Real kláraði PSG á lokasprettinum │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 21:45 Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid sigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Adrien Rabiot kom gestunum í PSG yfir eftir hálftíma leik með marki úr miðjum teignum eftir undirbúning Kylian Mbappe og Neymar. Ronaldo jafnaði undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu eftir brot Lo Celso á Toni Kroos. Mikið var um færi í seinni hálfleiknum en hvorugu liði tókst að brjóta ísinn og komast yfir fyrr en Portúgalinn sendi fyrirgjöf varamannsins Marco Asensio í netið með hnénu á 83. mínútu. Aðeins þremur mínútum seinna var Asensio aftur á ferðinni en í þetta skiptið fann hann bakvörðinn Marcelo sem tvöfaldaði forystu Real. Eftir að hafa verið aðeins að narta í hælana á PSG í seinni hálfleiknum stigu leikmenn Real Madrid upp og náðu sér í gott forskot fyrir seinni leikinn í París. Þetta einvígi er þó síður en svo búið og PSG sýndi það í leiknum að þeir geta vel staðið í Evrópumeisturunum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sögulegt mark Ronaldo Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. 14. febrúar 2018 21:15
Cristiano Ronaldo tryggði Real Madrid sigur á Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Adrien Rabiot kom gestunum í PSG yfir eftir hálftíma leik með marki úr miðjum teignum eftir undirbúning Kylian Mbappe og Neymar. Ronaldo jafnaði undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu eftir brot Lo Celso á Toni Kroos. Mikið var um færi í seinni hálfleiknum en hvorugu liði tókst að brjóta ísinn og komast yfir fyrr en Portúgalinn sendi fyrirgjöf varamannsins Marco Asensio í netið með hnénu á 83. mínútu. Aðeins þremur mínútum seinna var Asensio aftur á ferðinni en í þetta skiptið fann hann bakvörðinn Marcelo sem tvöfaldaði forystu Real. Eftir að hafa verið aðeins að narta í hælana á PSG í seinni hálfleiknum stigu leikmenn Real Madrid upp og náðu sér í gott forskot fyrir seinni leikinn í París. Þetta einvígi er þó síður en svo búið og PSG sýndi það í leiknum að þeir geta vel staðið í Evrópumeisturunum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sögulegt mark Ronaldo Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. 14. febrúar 2018 21:15
Sögulegt mark Ronaldo Cristiano Ronaldo skoraði sitt 100. mark fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann jafnaði metin gegn Paris Saint-Germain í leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. 14. febrúar 2018 21:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti