Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Ritstjórn skrifar 20. febrúar 2018 20:00 Glamour/Getty Ljótir og klunnalegir strigaskór eru mikið í tísku núna, en stundum virðist eins og hönnuðir séu að gera grín. Christopher Kane er alltaf einn af þeim, en hann hefur oftar en einu sinni sent hina umdeildu Crocs niður tískupallinn. Á dögunum sýndi hann vetrarlínu sína fyrir árið 2018 þar sem eitt atriði stakk svo sannarlega í augun. Í þetta skiptið vann hann með heilsuskóafyrirtækinu Z-Coil sem framleiðir dempara og púða í skó, til að gera þá þægilegri. Úr samstarfinu varð mjög furðulegur skór, einhverskonar heilsuskór með bróderuðum steinum og gúmmíhæl. Þó að við séum alveg að venjast ljótu strigaskóaatískunni þá er langt í það að við verðum hrifnar af þessum. En kosturinn er kannski sá að þeir eru allavega þægilegir.Mynd/Vogue Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Vaccarello til Saint Laurent Glamour
Ljótir og klunnalegir strigaskór eru mikið í tísku núna, en stundum virðist eins og hönnuðir séu að gera grín. Christopher Kane er alltaf einn af þeim, en hann hefur oftar en einu sinni sent hina umdeildu Crocs niður tískupallinn. Á dögunum sýndi hann vetrarlínu sína fyrir árið 2018 þar sem eitt atriði stakk svo sannarlega í augun. Í þetta skiptið vann hann með heilsuskóafyrirtækinu Z-Coil sem framleiðir dempara og púða í skó, til að gera þá þægilegri. Úr samstarfinu varð mjög furðulegur skór, einhverskonar heilsuskór með bróderuðum steinum og gúmmíhæl. Þó að við séum alveg að venjast ljótu strigaskóaatískunni þá er langt í það að við verðum hrifnar af þessum. En kosturinn er kannski sá að þeir eru allavega þægilegir.Mynd/Vogue
Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Vaccarello til Saint Laurent Glamour