Suarez með þrennu í sigri Barcelona Dagur Lárusson skrifar 24. febrúar 2018 21:45 Luis Suarez fagnar með Coutinho. vísir/getty Luis Suarez skoraði þrennu í stórsigri Barcelona á Girona í kvöld en leikurinn endaði 6-1. Það voru gestirnir frá Girona sem byrjuðu leikinn betur og komust óvænt yfir strax á 3. mínútu leiksins eftir varnarmistök hjá Barcelona. Barcelona var þó ekki lengi að jafna metin en það gerði Suarez á 5. mínútu eftir frábæran undirbúning Lionel Messi. Messi var síðan sjálfur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann bókstaflega lék sér að varnarmönnum Girona og setti boltann í netið. Barcelona fékk síðan aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 36. mínútu. Lionel Messi tók aukaspyrnuna og setti boltann undir vegginn og beint í markið og staðan því orðin 3-1. Luis Suarez skoraði síðan fjórða mark Barcelona skömmu fyrir hálfleik eftir frábæran undirbúning Philipe Coutinho. Það voru síðan fyrrum Liverpool mennirnir tveir sem skoruðu tvö síðustu mörk Barcelona í seinni hálfleiknum og þar með fullkomnaði Luis Suarez þrennu sína. Eftir leikinn er Barcelona sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, nú með 65 stig. Spænski boltinn
Luis Suarez skoraði þrennu í stórsigri Barcelona á Girona í kvöld en leikurinn endaði 6-1. Það voru gestirnir frá Girona sem byrjuðu leikinn betur og komust óvænt yfir strax á 3. mínútu leiksins eftir varnarmistök hjá Barcelona. Barcelona var þó ekki lengi að jafna metin en það gerði Suarez á 5. mínútu eftir frábæran undirbúning Lionel Messi. Messi var síðan sjálfur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann bókstaflega lék sér að varnarmönnum Girona og setti boltann í netið. Barcelona fékk síðan aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 36. mínútu. Lionel Messi tók aukaspyrnuna og setti boltann undir vegginn og beint í markið og staðan því orðin 3-1. Luis Suarez skoraði síðan fjórða mark Barcelona skömmu fyrir hálfleik eftir frábæran undirbúning Philipe Coutinho. Það voru síðan fyrrum Liverpool mennirnir tveir sem skoruðu tvö síðustu mörk Barcelona í seinni hálfleiknum og þar með fullkomnaði Luis Suarez þrennu sína. Eftir leikinn er Barcelona sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, nú með 65 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti