Meira en bara trix og takkaskór Tómas Valgeirsson skrifar 28. mars 2018 16:00 Gunnar Helgason á góðri stundu með strákunum sem leika í Víti í Vestmannaeyjum. Visir/Stefán Það má oft spyrja sig hvers vegna við framleiðum ekki meira af alíslenskum barna- og fjölskyldumyndum með krökkum í aðalhlutverki, fyrst við höfum sýnt fram á fína getu með fáeinum sigurvegurum í gegnum árin. Þar stekkur auðvitað nokkur Benjamín dúfa upp í hugann, Stikkfrí líka, Jón Oddur og Jón Bjarni og kannski einn Pappírs Pési. Að sama skapi hefur heldur ekki verið gerð íslensk mynd um fótbolta eða íþróttir almennt handa yngri kynslóðinni sem skoðar þann heim með augum hennar. Víti í Vestmannaeyjum svarar kallinu, þessi ágæta aðlögun fyrstu bókarinnar í kunnugri seríu Gunnars Helgasonar og leynir hún á sér sprækan pakka, sem mun líklega oft um ókominn tíma rata í tækið hjá hópnum sem hún er ætluð. Í dag virðist sem að Bragi Þór Hinriksson sé orðinn að eins konar fyrirliði íslenskra leikstjóra í gerð barna- og fjölskyldumynda, hvað afköst og tíma varðar. Með fjórar heilar Sveppamyndir undir beltinu - og eina prýðisheppnaða þvælu um Harry og Heimi - hefur Bragi fundið sig í barnavænna efni með því að taka sæll á móti hinu ýkta og verið duglegur að græja alls konar tilvísanir í stórmeistara og sækja í amerískar klisjur og staðalmyndir af og til.Keppnisandinn kraumar Víti í Vestmannaeyjum er full af formúlum en hress og með nægilega stórt og opið hjarta til að tala til eldri hópa með sinni krúttuðu rödd. Myndin er keyrð á jákvæðum boðskap, aðgengilegri sögu og skemmtilega flippuðum taumi. Sagan segir annars frá hinum unga Jóni sem fer til Vestmannaeyja til að keppa á Peyjamótinu í fótbolta. Í eyjum kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem hefur einhverja djöfla að fela, og verður þá skýrt að átökin finnast utan vallarins sem innan. Í millitíðinni kemur Veðurstofan reglulega með viðvaranir um eitthvað sé farið að krauma, en hvaða eldfjall það er reynist vera svolítið sérstakt, eiginlega frekar ódýrt. En myndin snýst heppilega ekki eingöngu um pollabolta, flippaðar leikjalýsingar, sprang og gos í aðsigi, heldur bætist við hliðarsaga um heimilisofbeldi og flókin samskipti barna við foreldra sína. Heildin kemur út eins og blanda af íslensku sorgardrama handa börnum og lítilmagnasögu í Hollywood stíl, en umfram allt kemst hún upp með að vera smekklega sögð saga um erfiðleika, skilning, keppnisanda og sameiningu.Liðsheildin í lagi, en rétt svo Reglan er yfirleitt sú að ungir og óreyndir leikarar reyni oftar á taugarnar heldur en ekki, en Bragi virðist alveg vita hvers konar dýnamík hann sækist eftir og hittir á flottan hóp, eldri sem yngri. Söguhetjan Jón er ágætlega túlkaður af Lúkasi Emil Johansen en stundum er eins og handritið geri hann að aukapersónu í sinni eigin mynd. Samleikur strákanna er þó í heildina í takt við tóninn; sem er aldrei of ýktur en heldur ekki svo alvarlegur að mýkri atriðin verði of sykruð. Lúkas og Viktor Benóný Benediktsson eru engu að síður sterkir þegar þeir fá að skína. Stórgallaði pabbi Ívars, karakterinn sem sér hvað mest um að minna okkur á alvarlegri undirtóna myndarinnar, er leikinn af Jóa G. Jóhannessyni af þvílíkri prýði. Siggi Sigurjóns stelur annars allri myndinni sem hlýr, ágengur og fyndinn skipstjóri og Gunni Helga lífgar upp á fótboltasenurnar með látum sem ósýnilegi íþróttafréttamaðurinn, jafnvel þótt áhorfandinn hafi ekki hugmynd um hvaðan þessi rödd kemur. Á lokametrunum á Auddi Blö góða spretti. Því miður kemur þó hér enn eitt dæmið þar sem kvenhlutverkin eru skilin eftir á hliðarlínunni, og bitnar þetta sérstaklega á móður Jóns (sem Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur), sem er nánast alveg persónuleikalaus.Meira fjármagn hefði miklu munaðSem leikstjóri hefur Bragi yfirleitt mátað ýmsar tegundir skrautlegra stílbragða, en fjármagnið hefur ekki alltaf náð að gera hugmyndafluginu réttlæti. Víti í Vestmannaeyjum á það sameiginlegt með flestum Sveppamyndunum að líða fyrir óslípaða tölvueffekta en fær samt einhver prik fyrir metnaðinn. Myndin er laglega skotin, litrík og lífleg í framsetningu, ef við horfum framhjá hnökrum í klippingunni og mögulegri ofnotkun „slow-mo“ ramma. En það að heildin virki á sinn kjarnahóp er lykilatriði og hún fær aukastig fyrir að miða aðeins hærra en það. Ungir fótboltaunnendur láta sennilegast hæst heyra í sér, og það hvort dramatíski hápunkturinn yfir höfuð virki á áhorfandann veltur svolítið líka á hans þoli fyrir víkingaklappinu þessa dagana.Niðurstaða: Ýkt og flippuð en tekur sig mátulega alvarlega líka. Kannski ekki neitt til að hrópa „Hú!“ fyrir en boðskapurinn er sterkur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það má oft spyrja sig hvers vegna við framleiðum ekki meira af alíslenskum barna- og fjölskyldumyndum með krökkum í aðalhlutverki, fyrst við höfum sýnt fram á fína getu með fáeinum sigurvegurum í gegnum árin. Þar stekkur auðvitað nokkur Benjamín dúfa upp í hugann, Stikkfrí líka, Jón Oddur og Jón Bjarni og kannski einn Pappírs Pési. Að sama skapi hefur heldur ekki verið gerð íslensk mynd um fótbolta eða íþróttir almennt handa yngri kynslóðinni sem skoðar þann heim með augum hennar. Víti í Vestmannaeyjum svarar kallinu, þessi ágæta aðlögun fyrstu bókarinnar í kunnugri seríu Gunnars Helgasonar og leynir hún á sér sprækan pakka, sem mun líklega oft um ókominn tíma rata í tækið hjá hópnum sem hún er ætluð. Í dag virðist sem að Bragi Þór Hinriksson sé orðinn að eins konar fyrirliði íslenskra leikstjóra í gerð barna- og fjölskyldumynda, hvað afköst og tíma varðar. Með fjórar heilar Sveppamyndir undir beltinu - og eina prýðisheppnaða þvælu um Harry og Heimi - hefur Bragi fundið sig í barnavænna efni með því að taka sæll á móti hinu ýkta og verið duglegur að græja alls konar tilvísanir í stórmeistara og sækja í amerískar klisjur og staðalmyndir af og til.Keppnisandinn kraumar Víti í Vestmannaeyjum er full af formúlum en hress og með nægilega stórt og opið hjarta til að tala til eldri hópa með sinni krúttuðu rödd. Myndin er keyrð á jákvæðum boðskap, aðgengilegri sögu og skemmtilega flippuðum taumi. Sagan segir annars frá hinum unga Jóni sem fer til Vestmannaeyja til að keppa á Peyjamótinu í fótbolta. Í eyjum kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem hefur einhverja djöfla að fela, og verður þá skýrt að átökin finnast utan vallarins sem innan. Í millitíðinni kemur Veðurstofan reglulega með viðvaranir um eitthvað sé farið að krauma, en hvaða eldfjall það er reynist vera svolítið sérstakt, eiginlega frekar ódýrt. En myndin snýst heppilega ekki eingöngu um pollabolta, flippaðar leikjalýsingar, sprang og gos í aðsigi, heldur bætist við hliðarsaga um heimilisofbeldi og flókin samskipti barna við foreldra sína. Heildin kemur út eins og blanda af íslensku sorgardrama handa börnum og lítilmagnasögu í Hollywood stíl, en umfram allt kemst hún upp með að vera smekklega sögð saga um erfiðleika, skilning, keppnisanda og sameiningu.Liðsheildin í lagi, en rétt svo Reglan er yfirleitt sú að ungir og óreyndir leikarar reyni oftar á taugarnar heldur en ekki, en Bragi virðist alveg vita hvers konar dýnamík hann sækist eftir og hittir á flottan hóp, eldri sem yngri. Söguhetjan Jón er ágætlega túlkaður af Lúkasi Emil Johansen en stundum er eins og handritið geri hann að aukapersónu í sinni eigin mynd. Samleikur strákanna er þó í heildina í takt við tóninn; sem er aldrei of ýktur en heldur ekki svo alvarlegur að mýkri atriðin verði of sykruð. Lúkas og Viktor Benóný Benediktsson eru engu að síður sterkir þegar þeir fá að skína. Stórgallaði pabbi Ívars, karakterinn sem sér hvað mest um að minna okkur á alvarlegri undirtóna myndarinnar, er leikinn af Jóa G. Jóhannessyni af þvílíkri prýði. Siggi Sigurjóns stelur annars allri myndinni sem hlýr, ágengur og fyndinn skipstjóri og Gunni Helga lífgar upp á fótboltasenurnar með látum sem ósýnilegi íþróttafréttamaðurinn, jafnvel þótt áhorfandinn hafi ekki hugmynd um hvaðan þessi rödd kemur. Á lokametrunum á Auddi Blö góða spretti. Því miður kemur þó hér enn eitt dæmið þar sem kvenhlutverkin eru skilin eftir á hliðarlínunni, og bitnar þetta sérstaklega á móður Jóns (sem Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur), sem er nánast alveg persónuleikalaus.Meira fjármagn hefði miklu munaðSem leikstjóri hefur Bragi yfirleitt mátað ýmsar tegundir skrautlegra stílbragða, en fjármagnið hefur ekki alltaf náð að gera hugmyndafluginu réttlæti. Víti í Vestmannaeyjum á það sameiginlegt með flestum Sveppamyndunum að líða fyrir óslípaða tölvueffekta en fær samt einhver prik fyrir metnaðinn. Myndin er laglega skotin, litrík og lífleg í framsetningu, ef við horfum framhjá hnökrum í klippingunni og mögulegri ofnotkun „slow-mo“ ramma. En það að heildin virki á sinn kjarnahóp er lykilatriði og hún fær aukastig fyrir að miða aðeins hærra en það. Ungir fótboltaunnendur láta sennilegast hæst heyra í sér, og það hvort dramatíski hápunkturinn yfir höfuð virki á áhorfandann veltur svolítið líka á hans þoli fyrir víkingaklappinu þessa dagana.Niðurstaða: Ýkt og flippuð en tekur sig mátulega alvarlega líka. Kannski ekki neitt til að hrópa „Hú!“ fyrir en boðskapurinn er sterkur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira