Magnaður Messi kláraði Chelsea | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2018 21:30 Lionel Messi var magnaður í kvöld og var ein aðal ástæða þess að Barcelona er komið í átta liða úrslit Meistaradelildar eftir 3-0 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna. Það voru ekki liðnar nema rúmlega tvær mínútur þegar fyrsta markið kom. Boltinn hrökk þá til Messi eftir darraðadans, en hann var í afar þröngu færi. Hann kom hins vegar boltanum í gegnum klofið á Thibaut Courtois og Barcelona komið yfir. Chelsea tók svo við sér og var að spila ágætlega án þess að skapa sér mikið af færum, en á 20. mínútu dró til tíðinda. Chelsea tapaði þá boltanum klaufalega og Börsungar geystust fram, Messi lagði boltann á Ousmane Dembele sem kláraði færið frábærlega og staðan orðin 2-0. Því þurftu ensku meistararnir að skora að minnsta kosti tvisvar, en Barcelona var 2-0 yfir í leikhléi. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik féll Marcus Alonso í teignum og gestirnir vildu víti, en ekkert dæmt. Eftir rúman klukkutíma kláraði svo Lionel Messi leikinn eftir að Luis Suarez lagði boltann á hann, en aftur setti þessi magnaði fótboltamaður boltann á milli fóta Courtois í markinu. Setja má spurningarmerki við Courtois í fyrsta og þriðja marki Barcelona, en þetta var 100. mark Messi í Meistaradeildinni. Ekki urðu mörkin fleiri og Barcelona er því komið í átta liða úrslitin ásamt Bayern Munchen, Liverpool, Man. City, Juventus, Real Madrid, Roma og Sevilla. Meistaradeild Evrópu
Lionel Messi var magnaður í kvöld og var ein aðal ástæða þess að Barcelona er komið í átta liða úrslit Meistaradelildar eftir 3-0 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna. Það voru ekki liðnar nema rúmlega tvær mínútur þegar fyrsta markið kom. Boltinn hrökk þá til Messi eftir darraðadans, en hann var í afar þröngu færi. Hann kom hins vegar boltanum í gegnum klofið á Thibaut Courtois og Barcelona komið yfir. Chelsea tók svo við sér og var að spila ágætlega án þess að skapa sér mikið af færum, en á 20. mínútu dró til tíðinda. Chelsea tapaði þá boltanum klaufalega og Börsungar geystust fram, Messi lagði boltann á Ousmane Dembele sem kláraði færið frábærlega og staðan orðin 2-0. Því þurftu ensku meistararnir að skora að minnsta kosti tvisvar, en Barcelona var 2-0 yfir í leikhléi. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik féll Marcus Alonso í teignum og gestirnir vildu víti, en ekkert dæmt. Eftir rúman klukkutíma kláraði svo Lionel Messi leikinn eftir að Luis Suarez lagði boltann á hann, en aftur setti þessi magnaði fótboltamaður boltann á milli fóta Courtois í markinu. Setja má spurningarmerki við Courtois í fyrsta og þriðja marki Barcelona, en þetta var 100. mark Messi í Meistaradeildinni. Ekki urðu mörkin fleiri og Barcelona er því komið í átta liða úrslitin ásamt Bayern Munchen, Liverpool, Man. City, Juventus, Real Madrid, Roma og Sevilla.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti