Ronaldo tryggði Real Madrid sigurinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid útisigur á Eibar í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í dag.

Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins og kom Spánarmeisturunum yfir á 34. mínútu eftir frábæra sendingu Króatans Luka Modric.

Staðan var 0-1 í hálfleik en heimamenn jöfnuðu leikinn þegar skammt var liðið af seinni hálfleik. Ivan Ramis hafði betur í baráttunni við Sergio Ramos og skallaði boltanum í marknetið eftir hornspyrnu.

Ronaldo vildi hins vegar ekkert fara heim með eitt stig, hann vildi þau öll og hann skallaði fyrirgjöf Dani Carvajal í marknetið eftir varnarmistök Eibar.

Real Madrid er í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum á eftir Barcelona sem mætir botnliði Malaga í kvöld.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira