Brugguðu fyrsta alíslenska kvenbjórinn Benedikt Bóas skrifar 7. apríl 2018 13:00 Því miður komust ekki allar konurnar sem komu að bruggun Bríetar þegar hún var kynnt á fimmtudag. En hér eru fimm fræknar, glaðar og kátar með Bríeti í glasi. Frá vinstri Ragnheiður Axel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Alyson Hartwig, Laufey Sif Lárusdóttir og Cassie Cosgrove. Á myndina vantar Ástu Ósk, Berglindi Snæland og Hrefnu Karítas. Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira