"Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Ritstjórn skrifar 31. mars 2018 08:00 Eydís Blöndal Móðir – kona – meyja. Sumir segja að móðurhlutverkið sé eitt það mikilvægasta í heiminum. Hlutverk sem í senn er það besta og það erfiðasta sem maður tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að hlutverkið sjálft hafi breyst í aldanna rás er grunnurinn ávallt sá hinn sami, skilyrðislaus ást. Glamour fékk nokkrar fræknar konur til að deila með okkur sinni reynslu af þessu margslungna hlutverki. Móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, án þess að sykurhúða neitt. Hér er Eydís Blöndal. Ég hef gengið með barn og veit að það er líklega persónulegasta upplifun sem til er. Líkamlegu breytingarnar eru einar og sér einstakar og mismunandi hjá hverri og einni, en sjaldnar er talað um breytingarnar og tilfinningarnar sem vaxa innra með manni. Eftir að ég byrjaði að finna fyrir óléttunni og tilfinningaflóðinu sem sást ekki utan á mér, ákvað ég að tala opinskátt og hreinskilið um mína upplifun. Ég hafði aldrei verið náin óléttri konu, og þar af leiðandi vissi ég ekkert um meðgöngu. Enginn hjúkrunarfræðingur eða kennari hafði haft vit á því að segja mér, konu, frá merkilegasta og flóknasta ferli heims, þrátt fyrir að ég myndi mjög líklega ganga í gegnum það. Ég hafði aldrei áttað mig á því að það væri eitthvað meira sem ég þyrfti að vita en það sem ég hafði séð í bíómyndum. Það eina sem ég vissi var það sem mamma hafði sagt mér, og strax þá vissi ég meira en margir. Mig hefur alltaf langað til að ganga með, fæða og fá að ala upp barn. Ég hef verið þakklát fyrir þau forréttindi að geta fætt barn, haft mikinn áhuga á uppeldi og fundist allt sem viðkemur þessu ferli vera spennandi og áhugavert. Svo var það allt í einu ég sem var orðin ólétt og ég gat ómögulega samsamað mig þeirri hugmynd. Ég. Manneskjan sem ég hef alltaf verið. Er allt í einu ekki bara ég. Ég starði á sjálfa mig tímunum saman og hugsaði að líf og tilvera einhverrar manneskju sem ég þekkti ekki neitt væri háð mér. Samt hafði ekkert breyst. Nema að ég mátti ekki borða sushi. Þegar ég fékk það staðfest að ég væri ólétt fann ég ekki neitt. Ég varð ekki glöð, en ég varð heldur alls ekki leið. Ég fann ótrúlega sterkt fyrir því að finna ekki neitt. Ég get ekki lýst tilfinningunni sem óx innra með mér þegar leið á meðgönguna með neinu öðru orði en að hún hafi verið blendin. Því þetta var stórkostlegt, spennandi og magnað, að fá að hjálpa annars sjálfstæðum einstaklingi á meðan hann verður til, en á sama tíma var ég með hnút í maganum. Margt sem samfélagið hafði sagt mér alla ævi braust út, varð ýktara, stækkaði eða snerist á hvolf. Að alast upp við það að vera aldrei nógu góð líkamlega, alltaf eitthvað að, og þurfa svo að treysta á líkama minn til að sinna mestu nákvæmnisvinnu sem ég gat ímyndað mér reyndist mér gífurlega erfitt. Auðvitað er eitthvað að. Auðvitað fæðist barnið með einhverja hömlun eða sjúkdóm sem mun gera líf þess erfiðara og sársaukafyllra en það þarf að vera, og auðvitað er það mér og mínum gallaða líkama að kenna. Ég vissi ekki að ég hataði líkama minn fyrr en ég varð ólétt, og öll meðgangan varð barátta við sjálfa mig til að læra raunverulega að treysta honum. Svo kom að því að fólk vissi að ég væri ólétt. Það var mikill léttir að geta loksins sagt fólki af hverju ég kæmist ekki í afmælið til þess, en á sama tíma var það þá fyrst sem ég upplifði að heimur minn hefði algjörlega umturnast. Flest öll samtöl snerust um meðgönguna, sem var allt í lagi út af fyrir sig, ég hugsaði sjálf varla um annað. En skyndilega var ég ekki lengur manneskjan sem ég hafði verið að leita að og móta öll mín unglingsár, heldur var eins og persónuleika mínum hefði verið kippt undan mér. Ég upplifði mig sem ekkert nema ólétta konu. Ég var að fara í partí. Það var farið að sjá vel á mér, en ég var hraust og var loksins að fara að mála mig, klæðast flottum fötum og hitta vini mína. Þegar ég var tilbúin leit ég í spegil og það fyrsta sem ég hugsaði var: „Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Konur fá ekki að vera sínar eigin. Áður en ég varð ólétt var líkami minn fyrir karla, þá mátti ég, átti ég, vildi ég vera sexí. Núna þegar ég var ólétt var líkami minn fyrir barnið, og þess vegna fannst mér óviðeigandi að vera sexí. Mikið er maður eitthvað brenglaður. Ég fæddi bestu stelpu í heimi í janúar. Ég horfði á hana koma út úr leginu mínu og fannst allt við það fáránlegt, á jákvæðan hátt. Ég vissi ekkert hvernig maður býr til manneskju (fyrir utan kannski þetta með kynlífið) og allt í einu var stelpa í heiminum sem hefði ekki verið til nema fyrir allt þetta erfiði mitt (fyrir utan kannski þetta með kynlífið). Það er svo fyndið með meðgöngu og fæðingu. Á bak við allar manneskjur í heimi – Beyoncé, Davíð Oddsson, þig, píanókennarann minn í grunnskóla og ALLA hina – er manneskja sem gekk í gegnum þetta! Og samt er aldrei talað um þetta af neinu viti. Allt þetta brjálaða ferli, sem er algjör grundvöllur þess að fólk sé til, er eins og einkamál ljósmæðra og foreldra. Ekkert sagt um meðgöngu og fæðingu í kynfræðslu í grunnskóla, né lífsleikni í framhaldsskóla. Samt munu flest öll okkar ganga í gegnum þetta á einhverjum tímapunkti. Spurningar sem ég fékk á meðgöngu frá fólki sem hefur aldrei upplifað þetta sjálft voru flestar litaðar af fáfræði eða fræði fenginni úr amerískum kvikmyndum. Konum er óglatt á morgnana, missa svo vatnið eftir níu mánuði og fæða barn, einni taxaferð seinna. Og áður en ég varð ólétt vissi ég ekki betur. En vá, raunveruleikinn er allt annar.Pistillinn birtist fyrst í sérstökum kafla í júlí/ágústblaði Glamour 2017 tileinkuðu móðurhlutverkinu. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Í stíl á tískuvikunni Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour
Móðir – kona – meyja. Sumir segja að móðurhlutverkið sé eitt það mikilvægasta í heiminum. Hlutverk sem í senn er það besta og það erfiðasta sem maður tekur sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að hlutverkið sjálft hafi breyst í aldanna rás er grunnurinn ávallt sá hinn sami, skilyrðislaus ást. Glamour fékk nokkrar fræknar konur til að deila með okkur sinni reynslu af þessu margslungna hlutverki. Móðurhlutverkið í sinni tærustu mynd, án þess að sykurhúða neitt. Hér er Eydís Blöndal. Ég hef gengið með barn og veit að það er líklega persónulegasta upplifun sem til er. Líkamlegu breytingarnar eru einar og sér einstakar og mismunandi hjá hverri og einni, en sjaldnar er talað um breytingarnar og tilfinningarnar sem vaxa innra með manni. Eftir að ég byrjaði að finna fyrir óléttunni og tilfinningaflóðinu sem sást ekki utan á mér, ákvað ég að tala opinskátt og hreinskilið um mína upplifun. Ég hafði aldrei verið náin óléttri konu, og þar af leiðandi vissi ég ekkert um meðgöngu. Enginn hjúkrunarfræðingur eða kennari hafði haft vit á því að segja mér, konu, frá merkilegasta og flóknasta ferli heims, þrátt fyrir að ég myndi mjög líklega ganga í gegnum það. Ég hafði aldrei áttað mig á því að það væri eitthvað meira sem ég þyrfti að vita en það sem ég hafði séð í bíómyndum. Það eina sem ég vissi var það sem mamma hafði sagt mér, og strax þá vissi ég meira en margir. Mig hefur alltaf langað til að ganga með, fæða og fá að ala upp barn. Ég hef verið þakklát fyrir þau forréttindi að geta fætt barn, haft mikinn áhuga á uppeldi og fundist allt sem viðkemur þessu ferli vera spennandi og áhugavert. Svo var það allt í einu ég sem var orðin ólétt og ég gat ómögulega samsamað mig þeirri hugmynd. Ég. Manneskjan sem ég hef alltaf verið. Er allt í einu ekki bara ég. Ég starði á sjálfa mig tímunum saman og hugsaði að líf og tilvera einhverrar manneskju sem ég þekkti ekki neitt væri háð mér. Samt hafði ekkert breyst. Nema að ég mátti ekki borða sushi. Þegar ég fékk það staðfest að ég væri ólétt fann ég ekki neitt. Ég varð ekki glöð, en ég varð heldur alls ekki leið. Ég fann ótrúlega sterkt fyrir því að finna ekki neitt. Ég get ekki lýst tilfinningunni sem óx innra með mér þegar leið á meðgönguna með neinu öðru orði en að hún hafi verið blendin. Því þetta var stórkostlegt, spennandi og magnað, að fá að hjálpa annars sjálfstæðum einstaklingi á meðan hann verður til, en á sama tíma var ég með hnút í maganum. Margt sem samfélagið hafði sagt mér alla ævi braust út, varð ýktara, stækkaði eða snerist á hvolf. Að alast upp við það að vera aldrei nógu góð líkamlega, alltaf eitthvað að, og þurfa svo að treysta á líkama minn til að sinna mestu nákvæmnisvinnu sem ég gat ímyndað mér reyndist mér gífurlega erfitt. Auðvitað er eitthvað að. Auðvitað fæðist barnið með einhverja hömlun eða sjúkdóm sem mun gera líf þess erfiðara og sársaukafyllra en það þarf að vera, og auðvitað er það mér og mínum gallaða líkama að kenna. Ég vissi ekki að ég hataði líkama minn fyrr en ég varð ólétt, og öll meðgangan varð barátta við sjálfa mig til að læra raunverulega að treysta honum. Svo kom að því að fólk vissi að ég væri ólétt. Það var mikill léttir að geta loksins sagt fólki af hverju ég kæmist ekki í afmælið til þess, en á sama tíma var það þá fyrst sem ég upplifði að heimur minn hefði algjörlega umturnast. Flest öll samtöl snerust um meðgönguna, sem var allt í lagi út af fyrir sig, ég hugsaði sjálf varla um annað. En skyndilega var ég ekki lengur manneskjan sem ég hafði verið að leita að og móta öll mín unglingsár, heldur var eins og persónuleika mínum hefði verið kippt undan mér. Ég upplifði mig sem ekkert nema ólétta konu. Ég var að fara í partí. Það var farið að sjá vel á mér, en ég var hraust og var loksins að fara að mála mig, klæðast flottum fötum og hitta vini mína. Þegar ég var tilbúin leit ég í spegil og það fyrsta sem ég hugsaði var: „Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Konur fá ekki að vera sínar eigin. Áður en ég varð ólétt var líkami minn fyrir karla, þá mátti ég, átti ég, vildi ég vera sexí. Núna þegar ég var ólétt var líkami minn fyrir barnið, og þess vegna fannst mér óviðeigandi að vera sexí. Mikið er maður eitthvað brenglaður. Ég fæddi bestu stelpu í heimi í janúar. Ég horfði á hana koma út úr leginu mínu og fannst allt við það fáránlegt, á jákvæðan hátt. Ég vissi ekkert hvernig maður býr til manneskju (fyrir utan kannski þetta með kynlífið) og allt í einu var stelpa í heiminum sem hefði ekki verið til nema fyrir allt þetta erfiði mitt (fyrir utan kannski þetta með kynlífið). Það er svo fyndið með meðgöngu og fæðingu. Á bak við allar manneskjur í heimi – Beyoncé, Davíð Oddsson, þig, píanókennarann minn í grunnskóla og ALLA hina – er manneskja sem gekk í gegnum þetta! Og samt er aldrei talað um þetta af neinu viti. Allt þetta brjálaða ferli, sem er algjör grundvöllur þess að fólk sé til, er eins og einkamál ljósmæðra og foreldra. Ekkert sagt um meðgöngu og fæðingu í kynfræðslu í grunnskóla, né lífsleikni í framhaldsskóla. Samt munu flest öll okkar ganga í gegnum þetta á einhverjum tímapunkti. Spurningar sem ég fékk á meðgöngu frá fólki sem hefur aldrei upplifað þetta sjálft voru flestar litaðar af fáfræði eða fræði fenginni úr amerískum kvikmyndum. Konum er óglatt á morgnana, missa svo vatnið eftir níu mánuði og fæða barn, einni taxaferð seinna. Og áður en ég varð ólétt vissi ég ekki betur. En vá, raunveruleikinn er allt annar.Pistillinn birtist fyrst í sérstökum kafla í júlí/ágústblaði Glamour 2017 tileinkuðu móðurhlutverkinu.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kourtney Kardashian í JÖR Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Í stíl á tískuvikunni Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour