Messi jafnaði í ótrúlegri endurkomu Barcelona

agjajj skrifar
Magnaður Messi.
Magnaður Messi. Vísir/Getty
Barcelona hefur ekki tapað leik í spænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið og það breyttist ekki í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli við Sevilla á útivelli.

Franco Vasquez kom Sevilla yfir á 36. mínútu og í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Luis Muriel forystuna eftir að hafa fengið boltann í teignum einn og óvaldaður.

Börsungar komnir í hann knappann en Lionel Messi byrjaði á bekknum. Hann hafði glímt við meiðsli en skömmu eftir annað mark Sevilla, eða nánar tiltekið á 58. mínútu, var argentíski snillingurinn kallaður á vettvang.

Mínúturnar liðu og flest stefndi í fyrsta tap Barcelona en þeir voru ekki á sama máli. Luis Suarez minnkaði muninn á 88. mínútu og það var svo hinn magnaði Messi sem jafnaði metin einungis mínútu síðar með góðu skoti. Lokatölur 2-2.

Grátlegt fyrir Sevilla sem fékk fjölmörg tækifæri til þess að gera út um leikinn í stöðunni 2-0. Þá fékk liðið fjöldan af upphlaupum en Börsungar voru fáliðaðir í vörninni.

Barcelona er á toppnum men tólf stiga forskot. Atletico Madrid er í öðru sætinu en þeir eiga leik til góða. Sevilla er í sjötta sæti deildarinnar en bæði lið verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Sevilla mætir Bayern Muncen og Barcelona mætir Roma.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira