Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. mars 2018 12:28 Tónlistarmaðurinn Drake sýnir á sér nýjar hliðar. Vísir/Getty Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. Þegar mest var voru 636.000 áhorfendur að streyma útsendingunni á sama tíma, en það eru langtum fleiri en í fyrra meti síðunnar, sem var 388.000 áhorfendur samtímis á einu streymi notandans Dr. Disrespect. Spiluðu kumpánarnir saman sandkassaskotleikinn Fortnite, sem gengur út á að 100 leikmenn stökkvi út úr flugfari, lendi á eyju, og spili í misstórum liðum upp á líf og dauða þar til aðeins eitt lið stendur eftir. Horfa má á upptöku af streyminu hér fyrir neðan.Ninja er tölvuleikjaviðurnefni Tyler Blevins, en hann hefur gert það gott á streymissíðunni og er eins og stendur með þrjár og hálfa milljón fylgjenda á Twitch sem margir hverjir fylgjast með honum spila tölvuleiki reglulega. Hann er einnig með mikinn fjölda áskrifenda af streymisrás sinni og samkvæmt Forbes bætti hann við um 10-15.000 áskrifendum í kjölfar leiksins með Drake. Það þýðir að nú er hann að græða um 600.000 dali á mánuði í gegnum áskrifendur sína á Twitch, en hann fær þrjá og hálfan dal í vasann fyrir hvern greiðanda í áskrift. Þá eru ekki talin með frjáls framlög sem hann fær gegnum síðuna, né YouTube gróði hans. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post hafði Blevins talað um að Drake myndi mögulega spila með sér á næstunni, og hófust leikar á þeim tveimur að spila sem tvíeyki. Drake tilkynnti svo í tísti að þeir væru að spila sem hafði þær afleiðingar í för með sér að áhorfendafjöldinn rauk upp og að Travis Scott og JuJu gengu til liðs við þá.playing fort nite with @ninjahttps://t.co/OSFbgcfzaZ — Drizzy (@Drake) March 15, 2018JuJu var ekki lengi að tilkynna löngun sína til að spila með í kjölfar tísts Drake.I’m comin!! @Drake@Ninja — JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 15, 2018Drake hefur síðastliðinn mánuð unnið að nýrri plötu og hefur spilað Fortnite til að slaka á milli vinnustunda í upptökuverinu, sem hann eyðir flestum sínum stundum í um þessar mundir. Hann segir að sig og pródúsenta sína bara stundum þurfa að slappa af með því að spila tölvuleiki, en tekur fram að enginn þeirra sé góður í leiknum. Tölvuleikjastreymissíðan Twitch fékk árið 2017 meira en 15 milljón einstaka daglega heimsækjendur, samkvæmt skýrslu fyrirtækisins. Fortnite var annar vinsælasti leikurinn á síðunni, ef talinn er fjöldi mínútna í áhorfi. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af streymi fjórmenninganna.Watch Squads with Drake, Travis and JuJu you heard me. | @Ninja on Twitter and Instagram from Ninja on www.twitch.tv Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. Þegar mest var voru 636.000 áhorfendur að streyma útsendingunni á sama tíma, en það eru langtum fleiri en í fyrra meti síðunnar, sem var 388.000 áhorfendur samtímis á einu streymi notandans Dr. Disrespect. Spiluðu kumpánarnir saman sandkassaskotleikinn Fortnite, sem gengur út á að 100 leikmenn stökkvi út úr flugfari, lendi á eyju, og spili í misstórum liðum upp á líf og dauða þar til aðeins eitt lið stendur eftir. Horfa má á upptöku af streyminu hér fyrir neðan.Ninja er tölvuleikjaviðurnefni Tyler Blevins, en hann hefur gert það gott á streymissíðunni og er eins og stendur með þrjár og hálfa milljón fylgjenda á Twitch sem margir hverjir fylgjast með honum spila tölvuleiki reglulega. Hann er einnig með mikinn fjölda áskrifenda af streymisrás sinni og samkvæmt Forbes bætti hann við um 10-15.000 áskrifendum í kjölfar leiksins með Drake. Það þýðir að nú er hann að græða um 600.000 dali á mánuði í gegnum áskrifendur sína á Twitch, en hann fær þrjá og hálfan dal í vasann fyrir hvern greiðanda í áskrift. Þá eru ekki talin með frjáls framlög sem hann fær gegnum síðuna, né YouTube gróði hans. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post hafði Blevins talað um að Drake myndi mögulega spila með sér á næstunni, og hófust leikar á þeim tveimur að spila sem tvíeyki. Drake tilkynnti svo í tísti að þeir væru að spila sem hafði þær afleiðingar í för með sér að áhorfendafjöldinn rauk upp og að Travis Scott og JuJu gengu til liðs við þá.playing fort nite with @ninjahttps://t.co/OSFbgcfzaZ — Drizzy (@Drake) March 15, 2018JuJu var ekki lengi að tilkynna löngun sína til að spila með í kjölfar tísts Drake.I’m comin!! @Drake@Ninja — JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 15, 2018Drake hefur síðastliðinn mánuð unnið að nýrri plötu og hefur spilað Fortnite til að slaka á milli vinnustunda í upptökuverinu, sem hann eyðir flestum sínum stundum í um þessar mundir. Hann segir að sig og pródúsenta sína bara stundum þurfa að slappa af með því að spila tölvuleiki, en tekur fram að enginn þeirra sé góður í leiknum. Tölvuleikjastreymissíðan Twitch fékk árið 2017 meira en 15 milljón einstaka daglega heimsækjendur, samkvæmt skýrslu fyrirtækisins. Fortnite var annar vinsælasti leikurinn á síðunni, ef talinn er fjöldi mínútna í áhorfi. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af streymi fjórmenninganna.Watch Squads with Drake, Travis and JuJu you heard me. | @Ninja on Twitter and Instagram from Ninja on www.twitch.tv
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira