þeim gögnum mínum samviskusamlega en þar sem ég er með það stillt þannig á símanum að forritið staðsetur mig „bara“ þegar ég nota það eru ekki allar staðsetningar mínar síðan ég byrjaði að nota Google Maps í gögnunum. Í gögnunum má hins vegar finna alla staði sem ég hef leitað að og öll mín ferðalög þegar ég hef notast við Google Maps. Síðan eru það blessaðar auglýsingarnar. Líkt og Facebook er Google með nokkurs auglýsinga-prófíl um mig. Þar kemur fram að ég er kona og er á aldrinum 25 til 34 ára. Þegar maður les sér síðan meira til um auglýsingar á Google kemur fram að fyrirtækið notar meðal annars leitina á Google Maps til að beina auglýsingum sérstaklega að manni, upplýsingar úr öðrum forritum sem maður hefur notað og persónuupplýsingar sem maður hefur veitt Google, til dæmis um kyn, aldur og áhugamál.Want to freak yourself out? I'm gonna show just how much of your information the likes of Facebook and Google store about you without you even realising it — Dylan Curran (@iamdylancurran) March 24, 2018Hvernig er hægt að koma í veg fyrir upplýsingasöfnun frá fyrirtækjum á borð við Google og Facebook? Eins og ég sagði í byrjun þá var ég ekki mikið að velta mér upp úr því hvaða upplýsingar Google og Facebook hefðu um mig fyrr en í síðustu viku. Ég hafði vissulega pælt í þessu endrum og eins en þá kannski helst í tengslum við Messenger og allt sem maður hefur látið flakka þar í samtölum við fólk. Eins og eflaust fleiri þá er eitt af því sem ég óttast mest stundin þegar einhver nær að hakka sig inn í Messenger og leka öllum samtölunum sem þar hafa farið fram beint á netið þar sem þau svo verða fyrir allra augum um ókomna tíð. En nú er kannski kominn tími til að verða meðvitaðri um þetta allt, ekki síst þegar það virðist ekkert sérstaklega flókið fyrir fyrirtæki að komast yfir persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook. Eftir að Dylan Curran vakti athygli á öllu gagnamagninu sem Facebook og Google safna um mann var sett upp heimasíða þar sem finna má leiðbeiningar um það hvernig koma má í veg fyrir upplýsingasöfnun þeirra en leiðbeiningarnar má finna hér.
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19