Ronaldo með tvö í sigri Real Dagur Lárusson skrifar 24. febrúar 2018 17:15 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Real Madrid gegn Alaves er liðið komst í 51 stig í 3. sæti deildarinnar. Það var fátt um fína drætti á upphafs mínútum fyrri hálfleiksins og fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 44. mínútu en þá skoraði Cristiano Ronaldo og tryggði að liðið sitt færi með forystuna í hlé. Walesverjinn knái, Gareth Bale, er smátt og smátt að vinna sig til baka í byrjunarlið Real Madrid og hann nýtti sér tækifærið í dag á 46. mínútu þegar hanns skoraði annað mark Real. Cristiano Ronaldo var síðan aftur á ferðinni á 61. mínútu áður en Karim Benzema skoraði síðasta mark Real á 89. mínútu af vítapunktinum. Lokatölur voru því 4-0 fyrir Real Madrid sem er hægt og rólega að komast nær Atletico Madrid í 2. sætinu. Spænski boltinn
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Real Madrid gegn Alaves er liðið komst í 51 stig í 3. sæti deildarinnar. Það var fátt um fína drætti á upphafs mínútum fyrri hálfleiksins og fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en á 44. mínútu en þá skoraði Cristiano Ronaldo og tryggði að liðið sitt færi með forystuna í hlé. Walesverjinn knái, Gareth Bale, er smátt og smátt að vinna sig til baka í byrjunarlið Real Madrid og hann nýtti sér tækifærið í dag á 46. mínútu þegar hanns skoraði annað mark Real. Cristiano Ronaldo var síðan aftur á ferðinni á 61. mínútu áður en Karim Benzema skoraði síðasta mark Real á 89. mínútu af vítapunktinum. Lokatölur voru því 4-0 fyrir Real Madrid sem er hægt og rólega að komast nær Atletico Madrid í 2. sætinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti