Bayern rústaði Besiktas │ Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2018 22:30 Bayern München rúllaði yfir Besiktast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta var fyrsti útsláttarleikur Besiktast í Meistaradeild Evrópu. Hann endaði með 5-0 tapi. Domagoj Vida fékk að líta rauða spjaldið strax á sextándu mínútu, en hann fékk beint rautt spjald. Thomas Muller kom svo Bayern yfir rétt fyrir hlé og staðan 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik tvöfaldaði Kingsley Coman forystuna á 53. mínútu áður en Thomas Muller bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Bayern á 66. mínútu. Robert Lewandowski bætti svo við tveimur mörkum áður en yfir lauk, á 79. mínútu og 88. mínútu, og lokatölur 5-0 sigur Bayern sem er nánast komið áfram í átta liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu
Bayern München rúllaði yfir Besiktast í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en þetta var fyrsti útsláttarleikur Besiktast í Meistaradeild Evrópu. Hann endaði með 5-0 tapi. Domagoj Vida fékk að líta rauða spjaldið strax á sextándu mínútu, en hann fékk beint rautt spjald. Thomas Muller kom svo Bayern yfir rétt fyrir hlé og staðan 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik tvöfaldaði Kingsley Coman forystuna á 53. mínútu áður en Thomas Muller bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Bayern á 66. mínútu. Robert Lewandowski bætti svo við tveimur mörkum áður en yfir lauk, á 79. mínútu og 88. mínútu, og lokatölur 5-0 sigur Bayern sem er nánast komið áfram í átta liða úrslitin.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti