„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun.“ Þannig hljóðaði fyrirsögn á umfjöllun Dagblaðsins um hvarf Geirfinns Einarssonar þann 19. nóvember árið 1976, þegar tvö ár voru liðin frá hvarfi hans. Um var að ræða eina af rúmlega 950 blaðagreinum sem skrifaðar voru á árunum 1974-1980 um hvarf Geirfinns og Guðmundar Einarssonar. Þann 21. febrúar síðastliðinn tilkynnti Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum að hann krefjist þess að fjórir sakborningar í málunum verði sýknaðir. Þeir sakborningar eru Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason en endurupptökunefnd samþykkti í febrúar á síðasta ári að mál þeirra skyldu endurflutt í Hæstarétti. Þeir voru fjórir alls sex einstaklinga sem hlutu þunga dóma þann 22. febrúar 1980 í Hæstarétti fyrir aðild sína að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Var talið að Kristján Viðar, Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar hefðu ráðið þeim bana. Erla Bolladóttir var einnig sakfelld í Hæstarétti í febrúar 1980 fyrir að bera menn röngum sökum. Endurupptökunefnd féllst ekki á beiðni hennar um endurupptöku máls hennar. Guðjón Skarphéðinsson var einnig sakfelldur en hlaut uppreist æru árið 1995. Þrátt fyrir að bera sama föðurnafn voru Guðmundur og Geirfinnur ekki skyldir. Þeir hurfu með tíu mánaða millibili. Lík þeirra hafa aldrei fundist. Ljóst er á fréttaflutningi í kringum rannsókn málanna og í kjölfar dómanna í Hæstarétti að samúð almennings og fjölmiðla með sakborningunum hefur verið lítil sem engin. Nokkur þeirra höfðu áður verið handtekin og hlotið dóma fyrir minniháttar glæpi og var fólk sannfært um að málin tvö væru tengd og að ungmennin sex sem handtekin voru í desember 1975 bæru ábyrgð. Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig málin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980.Morgunblaðið 30. janúar 1974.Hurfu sporlaust með tíu mánaða millibili Þann 29. janúar 1974 var hvarf Guðmundar Einarssonar, 18 ára gamals manns frá Reykjavík, tilkynnt til lögreglunnar. Síðast sást til Guðmundar í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Var lýst eftir Guðmundi í fjölmiðlum og hóf lögregla leit að honum ásamt Slysavarnafélagi Íslands. Leitin stóð til 3. febrúar en skilaði engum árangri. Um tíu mánuðum seinna þann 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson í Keflavík, 32 ára að aldri. Samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík var það eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálf ellefu umrætt kvöld áður en hann fór heiman frá sér og er talið að hann hafi átt stefnumót við óþekktan aðila.Geirfinnur EinarssonLjósmyndasafn ReykjavíkurEitthvað er á reiki hvenær hvarf Geirfinns var tilkynnt til lögreglunnar. Við dómsmeðferð var miðað við að eiginkona Geirfinns hafi skýrt vinnuveitanda Geirfinns frá hvarfinu síðdegis miðvikudaginn 20. nóvember. Hann hafi síðan haft samband við lögregluna næsta dag. Lögreglan hóf í kjölfarið leit að Geirfinni og um leið viðamikla sakamálarannsókn. Ástæðan var sú að lögreglan hafði upplýsingar um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni í Keflavík. Fljótt kom upp sú tilgáta að maður sem hefði komið inn í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember 1974 hefði hringt í Geirfinn. Upp hófst áköf leit að manni sem fékk að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld. Gerðar voru teikningar og leirmynd sem birtist í fjölmiðlum þann 26. nóvember 1974, viku eftir hvarf Geirfinns. Styttan hefur jafnan verið uppnefnd Leirfinnur og var hún gerð af listakonunni Ríkey eftir lýsingu sjónarvotta. Því hefur verið haldið fram að leirstyttan hafi verið vísvitandi látin líkjast Magnúsi Leopoldssyni athafnamanni, sem síðar var handtekinn og haldið í einangrun í 105 daga í Síðumúlafangelsi vegna málanna. Rannsókn málsins í Keflavík var síðar tengd við viðamikið smygl á spíra sem kom upp í byrjun árs 1975 en dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík um sumarið 1975. Í gögnum lögreglunnar er ekkert að finna sem gefur til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti.Fimm ungmenni í gæsluvarðhald Í desember árið 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík aftur rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Marinó Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar. Sævar sat þá í gæsluvarðhaldi ásamt Erlu Bolladóttur, sambýliskonu sinni og barnsmóður. Voru þau grunuð um að hafa svikið 950 þúsund krónur út úr Pósti og síma. Í framhaldi af framburði Erlu og Sævars voru Kristján Viðar Kristjánsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald rétt fyrir jól árið 1975. Á svipuðum tíma tók rannsóknarlögreglan upp rannsókn á hvarfi Geirfinns og var talið að Sævar, Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Erla byggju yfir vitneskju um hvarf hans.Rannsóknarteymi Karls Schütz, ágúst 1976.Jack Letham/LögreglanÞann 26. janúar 1976 voru þrír menn um þrítugt úrskurðaðir í 45 daga gæsluvarðhald og þann 10. febrúar var fjórði maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mennirnir voru Einar Bollason, hálfbróðir Erlu Bolladóttur, Valdimar Olsen, Magnús Leópoldsson, sem talinn er vera fyrirmynd Leirfinns, og Sigurbjörn Eiríksson. Voru þeir handteknir eftir ábendingar frá þeim sem þegar sátu í gæsluvarðhaldi. Þeim var þó sleppt í maí 1976 en voru áfram látnir sæta takmörkun á ferðafrelsi. Skömmu síðar kom þýski rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz til landsins til að aðstoða sakadóm Reykjavíkur við rannsókn málanna. Guðjón Skarphéðinsson var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í nóvember 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns. Sigurður Óttar Hreinsson var handtekinn og yfirheyrður í desember 1976, einnig grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Þann 8. desember 1976, um það bil ári eftir að þau voru handtekin, voru Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir , Ásgeir Ebenezer Þórðarson og Guðjón Skarphéðinsson ákærð í níu köflum, meðal annars vegna hvarfs Guðmundar. Kristján Viðar, Sævar og Tryggvi Rúnar voru ákærðir fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 1974 ráðist á Guðmund Einarsson, í kjallaraíbúð að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði, og misþyrmt honum svo, þar á meðal með hnífstungum sem Kristján Viðar átti að hafa veitt honum, að hann hlaut bana af, og komið líki hans síðan fyrir á ókunnum stað.Við rannsókn málanna brá lögreglan meðal annars á það ráð að reyna að endurgera atburði. Kristján Viðar Viðarsson sést hér við slíkt tilefni í Keflavík.Jack Letham/LögreglanÁttu að hafa brennt lík Geirfinns Alberti var gefin að sök hlutdeild í verknaði Kristjáns Viðars, Sævars og Tryggva Rúnars með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar Einarssonar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins, bæði 27. janúar og seinna um sumarið þegar líkamsleifar Guðmundar áttu að hafa verið fluttar á annan stað. Fóru flutningar þessir fram í bifreiðum, er ákærði Albert hafði til umráða og ók. Önnur ákæra var gefin út þann 16. mars 1977, eftir að játningar lágu fyrir. Þá var þeim Kristjáni Viðari, Sævari og Guðjóni gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 1974 ráðist á Geirfinn Einarsson í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum þar svo að hann hlaut bana af. Áttu þeir síðan að hafa flutt lík hans í bíl sem ekið var af Guðjóni, að heimili Kristjáns Viðars að Grettisgötu í Reykjavík. Næsta dag áttu Kristján Viðar, Sævar og Erla að hafa flutt lík Geirfinns í bíl sem Erla ók frá Grettisgötu að Rauðhólum, með viðkomu á bensínstöð á Ártúnshöfða þar sem þau hafi tekið bensín á brúsa. Í Rauðhólum áttu þau að hafa grafið líkamsleifar Geirfinns eftir að hafa hellt bensíni á lík hans og kveikt í. Kristjáni Viðari var einnig gefið að sök að hafa, eftir komu þeirra með lík Geirfinns á Grettisgötu, stolið seðlaveski Geirfinns úr brjóstvasa hans, sem í voru 5.000 krónur auk ýmissa skilríkja og teikniblýanti. Kristjáni Viðari, Sævari og Erlu var að auki gefið að sök að hafa á árinu 1976 borið Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörns Eiríksson og Valdimar Olsen röngum sökum. Voru það talin samantekin ráð þeirra að bera í skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni og á dómþingi sakadóms að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.Erla Bolladóttir heldur lokaræðu sína fyrir Hæstarétti.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur BjarnleifssonEkki sönnun fyrir ásetningi Dómur féll í sakadómi Reykjavíkur þann 19. desember 1977. Albert var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi. Guðjón var dæmdur í 12 ára fangelsi. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 16 ára fangelsi. Kristján Viðar og Sævar í ævilangt fangelsi. Málunum var áfrýjað og var dómur kveðinn upp í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980. Rétturinn taldi sannað að Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Sævar Marinó Ciesielski hefðu í sameiningu ráðist á Guðmund Einarsson, aðfaranótt 27. janúar 1974 í Hafnarfirði þannig að Guðmundur hlaut bana af. Þeir hafi allir átt jafnan þátt í árásinni og að um hafi verið að ræða óaðskiljanlegan samverknað þeirra á dauða Guðmundar. Hæstiréttur taldi ekki sannað að ásetningur þeirra hefði orðið Guðmundi að bana, heldur að um hrottafengna líkamsárás hefði verið að ræða og að þeim hefði mátt vera ljóst að líftjón gæti hlotist af. Var það niðurstaða dómsins að Gunnar Jónsson og Alberg Klahn Skaftason hefðu verið vitni að áflogunum. Albert hafi eftir árásina ekið Gunnari að heimili hans í Reykjavík. Erla Bolladóttir var ekki talin hafa verið vitni að átökunum en að hún hafi síðar um nóttina orðið vör við athafnir Sævars, Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars þegar þeir voru að fást við lík vafið inn í lak og borið út úr húsinu. Byggt var á því að Albert hafi aðstoðað þá Sævar, Tryggva Rúnar og Kristján Viðar við að flytja líkið í bíl frá Hamarsbraut 11 út í Hafnarfjarðarhraun og að Albert hafi aftur aðstoðað við líkflutning síðla sumars 1974 frá Hafnarfjarðarhrauni á annan stað sem ekki væri upplýst hver væri.Þessi mynd birtist á forsíðu dagblaðsins Vísir 14. janúar 1980 með eftirfarandi myndatexta: Það var þröngt á þingi í dómsal Hæstaréttar í morgun þegar málflutningur hófst í Geirfinnsmálinu svonefnda. Fremst á myndinni til hægri er einn ákærðra, Sævar Cicielski, við hlið rannsóknarlögreglumanns, en aftar eru meðal annarra fréttamenn.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bragi Guðmundsson950 greinar um málið Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sannað væri að Sævar, Kristján Viðar og Guðjón hefðu orðið Geirfinni Einarssyni að bana í Dráttarbrautinni í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974. Þangað hefðu þeir farið ásamt Erlu Bolladóttur á Volkswagen bjöllu sem Erla og Sævar hefðu tekið á leigu en að Guðjón hefði ekið. Dómurinn segir að ætla verði að Sævar, Kristján Viðar og Guðjón hefðu veist að Geirfinni Einarssyni í því skyni að knýja hann til sagna um geymslustað smyglaðs áfengis sem þeir hugðust ræna og flytja til Reykjavíkur. Sakadómur Reykjavíkur byggði á því að Kristján Viðar, Sævar og Guðjón hafi flutt lík Geirfinns heim til Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82 og sett líkið í geymslu í kjallara hússins þar sem það hefði verið í tvo daga. Hæstiréttur taldi sannað að Erla hafi tekið þátt í að flytja lík Geirfinns, ásamt Kristjáni Viðari og Sævari Marinó, frá Grettisgötu 82 í Reykjavík í Rauðhóla eða á annan stað. Þann 22. febrúar 1980 var Albert Klahn Skaftason dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Erla Bolladóttir var dæmd í 3 ára fangelsi og Guðjón Skarphéðinsson í 10 ára fangelsi. Kristján Viðar Viðarsson var dæmdur í 16 ára fangelsi og Sævar Marinó Ciesielski í 17 ára fangelsi. Þá var Tryggvi Rúnar Leifsson dæmdur í 13 ára fangelsi. Með dómi Hæstaréttar lauk máli sem hafði hangið yfir þjóðinni í tæp sex ár. Á árunum 1974 til 1980 birtust um Guðmundar- og Geirfinnsmálin rúmlega 950 greinar af ýmsu tagi í helstu dagblöðum landsins, Morgunblaðinu, Dagblaðinu og Vísi. Yfirgnæfandi meirihluti var fréttir, frásagnir af rannsókn málanna og framvindu þeirra. Mest var umfjöllunin árið 1975-1977 eða þar til bæði málin töldust upplýst og þau fóru fyrir dóm. Ýmsar kenningar komu fram í umfjöllun fjölmiðla. Meðal annars var því fleygt fram að sakborningarnir væru viðriðnir þriðja mannshvarfið og að mafía stæði á bakvið dauða Geirfinns. Flestir töldu að með dómi Hæstaréttar og afplánun ungmennanna sex yrði málinu lokið, en sú var ekki raunin og hafa málin fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár.Albert, Erla, Guðjón og Tryggvi Rúnar.Lögreglan118 dagar Albert Klahn Skaftason var 20 ára gamall þegar hann var handtekinn og sat hann í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundarmáls í Síðumúlafangelsi frá 23. desember 