Lífið

Fjölhæfnin gæti komið Jóni Arnari vel á dansgólfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Arnar Magnússon starfar í dag sem kírópraktor.
Jón Arnar Magnússon starfar í dag sem kírópraktor. Vísir/GVA
Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og kírópraktor, er á meðal hinna tíu þjóðþekktu Íslendinga sem munu spreyta sig í þáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars næstkomandi.

Jón Arnar, sem á Íslandsmet í ýmsum greinum frjálsra íþrótta auk þess að hafa verið kosinn íþróttamaður ársins í tvígang á sínum tíma, keppti á þrennum Ólympíuleikum. Hann getur hlaupið, kastað, stokkið en getur hann dansað?

„Það er gaman að taka þátt í einhverju sem maður er ekki góður í,  fara út fyrir þægindarammann,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi. Hann er ekki í neinum feluleik með danshæfileikana sína, þeir séu ekki miklir.

„Ekki get ég sagt það, ég er betri í frjálsum.“

Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða kynnar í þáttunum þar sem tíu þjóðþekktir einstaklingar eru paraðir saman við fagfólk í dansi. Einn keppandi dettur út í hverjum þætti þar til einn stendur uppi sem sigurvegari í vor.

Jón Arnar er hvergi banginn enda vanur því að keppa á stóra sviðinu. Þá ætti fjölhæfni hans að koma honum vel enda gengur tugþraut út á að keppa í tíu ólíkum greinum frjálsra íþrótta. Þar sem ekkert má útaf bera.

„Nei, ég er ekki stressaður, þetta verður bara gaman.“


Tengdar fréttir

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.