Hvað stóð upp úr í New York? Ritstjórn skrifar 17. febrúar 2018 09:00 Alexander Wang, Marc Jacobs, Calvin Klein Glamour/Getty Tískuvikunni í New York er þá formlega lokið og London tekur við, þar sem fatahönnuðir sýndu fatalínur sínar fyrir veturinn 2018. Það var margt skemmtilegt sem stóð upp úr, sumir hönnuðir settu upp svakalegar sýningar á meðan aðrir einblíndu á að sýna fatnaðinn. En þessar fimm sýningar stóðu upp úr að mati Glamour. Marc Jacobs Marc Jacobs Stór form, dökkir litir og stórir hattar einkenndu sýningu Marc Jacobs, en hann lokaði tískuvikunni með sterkum hætti. Flíkurnar voru mjög stórar, þar sem áherslurnar voru á axlirnar og stóra og síða klúta um hálsinn, sem skapaði skemmtilegt og dramatískt form. Jafnvægið á móti kom með þröngum prjónakjólum og uppháum buxum, og verður að segjast að þær flíkur eru mun söluvænlegri en þessar ofurstóru og dramatísku, sem tískuhús eins og Marc Jacobs þarf á að halda þessa dagana. Alexander Wang Alexander Wang Alexander Wang stígur aldrei mikið út fyrir kassann og var engin undantekning á þessari línu hans. Matrix-áhrifin voru gríðarlega mikil, með litlum sólgleraugum, leðurkápum og rennilásum. Girnilegir jogging-gallar við háa skó og sólgleraugu á móti litlum svörtum kjólum. Alexander heldur áfram að hanna fatnað fyrir partýstelpuna, sem verður án efa ánægð með þessa línu. Calvin Klein Calvin Klein Fyrirsæturnar gengu á poppkorni á tískupalli Calvin Klein, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, hafði skapað súrrealískan heim í miðri New York. Jakkar og kjólar sem minntu á slökkviliðsbúninga með stórum endurskinsmerkjum, lambhúshettur og silfur einkenndu línuna, sem var skemmtilega fjölbreytt. Síð og létt prjónapils við stórar prjónapeysur, köflóttar dragtir með blómaskreyttum hönskum, mörgu var blandað saman en úr varð skemmtilega heildstæð fatalína. Victoria Beckham Victoria Beckham Victoria Beckham Tíu ár eru liðin frá því að Victoria sýndi sína fyrstu línu á tískuvikunni í New York, þá fyrir örfáa ritstjóra og áhrifavalda innan tískuheimsins. Síðan þá hefur hún aldeilis fest sig í sessi. Fyrir þessa línu einblíndi Victoria á hversdagsklæðnað, sem var ákveðinn skortur á á tískuvikunni. Dragtin var í aðalhlutverki þar sem áherslan var lögð á mittið með þykku belti, klæðilegar kápur og þröngir kjólar. Victoria kann svo sannarlega að klæða konur og veit upp á hár hvað þær vilja. Adidas Adidas Danielle Cathari fyrir Adidas Hin 23 ára gamla og nýútskrifaða Danielle Cathari frumsýndi samstarf sitt með Adidas og hlaut mikið lof fyrir, en línan seldist upp á örfáum klukkustundum. Fyrir ári síðan, á meðan Danielle var enn í námi, tók hún þátt í litlu skólaverkefni og sýndi frá línu með gömlum Adidas-flíkum sem hún hafði sett saman. Eftir sýninguna bauð Adidas henni á sinn fund og úr var samstarf. Fyrirsætan Kendall Jenner var andlit línunnar sem dró að sér mikla athygli, en línan var bæði klæðileg, frumleg og hitti beint í mark hjá samfélagsmiðlakynslóðinni. Mest lesið Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Gefur út sína eigin förðunarlínu 82 ára Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Adwoa Aboah fyrirsæta ársins Glamour Sturlaðir tímar Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Eiga von á barni Glamour
Tískuvikunni í New York er þá formlega lokið og London tekur við, þar sem fatahönnuðir sýndu fatalínur sínar fyrir veturinn 2018. Það var margt skemmtilegt sem stóð upp úr, sumir hönnuðir settu upp svakalegar sýningar á meðan aðrir einblíndu á að sýna fatnaðinn. En þessar fimm sýningar stóðu upp úr að mati Glamour. Marc Jacobs Marc Jacobs Stór form, dökkir litir og stórir hattar einkenndu sýningu Marc Jacobs, en hann lokaði tískuvikunni með sterkum hætti. Flíkurnar voru mjög stórar, þar sem áherslurnar voru á axlirnar og stóra og síða klúta um hálsinn, sem skapaði skemmtilegt og dramatískt form. Jafnvægið á móti kom með þröngum prjónakjólum og uppháum buxum, og verður að segjast að þær flíkur eru mun söluvænlegri en þessar ofurstóru og dramatísku, sem tískuhús eins og Marc Jacobs þarf á að halda þessa dagana. Alexander Wang Alexander Wang Alexander Wang stígur aldrei mikið út fyrir kassann og var engin undantekning á þessari línu hans. Matrix-áhrifin voru gríðarlega mikil, með litlum sólgleraugum, leðurkápum og rennilásum. Girnilegir jogging-gallar við háa skó og sólgleraugu á móti litlum svörtum kjólum. Alexander heldur áfram að hanna fatnað fyrir partýstelpuna, sem verður án efa ánægð með þessa línu. Calvin Klein Calvin Klein Fyrirsæturnar gengu á poppkorni á tískupalli Calvin Klein, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, hafði skapað súrrealískan heim í miðri New York. Jakkar og kjólar sem minntu á slökkviliðsbúninga með stórum endurskinsmerkjum, lambhúshettur og silfur einkenndu línuna, sem var skemmtilega fjölbreytt. Síð og létt prjónapils við stórar prjónapeysur, köflóttar dragtir með blómaskreyttum hönskum, mörgu var blandað saman en úr varð skemmtilega heildstæð fatalína. Victoria Beckham Victoria Beckham Victoria Beckham Tíu ár eru liðin frá því að Victoria sýndi sína fyrstu línu á tískuvikunni í New York, þá fyrir örfáa ritstjóra og áhrifavalda innan tískuheimsins. Síðan þá hefur hún aldeilis fest sig í sessi. Fyrir þessa línu einblíndi Victoria á hversdagsklæðnað, sem var ákveðinn skortur á á tískuvikunni. Dragtin var í aðalhlutverki þar sem áherslan var lögð á mittið með þykku belti, klæðilegar kápur og þröngir kjólar. Victoria kann svo sannarlega að klæða konur og veit upp á hár hvað þær vilja. Adidas Adidas Danielle Cathari fyrir Adidas Hin 23 ára gamla og nýútskrifaða Danielle Cathari frumsýndi samstarf sitt með Adidas og hlaut mikið lof fyrir, en línan seldist upp á örfáum klukkustundum. Fyrir ári síðan, á meðan Danielle var enn í námi, tók hún þátt í litlu skólaverkefni og sýndi frá línu með gömlum Adidas-flíkum sem hún hafði sett saman. Eftir sýninguna bauð Adidas henni á sinn fund og úr var samstarf. Fyrirsætan Kendall Jenner var andlit línunnar sem dró að sér mikla athygli, en línan var bæði klæðileg, frumleg og hitti beint í mark hjá samfélagsmiðlakynslóðinni.
Mest lesið Edda P glæsileg á tískupallinum í New York Glamour Gefur út sína eigin förðunarlínu 82 ára Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Adwoa Aboah fyrirsæta ársins Glamour Sturlaðir tímar Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Eiga von á barni Glamour