Forstjóri Uber reiknar með fljúgandi leigubílum á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2018 09:38 Um það bil svona reiknar Uber með að Uber air muni líta út. Mynd/Skjáskot Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka. Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Uber reiknar með að leigubílafyrirtækið muni nýta sér fljúgandi bíla til þess að þjónusta viðskiptavini á næstu fimm til tíu árum. Reuters greinir frá.Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber, ræddi um möguleikana á nýtingu fljúgandi bíla á fjárfestafundi í Japan. Þar kom meðal annars fram að hann reikni með að fljúgandi bílar verði á endanum hluti af almenningssamgangnaneti borga víða um heim. Uber hefur á undanförnum árum unnið að þróun fljúgandi bíla undir nafninu Uber Air í samvinnu við NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna. Hlutverk NASA verður að þróa einhvers flugumferðarstjórnunarkerfi fyrir bílana sem líkjast þó meira flugvélum en bílum ef marka má umfjöllun The Verge á síðasta ári. Leigubílafyrirtækið stefnir á það að kynna Uber Air til leiks í þremur borgum til þess að byrja með. Standa vonir til þess að fyrir árið 2020 verði Uber Air orðið starfandi í Dallas, Los Angeles og Dubai. Hugmyndin um fljúgandi bíla hefur lengi verið til en enn hafa þeir ekki orðið að veruleika. Alls vinna þó á annan tug fyrirtækja að því að þróa fljúgandi bíla, þar á meðal Boeing og Airbus, sem hingað til hafa einbeitt sér að flugvélum.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig Uber sér fyrir sér að Uber Air muni virka.
Tengdar fréttir Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22 Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rannsaka viðbrögð Uber við gagnastuldi Stjórnendur leigubílaþjónustunnar gætu hafa brotið lög með því að láta ekki notendur sína vita um gagnastuld sem átti sér stað í fyrra. 22. nóvember 2017 23:22
Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Leigubílafyrirtækið hyggst kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar og bindur vonir við að hægt verði að ferja viðskiptavini án bílstjóra. 20. nóvember 2017 16:28