1975 til 19. mars 1976. Hann sætti líka gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu vegna rannsóknar á öðru sakamáli frá 19. júní 1973 til 20. júlí 1973 og alls sætti Albert því gæsluvarðhaldi í 118 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Afplánun Alberts hófst 9. janúar 1981 og sat hann inni til 12. mars sama ár. Þann dag var Alberti veitt reynslulausn á 180 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 2 ár. Albert stóðst reynslulausn.239 dagar Erla Bolladóttir var 20 ára gömul þegar hún var handtekin og sat hún í gæsluvarðhaldi frá 13. desember til 20. desember 1975 vegna svokallaðs póstsvikamáls en formlegt upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins er rakið til lögregluskýrslu sem tekin var af Erlu þann 20. desember 1975, sama dag og henni var sleppt. Erla var aftur úrskurðuð í gæsluvarðhald þann 4. maí 1976 sem stóð til 22. desember sama ár. Erla sat samtals í gæsluvarðhaldsvist í 239 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Hún afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Akureyri frá 27. október 1980 til 9. ágúst 1981.1202 dagar Guðjón Skarphéðinsson var elstur sexmenninganna og var 33 ára þegar hann var handtekinn. Hann sat í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála frá 12. nóvember 1976 þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980. Að meðtaldri gæsluvarðhaldsvist sem Guðjón sætti í desember 1975 vegna annars sakamáls sat Guðjón í gæsluvarðhaldi í samtals 1202 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Guðjón hóf afplánun á refsingu á Kvíabryggju hinn 22. febrúar 1980 sem stóð til 12. október 1981 en þá var Guðjóni veitt reynslulausn á 1800 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 4 ár. Guðjón stóðst skilorð reynslulausnar. Guðjón Skarphéðinsson hlaut uppreist æru árið 1995.1532 dagar Tryggvi Rúnar Leifsson var 24 ára gamall þegar hann var handtekinn og sat hann í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála frá 23. desember 1975 allt þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980. Auk þess sætti hann gæsluvarðhaldi vegna annars máls frá 27. október til 6. nóvember 1974. Þannig sætti Tryggvi Rúnar alls gæsluvarðhaldi í 1532 daga sem dregið var frá afplánun refsingar. Afplánun hófst hinn 22. febrúar 1980 en henni lauk 24. desember 1981 þegar Tryggva Rúnari var veitt reynslulausn á 2477 daga eftirstöðvum þriggja dóma, þ. á m. dóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Reynslulausn var skilorðsbundin í 4 ár. Tryggvi Rúnar stóðst skilorð reynslulausnar. Tryggvi Rúnar Leifsson lést árið 2009.Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Marinó Ciesielski.1522 dagar Kristján Viðar Viðarsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 23. desember 1975 og hann sat í gæsluvarðhaldi allt þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980 eða 1522 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Kristján Viðar hóf afplánun á eftirstöðvum eldri fangelsisrefsingar samkvæmt dómi sakadóms Reykjavíkur uppkveðnum 21. október 1974 og afplánaði hann þá refsingu til 29. mars 1980. Þann dag tók við afplánun vegna dóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og stóð hún til 30. júní 1983. Þá var Kristjáni Viðari veitt reynslulausn á 3050 daga eftirstöðvum þriggja dóma þar á meðal í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Reynslulausn var skilorðsbundin í fjögur ár. Kristján Viðar rauf skilorð reynslulausnar og voru eftirstöðvar dæmdar upp í dómi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum uppkveðnum 22. apríl 1987.1533 dagar Sævar Marinó Ciesielski sat í gæsluvarðhaldi frá 12. desember 1975 allt þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980 eða í 1533 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Sævar sat í upphafi í gæsluvarðhaldi vegna annars máls en fyrsta lögregluskýrslan af Sævari vegna Guðmundarmáls var samkvæmt gögnum málsins tekin þann 22. desember 1975. Sævar hóf afplánun refsingar þann 22. febrúar 1980 og stóð afplánun til 28. apríl 1984. Þá var Sævari veitt reynslulausn á 3060 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 4 ár. Sævar stóðst skilorð reynslulausnar Sævar Marinó Ciesielski lést þann 13. júlí árið 2011 af slysförum í Kaupmannahöfn. Fréttaskýringar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun.“ Þannig hljóðaði fyrirsögn á umfjöllun Dagblaðsins um hvarf Geirfinns Einarssonar þann 19. nóvember árið 1976, þegar tvö ár voru liðin frá hvarfi hans. Um var að ræða eina af rúmlega 950 blaðagreinum sem skrifaðar voru á árunum 1974-1980 um hvarf Geirfinns og Guðmundar Einarssonar. Þann 21. febrúar síðastliðinn tilkynnti Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum að hann krefjist þess að fjórir sakborningar í málunum verði sýknaðir. Þeir sakborningar eru Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason en endurupptökunefnd samþykkti í febrúar á síðasta ári að mál þeirra skyldu endurflutt í Hæstarétti. Þeir voru fjórir alls sex einstaklinga sem hlutu þunga dóma þann 22. febrúar 1980 í Hæstarétti fyrir aðild sína að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Var talið að Kristján Viðar, Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar hefðu ráðið þeim bana. Erla Bolladóttir var einnig sakfelld í Hæstarétti í febrúar 1980 fyrir að bera menn röngum sökum. Endurupptökunefnd féllst ekki á beiðni hennar um endurupptöku máls hennar. Guðjón Skarphéðinsson var einnig sakfelldur en hlaut uppreist æru árið 1995. Þrátt fyrir að bera sama föðurnafn voru Guðmundur og Geirfinnur ekki skyldir. Þeir hurfu með tíu mánaða millibili. Lík þeirra hafa aldrei fundist. Ljóst er á fréttaflutningi í kringum rannsókn málanna og í kjölfar dómanna í Hæstarétti að samúð almennings og fjölmiðla með sakborningunum hefur verið lítil sem engin. Nokkur þeirra höfðu áður verið handtekin og hlotið dóma fyrir minniháttar glæpi og var fólk sannfært um að málin tvö væru tengd og að ungmennin sex sem handtekin voru í desember 1975 bæru ábyrgð. Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig málin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980.Morgunblaðið 30. janúar 1974.Hurfu sporlaust með tíu mánaða millibili Þann 29. janúar 1974 var hvarf Guðmundar Einarssonar, 18 ára gamals manns frá Reykjavík, tilkynnt til lögreglunnar. Síðast sást til Guðmundar í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Var lýst eftir Guðmundi í fjölmiðlum og hóf lögregla leit að honum ásamt Slysavarnafélagi Íslands. Leitin stóð til 3. febrúar en skilaði engum árangri. Um tíu mánuðum seinna þann 19. nóvember 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson í Keflavík, 32 ára að aldri. Samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík var það eiginkona Geirfinns sem sá hann síðast um klukkan hálf ellefu umrætt kvöld áður en hann fór heiman frá sér og er talið að hann hafi átt stefnumót við óþekktan aðila.Geirfinnur EinarssonLjósmyndasafn ReykjavíkurEitthvað er á reiki hvenær hvarf Geirfinns var tilkynnt til lögreglunnar. Við dómsmeðferð var miðað við að eiginkona Geirfinns hafi skýrt vinnuveitanda Geirfinns frá hvarfinu síðdegis miðvikudaginn 20. nóvember. Hann hafi síðan haft samband við lögregluna næsta dag. Lögreglan hóf í kjölfarið leit að Geirfinni og um leið viðamikla sakamálarannsókn. Ástæðan var sú að lögreglan hafði upplýsingar um dularfullt stefnumót sem Geirfinnur átti að eiga í Hafnarbúðinni í Keflavík. Fljótt kom upp sú tilgáta að maður sem hefði komið inn í Hafnarbúðina að kvöldi 19. nóvember 1974 hefði hringt í Geirfinn. Upp hófst áköf leit að manni sem fékk að hringja í Hafnarbúðinni umrætt kvöld. Gerðar voru teikningar og leirmynd sem birtist í fjölmiðlum þann 26. nóvember 1974, viku eftir hvarf Geirfinns. Styttan hefur jafnan verið uppnefnd Leirfinnur og var hún gerð af listakonunni Ríkey eftir lýsingu sjónarvotta. Því hefur verið haldið fram að leirstyttan hafi verið vísvitandi látin líkjast Magnúsi Leopoldssyni athafnamanni, sem síðar var handtekinn og haldið í einangrun í 105 daga í Síðumúlafangelsi vegna málanna. Rannsókn málsins í Keflavík var síðar tengd við viðamikið smygl á spíra sem kom upp í byrjun árs 1975 en dregið var úr rannsókn lögreglunnar í Keflavík um sumarið 1975. Í gögnum lögreglunnar er ekkert að finna sem gefur til kynna að Geirfinnur Einarsson hafi tengst nokkru saknæmu né að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti.Fimm ungmenni í gæsluvarðhald Í desember árið 1975 hóf rannsóknarlögreglan í Reykjavík aftur rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar. Hafði lögreglunni borist til eyrna að Sævar Marinó