Er reykurinn frá rafsígarettum aðallega vatn? Lára G. Sigurðarsdóttir skrifar 2. mars 2018 17:00 Við heyrum stundum að það sé allt í lagi að anda að sér rafsígarettureyk því hann sé aðeins vatn og að það sé svipað og að stíga inn í gufu eða fara í heitt bað. En þetta er ekki rétt. Á vefsíðum framleiðenda rafsígaretta er þess getið að aðalinnihaldsefni rafsígarettuvökva er própýlen glýkól og/eða glýseról. Þar kemur líka fram að glýseról gefi sætari keim og myndi meiri og þykkari reyk en própýlen glýkól og það sé því stundum þynnt með vatni en venjulega ekki meira en í hlutfallinu 80% glýseról á móti 20% af vatni. Própýlen glýkól er ónáttúrulegt efni sem m.a. er notað í framleiðslu matvara og snyrtivara. Það er talið nokkuð öruggt til inntöku með matvör - um en þegar það er hitað eins og með rafsígarettum geta eiturefni myndast með efnahvörfum auk þess sem vísbendingar eru um að það geti verið skaðlegt við langvarandi innöndun. Önnur innihaldsefni rafsígaretta eru nikótín og bragðefni. Nýleg rannsókn mældi magn málma í rafsígarettuvökva og reyk. Skoðaðar voru 56 gerðir af rafsígarettum. Í ljós kom að í reyk rafsígaretta er talsvert af eitruðum málmum, þar á meðal blý, króm, mangan og nikkel, en þetta eru efni sem geta skaðað lungu, lifur og heila eftir viðvarandi innöndun. Fleiri nýlegar rannsóknir renna stoðum undir að rafsígarettureykur skaði erfðaefni fruma í mannslíkamanum, sérstaklega í lungum og þvagblöðru. Þá hafa rannsóknir t.d. sýnt að bragðefnin í rafsígarettureyk geta kveikt á bólgusvörun hvítra blóðkorna, sem getur haft eitrunaráhrif á lungu og önnur líffæri neytenda. Því er nokkuð ljóst að innihald reyksins frá rafsígarettum er að litlu leyti „skaðlaus vatnsgufa“ eins og oft er haldið fram, heldur getur verið uppspretta loftmengunar. Niðurstaða: Rafsígarettuvöki getur innihaldið vatn en þó venjulega ekki í hærra hlutfalli en 20%. Ljóst er að reykurinn inniheldur skaðlegar gastegundir sem menga andrúmsloftið. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Við heyrum stundum að það sé allt í lagi að anda að sér rafsígarettureyk því hann sé aðeins vatn og að það sé svipað og að stíga inn í gufu eða fara í heitt bað. En þetta er ekki rétt. Á vefsíðum framleiðenda rafsígaretta er þess getið að aðalinnihaldsefni rafsígarettuvökva er própýlen glýkól og/eða glýseról. Þar kemur líka fram að glýseról gefi sætari keim og myndi meiri og þykkari reyk en própýlen glýkól og það sé því stundum þynnt með vatni en venjulega ekki meira en í hlutfallinu 80% glýseról á móti 20% af vatni. Própýlen glýkól er ónáttúrulegt efni sem m.a. er notað í framleiðslu matvara og snyrtivara. Það er talið nokkuð öruggt til inntöku með matvör - um en þegar það er hitað eins og með rafsígarettum geta eiturefni myndast með efnahvörfum auk þess sem vísbendingar eru um að það geti verið skaðlegt við langvarandi innöndun. Önnur innihaldsefni rafsígaretta eru nikótín og bragðefni. Nýleg rannsókn mældi magn málma í rafsígarettuvökva og reyk. Skoðaðar voru 56 gerðir af rafsígarettum. Í ljós kom að í reyk rafsígaretta er talsvert af eitruðum málmum, þar á meðal blý, króm, mangan og nikkel, en þetta eru efni sem geta skaðað lungu, lifur og heila eftir viðvarandi innöndun. Fleiri nýlegar rannsóknir renna stoðum undir að rafsígarettureykur skaði erfðaefni fruma í mannslíkamanum, sérstaklega í lungum og þvagblöðru. Þá hafa rannsóknir t.d. sýnt að bragðefnin í rafsígarettureyk geta kveikt á bólgusvörun hvítra blóðkorna, sem getur haft eitrunaráhrif á lungu og önnur líffæri neytenda. Því er nokkuð ljóst að innihald reyksins frá rafsígarettum er að litlu leyti „skaðlaus vatnsgufa“ eins og oft er haldið fram, heldur getur verið uppspretta loftmengunar. Niðurstaða: Rafsígarettuvöki getur innihaldið vatn en þó venjulega ekki í hærra hlutfalli en 20%. Ljóst er að reykurinn inniheldur skaðlegar gastegundir sem menga andrúmsloftið.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira