Lífið

Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikstjórinn Terry Gilliam.
Leikstjórinn Terry Gilliam. Vísir/Getty
Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum.

Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna  en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni.

„Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam.

„Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“

Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini.

Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna.

„Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“

Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.