Ciesielski væri viðriðinn hvarf Guðmundar. Sævar sat þá í gæsluvarðhaldi ásamt Erlu Bolladóttur, sambýliskonu sinni og barnsmóður. Voru þau grunuð um að hafa svikið 950 þúsund krónur út úr Pósti og síma. Í framhaldi af framburði Erlu og Sævars voru Kristján Viðar Kristjánsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason úrskurðaðir í gæsluvarðhald rétt fyrir jól árið 1975. Á svipuðum tíma tók rannsóknarlögreglan upp rannsókn á hvarfi Geirfinns og var talið að Sævar, Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Erla byggju yfir vitneskju um hvarf hans.Rannsóknarteymi Karls Schütz, ágúst 1976.Jack Letham/LögreglanÞann 26. janúar 1976 voru þrír menn um þrítugt úrskurðaðir í 45 daga gæsluvarðhald og þann 10. febrúar var fjórði maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mennirnir voru Einar Bollason, hálfbróðir Erlu Bolladóttur, Valdimar Olsen, Magnús Leópoldsson, sem talinn er vera fyrirmynd Leirfinns, og Sigurbjörn Eiríksson. Voru þeir handteknir eftir ábendingar frá þeim sem þegar sátu í gæsluvarðhaldi. Þeim var þó sleppt í maí 1976 en voru áfram látnir sæta takmörkun á ferðafrelsi. Skömmu síðar kom þýski rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz til landsins til að aðstoða sakadóm Reykjavíkur við rannsókn málanna. Guðjón Skarphéðinsson var handtekinn og færður í gæsluvarðhald í nóvember 1976 vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns. Sigurður Óttar Hreinsson var handtekinn og yfirheyrður í desember 1976, einnig grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Þann 8. desember 1976, um það bil ári eftir að þau voru handtekin, voru Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir , Ásgeir Ebenezer Þórðarson og Guðjón Skarphéðinsson ákærð í níu köflum, meðal annars vegna hvarfs Guðmundar. Kristján Viðar, Sævar og Tryggvi Rúnar voru ákærðir fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 1974 ráðist á Guðmund Einarsson, í kjallaraíbúð að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði, og misþyrmt honum svo, þar á meðal með hnífstungum sem Kristján Viðar átti að hafa veitt honum, að hann hlaut bana af, og komið líki hans síðan fyrir á ókunnum stað.Við rannsókn málanna brá lögreglan meðal annars á það ráð að reyna að endurgera atburði. Kristján Viðar Viðarsson sést hér við slíkt tilefni í Keflavík.Jack Letham/LögreglanÁttu að hafa brennt lík Geirfinns Alberti var gefin að sök hlutdeild í verknaði Kristjáns Viðars, Sævars og Tryggva Rúnars með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar Einarssonar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins, bæði 27. janúar og seinna um sumarið þegar líkamsleifar Guðmundar áttu að hafa verið fluttar á annan stað. Fóru flutningar þessir fram í bifreiðum, er ákærði Albert hafði til umráða og ók. Önnur ákæra var gefin út þann 16. mars 1977, eftir að játningar lágu fyrir. Þá var þeim Kristjáni Viðari, Sævari og Guðjóni gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 20. nóvember 1974 ráðist á Geirfinn Einarsson í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum þar svo að hann hlaut bana af. Áttu þeir síðan að hafa flutt lík hans í bíl sem ekið var af Guðjóni, að heimili Kristjáns Viðars að Grettisgötu í Reykjavík. Næsta dag áttu Kristján Viðar, Sævar og Erla að hafa flutt lík Geirfinns í bíl sem Erla ók frá Grettisgötu að Rauðhólum, með viðkomu á bensínstöð á Ártúnshöfða þar sem þau hafi tekið bensín á brúsa. Í Rauðhólum áttu þau að hafa grafið líkamsleifar Geirfinns eftir að hafa hellt bensíni á lík hans og kveikt í. Kristjáni Viðari var einnig gefið að sök að hafa, eftir komu þeirra með lík Geirfinns á Grettisgötu, stolið seðlaveski Geirfinns úr brjóstvasa hans, sem í voru 5.000 krónur auk ýmissa skilríkja og teikniblýanti. Kristjáni Viðari, Sævari og Erlu var að auki gefið að sök að hafa á árinu 1976 borið Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörns Eiríksson og Valdimar Olsen röngum sökum. Voru það talin samantekin ráð þeirra að bera í skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni og á dómþingi sakadóms að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.Erla Bolladóttir heldur lokaræðu sína fyrir Hæstarétti.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur BjarnleifssonEkki sönnun fyrir ásetningi Dómur féll í sakadómi Reykjavíkur þann 19. desember 1977. Albert var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi. Guðjón var dæmdur í 12 ára fangelsi. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 16 ára fangelsi. Kristján Viðar og Sævar í ævilangt fangelsi. Málunum var áfrýjað og var dómur kveðinn upp í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980. Rétturinn taldi sannað að Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Sævar Marinó Ciesielski hefðu í sameiningu ráðist á Guðmund Einarsson, aðfaranótt 27. janúar 1974 í Hafnarfirði þannig að Guðmundur hlaut bana af. Þeir hafi allir átt jafnan þátt í árásinni og að um hafi verið að ræða óaðskiljanlegan samverknað þeirra á dauða Guðmundar. Hæstiréttur taldi ekki sannað að ásetningur þeirra hefði orðið Guðmundi að bana, heldur að um hrottafengna líkamsárás hefði verið að ræða og að þeim hefði mátt vera ljóst að líftjón gæti hlotist af. Var það niðurstaða dómsins að Gunnar Jónsson og Alberg Klahn Skaftason hefðu verið vitni að áflogunum. Albert hafi eftir árásina ekið Gunnari að heimili hans í Reykjavík. Erla Bolladóttir var ekki talin hafa verið vitni að átökunum en að hún hafi síðar um nóttina orðið vör við athafnir Sævars, Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars þegar þeir voru að fást við lík vafið inn í lak og borið út úr húsinu. Byggt var á því að Albert hafi aðstoðað þá Sævar, Tryggva Rúnar og Kristján Viðar við að flytja líkið í bíl frá Hamarsbraut 11 út í Hafnarfjarðarhraun og að Albert hafi aftur aðstoðað við líkflutning síðla sumars 1974 frá Hafnarfjarðarhrauni á annan stað sem ekki væri upplýst hver væri.Þessi mynd birtist á forsíðu dagblaðsins Vísir 14. janúar 1980 með eftirfarandi myndatexta: Það var þröngt á þingi í dómsal Hæstaréttar í morgun þegar málflutningur hófst í Geirfinnsmálinu svonefnda. Fremst á myndinni til hægri er einn ákærðra, Sævar Cicielski, við hlið rannsóknarlögreglumanns, en aftar eru meðal annarra fréttamenn.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bragi Guðmundsson950 greinar um málið Þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sannað væri að Sævar, Kristján Viðar og Guðjón hefðu orðið Geirfinni Einarssyni að bana í Dráttarbrautinni í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974. Þangað hefðu þeir farið ásamt Erlu Bolladóttur á Volkswagen bjöllu sem Erla og Sævar hefðu tekið á leigu en að Guðjón hefði ekið. Dómurinn segir að ætla verði að Sævar, Kristján Viðar og Guðjón hefðu veist að Geirfinni Einarssyni í því skyni að knýja hann til sagna um geymslustað smyglaðs áfengis sem þeir hugðust ræna og flytja til Reykjavíkur. Sakadómur Reykjavíkur byggði á því að Kristján Viðar, Sævar og Guðjón hafi flutt lík Geirfinns heim til Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82 og sett líkið í geymslu í kjallara hússins þar sem það hefði verið í tvo daga. Hæstiréttur taldi sannað að Erla hafi tekið þátt í að flytja lík Geirfinns, ásamt Kristjáni Viðari og Sævari Marinó, frá Grettisgötu 82 í Reykjavík í Rauðhóla eða á annan stað. Þann 22. febrúar 1980 var Albert Klahn Skaftason dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Erla Bolladóttir var dæmd í 3 ára fangelsi og Guðjón Skarphéðinsson í 10 ára fangelsi. Kristján Viðar Viðarsson var dæmdur í 16 ára fangelsi og Sævar Marinó Ciesielski í 17 ára fangelsi. Þá var Tryggvi Rúnar Leifsson dæmdur í 13 ára fangelsi. Með dómi Hæstaréttar lauk máli sem hafði hangið yfir þjóðinni í tæp sex ár. Á árunum 1974 til 1980 birtust um Guðmundar- og Geirfinnsmálin rúmlega 950 greinar af ýmsu tagi í helstu dagblöðum landsins, Morgunblaðinu, Dagblaðinu og Vísi. Yfirgnæfandi meirihluti var fréttir, frásagnir af rannsókn málanna og framvindu þeirra. Mest var umfjöllunin árið 1975-1977 eða þar til bæði málin töldust upplýst og þau fóru fyrir dóm. Ýmsar kenningar komu fram í umfjöllun fjölmiðla. Meðal annars var því fleygt fram að sakborningarnir væru viðriðnir þriðja mannshvarfið og að mafía stæði á bakvið dauða Geirfinns. Flestir töldu að með dómi Hæstaréttar og afplánun ungmennanna sex yrði málinu lokið, en sú var ekki raunin og hafa málin fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár.Albert, Erla, Guðjón og Tryggvi Rúnar.Lögreglan118 dagar Albert Klahn Skaftason var 20 ára gamall þegar hann var handtekinn og sat hann í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundarmáls í Síðumúlafangelsi frá 23. desember 1975 til 19. mars 1976. Hann sætti líka gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu vegna rannsóknar á öðru sakamáli frá 19. júní 1973 til 20. júlí 1973 og alls sætti Albert því gæsluvarðhaldi í 118 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Afplánun Alberts hófst 9. janúar 1981 og sat hann inni til 12. mars sama ár. Þann dag var Alberti veitt reynslulausn á 180 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 2 ár. Albert stóðst reynslulausn.239 dagar Erla Bolladóttir var 20 ára gömul þegar hún var handtekin og sat hún í gæsluvarðhaldi frá 13. desember til 20. desember 1975 vegna svokallaðs póstsvikamáls en formlegt upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins er rakið til lögregluskýrslu sem tekin var af Erlu þann 20. desember 1975, sama dag og henni var sleppt. Erla var aftur úrskurðuð í gæsluvarðhald þann 4. maí 1976 sem stóð til 22. desember sama ár. Erla sat samtals í gæsluvarðhaldsvist í 239 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Hún afplánaði dóm sinn í fangelsinu á Akureyri frá 27. október 1980 til 9. ágúst 1981.1202 dagar Guðjón Skarphéðinsson var elstur sexmenninganna og var 33 ára þegar hann var handtekinn. Hann sat í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmála frá 12. nóvember 1976 þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980. Að meðtaldri gæsluvarðhaldsvist sem Guðjón sætti í desember 1975 vegna annars sakamáls sat Guðjón í gæsluvarðhaldi í samtals 1202 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Guðjón hóf afplánun á refsingu á Kvíabryggju hinn 22. febrúar 1980 sem stóð til 12. október 1981 en þá var Guðjóni veitt reynslulausn á 1800 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 4 ár. Guðjón stóðst skilorð reynslulausnar. Guðjón Skarphéðinsson hlaut uppreist æru árið 1995.1532 dagar Tryggvi Rúnar Leifsson var 24 ára gamall þegar hann var handtekinn og sat hann í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála frá 23. desember 1975 allt þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980. Auk þess sætti hann gæsluvarðhaldi vegna annars máls frá 27. október til 6. nóvember 1974. Þannig sætti Tryggvi Rúnar alls gæsluvarðhaldi í 1532 daga sem dregið var frá afplánun refsingar. Afplánun hófst hinn 22. febrúar 1980 en henni lauk 24. desember 1981 þegar Tryggva Rúnari var veitt reynslulausn á 2477 daga eftirstöðvum þriggja dóma, þ. á m. dóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Reynslulausn var skilorðsbundin í 4 ár. Tryggvi Rúnar stóðst skilorð reynslulausnar. Tryggvi Rúnar Leifsson lést árið 2009.Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Marinó Ciesielski.1522 dagar Kristján Viðar Viðarsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 23. desember 1975 og hann sat í gæsluvarðhaldi allt þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980 eða 1522 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Kristján Viðar hóf afplánun á eftirstöðvum eldri fangelsisrefsingar samkvæmt dómi sakadóms Reykjavíkur uppkveðnum 21. október 1974 og afplánaði hann þá refsingu til 29. mars 1980. Þann dag tók við afplánun vegna dóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og stóð hún til 30. júní 1983. Þá var Kristjáni Viðari veitt reynslulausn á 3050 daga eftirstöðvum þriggja dóma þar á meðal í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Reynslulausn var skilorðsbundin í fjögur ár. Kristján Viðar rauf skilorð reynslulausnar og voru eftirstöðvar dæmdar upp í dómi sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum uppkveðnum 22. apríl 1987.1533 dagar Sævar Marinó Ciesielski sat í gæsluvarðhaldi frá 12. desember 1975 allt þar til dómur Hæstaréttar féll þann 22. febrúar 1980 eða í 1533 daga sem voru dregnir frá afplánun refsingar. Sævar sat í upphafi í gæsluvarðhaldi vegna annars máls en fyrsta lögregluskýrslan af Sævari vegna Guðmundarmáls var samkvæmt gögnum málsins tekin þann 22. desember 1975. Sævar hóf afplánun refsingar þann 22. febrúar 1980 og stóð afplánun til 28. apríl 1984. Þá var Sævari veitt reynslulausn á 3060 daga eftirstöðvum refsingar, skilorðsbundið í 4 ár. Sævar stóðst skilorð reynslulausnar Sævar Marinó Ciesielski lést þann 13. júlí árið 2011 af slysförum í Kaupmannahöfn.