Sérstök lína frá Ganni lítur dagsins ljós Ritstjórn skrifar 19. mars 2018 11:15 Glamour/Skjáskot Ný lína frá Ganni lítur dagsins ljós á næstu dögum, en danska merkið kynnir í fyrsta sinn línu sem inniheldur fatnað aðeins úr gallaefni. Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi danska merkisins, talar við Vogue um línuna og innblásturinn að baki. ,,Sú kona sem ég hafði í huga við gerð línunnar er heimsborgari, þar sem fataskápur hennar er litríkur og fjölbreyttur," segir Ditte, en gallaefnin eru gul, hvít, blá og appelsínugul. Sniðin eru víð og stór, og eru stuttir og víðir gallajakkar settir saman við síðar og mjög víðar gallabuxur. Ditte hefur langað að gera gallalínu frá Ganni í langan tíma, og loksins fann hún rétta aðila til þess. ,,Það eru svo mikil vísindi á bakvið gallaefni, og það er í rauninni erfitt að búa það til," segir Ditte. Nú vinnur hún með aðilum sem hafa gert gallaefni fyrir merki eins og Acne, Saint Laurent og Givenchy. Acne hefur lengi verið þekkt fyrir góðar gallaefni þannig það er stór kostur. Uppáhalds flíkur Ditte frá línunni eru útvíðu buxurnar, og munum við væntanlega sjá marga áhrifavalda klæðast línunni á næstu dögum á Instagram, en þann miðil hefur Ganni nýtt vel fyrir markaðssetningu. Línan passar vel við aðrar flíkur frá Ganni, eins og frjálslega blómakjóla og prjónapeysurnar. Línan fer í sölu á Net-a-Porter þann 23. mars næstkomandi. Mest lesið Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Kjólinn innblásinn af stríðsdrottningu Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Drullug gúmmístígvél og stuttbuxur á Glastonbury Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Alla leið til Íslands fyrir sjampó Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour
Ný lína frá Ganni lítur dagsins ljós á næstu dögum, en danska merkið kynnir í fyrsta sinn línu sem inniheldur fatnað aðeins úr gallaefni. Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi danska merkisins, talar við Vogue um línuna og innblásturinn að baki. ,,Sú kona sem ég hafði í huga við gerð línunnar er heimsborgari, þar sem fataskápur hennar er litríkur og fjölbreyttur," segir Ditte, en gallaefnin eru gul, hvít, blá og appelsínugul. Sniðin eru víð og stór, og eru stuttir og víðir gallajakkar settir saman við síðar og mjög víðar gallabuxur. Ditte hefur langað að gera gallalínu frá Ganni í langan tíma, og loksins fann hún rétta aðila til þess. ,,Það eru svo mikil vísindi á bakvið gallaefni, og það er í rauninni erfitt að búa það til," segir Ditte. Nú vinnur hún með aðilum sem hafa gert gallaefni fyrir merki eins og Acne, Saint Laurent og Givenchy. Acne hefur lengi verið þekkt fyrir góðar gallaefni þannig það er stór kostur. Uppáhalds flíkur Ditte frá línunni eru útvíðu buxurnar, og munum við væntanlega sjá marga áhrifavalda klæðast línunni á næstu dögum á Instagram, en þann miðil hefur Ganni nýtt vel fyrir markaðssetningu. Línan passar vel við aðrar flíkur frá Ganni, eins og frjálslega blómakjóla og prjónapeysurnar. Línan fer í sölu á Net-a-Porter þann 23. mars næstkomandi.
Mest lesið Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Kjólinn innblásinn af stríðsdrottningu Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Drullug gúmmístígvél og stuttbuxur á Glastonbury Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Alla leið til Íslands fyrir sjampó Glamour Fleiri vilja hætta á samfélagsmiðlum heldur en reykingum Glamour