Lífið

Kimmel reif stærstu stjörnur heims á lappir og bíógestir misstu andlitið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Atvik sem kom heldur betur á óvart fyrir gesti kvikmyndahússins.
Atvik sem kom heldur betur á óvart fyrir gesti kvikmyndahússins.
Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn aðfaranótt mánudags í Los Angeles.

Verðlaunin skiptust nokkuð jafnt á milli þeirra tilnefndu og fékk kvikmyndin The Shape of Water fern verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd, en hún fékk alls 13 tilnefningar.

Kynnir kvöldsins var spjallþáttstjórnandinn Jimmy Kimmel og þótti hann standa sig mjög vel á sunnudagskvöldið.

Kimmel vildi fá að þakka hinum almenna borgara í Bandaríkjunum. Fólkinu sem fer í kvikmyndahúsin og borgar sig inn á myndirnar.

Hann reif því í Gal Gadot, Lin-Manuel Miranda, Mark Hamill, Lupita Nyong’o, Emily Blunt, Ansel Elgort, Armie Hammer, Margot Robbie og Guillermo del Toro úr salnum og dró þau yfir í kvikmyndahús sem var í næsta nágrenni. Þar fékk hinn venjulegi Jón Jónsson að hitta stjörnurnar sjálfar.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega atvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×