Hafði alltaf lúmskan áhuga á förðun Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2018 06:00 Alexander var farinn að kenna sjálfur í Reykjavík Makeup School innan við ári eftir útskrift. Vísir/eyþór Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira