Lífið

Tónlistarakademía Red Bull á sínum stað á Sónar

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Lord Pusswhip spilar í Kaldalóni
Lord Pusswhip spilar í Kaldalóni
Tónlistarakademía Red Bull verður með þétta dagskrá á Sónar Reykjavík í ár. Fram kemur bræðingur af framsæknum listamönnum hvaðanæva og auk þess verða einnig tveir fyrir­lestrar haldnir á fimmtudeginum. Allt mun þetta fara fram í Kaldalóni.

Þeir listamenn sem fram koma eru CAO (NL), Countess Malaise (IS), Hildur Guðnadóttir (IS), JASSS (DE), Julián Mayorga (ES), KLEIN (UK), Kode9 x Koji Morimoto (UK), Lafawndah (US), Lord Pusswhip (IS), Lorenzo Senni (IT), Mighty Bear (IS), Moor Mother (US), serpentwithfeet (US), Silvia Kastel (DE) og Sunna (IS).

Á fyrirlestrunum mun taka til máls annars vegar Moor Mother en hún er þekkt fyrir tilraunir sínar með ljóð og tónlist. Hún gaf út plötuna Fetish Bones árið 2016 og Rolling Stone, Pitchfork og The Wire völdu hana eina af bestu plötum þess árs. Hins vegar mun íslenski tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson flytja fyrirlestur um vinnu sína. Valgeir er eigandi Bedroom Community plötuútgáfunnar en hún er ein fremsta útgáfa tilraunakenndrar samtímatónlistar í heiminum í dag.

Eftir fyrirlestrana tekur við klúbbakvöld í Gamla Nýló salnum á Kexi hosteli. Þar munu koma fram Án, Hermigervill, Captain Fufanu og hinn skoski Konx-Om-Pax.

Sónar Reykjavík hátíðin fer fram dagana 16.-17. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.