Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 12:30 Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti. Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn. Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum. Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi. Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað. Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata. Surgery ok. I have to thank all the people worried for me. Nothing else, just a big thanks. Hugs! L'operazione è andata bene. Voglio ringraziare tutte le persone che hanno chiesto di me e si sono preoccupate. Solo un grande GRAZIE. Abbracci #thanks #grazie A post shared by Francesco Cigarini (@francesco.cigarini) on Apr 8, 2018 at 5:50pm PDT Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti. Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn. Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum. Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi. Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað. Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata. Surgery ok. I have to thank all the people worried for me. Nothing else, just a big thanks. Hugs! L'operazione è andata bene. Voglio ringraziare tutte le persone che hanno chiesto di me e si sono preoccupate. Solo un grande GRAZIE. Abbracci #thanks #grazie A post shared by Francesco Cigarini (@francesco.cigarini) on Apr 8, 2018 at 5:50pm PDT
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira